Afsökunarbeiðni Magnús Guðmundsson skrifar 15. júní 2015 07:00 Það fer lítið fyrir sáttinni í samfélaginu þessa dagana. Konur brjóta af sér hlekki feðraveldis, ofbeldis og fordóma. Heilu stéttirnar berjast fyrir réttlátum launum fyrir menntun sína, sérþekkingu og erfiði. Sjúklingar bíða í óvissu um viðeigandi heilbrigðisúrræði. Fimmtíu þúsund Íslendingar mótmæla fiskveiðifrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Afkoma og hagsmunir aldraðra og öryrkja virðast eiga að liggja óbætt hjá garði og svo mætti lengi telja. Við slíkar aðstæður hafa baráttukonur og menn víða góðan málstað að verja og margur fer mikinn. Því miður er þó oft svo að í almennri umræðu fer oft mest fyrir þeim sem hafa hæst og eru glaðastir til yfirlýsinga, fullyrðinga og aðdróttana um það sem þeim finnst standa þeirra ágæta málstað einna helst fyrir þrifum. Þetta blessaða og kappsfulla baráttufólk virðist aldrei hafa hugleitt þau ágætu varnaðarorð að kapp er best með forsjá, heldur fer fram með fullyrðingum og aðdróttunum um stéttir, manneskjur og málefni. Allt í nafni þess að það hafi svo góðan málstað að verja. Engu að síður tekst þessu ágæta fólki oft að vinna málstað sínum meira tjón en gagn. Það virðist ítrekað rugla saman fullyrðingum og staðreyndum, ályktunum og sannindum og svo mætti áfram til telja. Kappið hefur völdin en lítið fer fyrir almennri forsjá og tillitssemi við þær manneskjur sem mögulega verða fyrir aurskriðunni án þess að hafa til þess unnið. Það er nefnilega svo að hjúkrunarfræðingar, þingmenn, ráðherrar, sjómenn, háskólamenntaðir, aldraðir og öryrkjar eiga það öll sameiginlegt að vera manneskjur og af því skyldu orðin miðast. Án undantekninga. En þegar svo er ekki og kappið er haft að leiðarljósi láta viðbrögðin sjaldnast á sér standa og umræðan er komin út í skítkast og skæting um menn og málefni, engum til gagns en kannski einhverjum til gamans. Verði þeim að góðu. Reyndar gefst kappsfullu baráttátufólki sem og reiðum ráðamönnum, sem hafa látið falla einhverjar kjánalegar fullyrðingar í hita leiksins, oft tækifæri til þess að koma umræðunni aftur til betri vegar. En til þess þarf að gera það sem virðist vera óhugsandi í íslenskri umræðu: Að biðjast afsökunar. Fátt eitt getur nefnilega aukið á virðingu manneskju jafn mikið og það að biðjast afsökunar. Því öllum verður okkur á og öll höfum við rangt fyrir okkur af og til. Að viðurkenna vitleysuna í okkur er eitt það besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf sem og þann málstað sem við viljum koma á framfæri. Flest erum við meira að segja alin upp við að læra að biðja aðra afsökunar. Segja fyrirgefðu við þá sem við komum illa fram við eða af frekju og yfirgangi. Takast í hendur, horfast í augu og biðjast fyrirgefningar og halda svo áfram með lífið. Engu að síður virðist mörgum slík afsökunarbeiðni vera hin versta ófærð og kjósa frekar að kenna öðrum um eða draga fram hinar ólíklegustu afsakanir og réttlætingar. Fyrir vikið herða margir á skítkastinu og ósættið er algert. Það er því óskandi að allt það ágæta fólk sem tjáir sig mikið um menn og málefni reyni nú að finna hjá sér léttinn yfir því að gangast við eigin vitleysu og frelsunina sem er fólgin í fyrirgefningunni. Því sanngirnin er sátta móðir eins og stendur einhvers staðar og það er nú ekki nema sanngjarnt að maður fái að hafa rangt fyrir sér af og til og á þessum orðum er því hér með beðist afsökunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það fer lítið fyrir sáttinni í samfélaginu þessa dagana. Konur brjóta af sér hlekki feðraveldis, ofbeldis og fordóma. Heilu stéttirnar berjast fyrir réttlátum launum fyrir menntun sína, sérþekkingu og erfiði. Sjúklingar bíða í óvissu um viðeigandi heilbrigðisúrræði. Fimmtíu þúsund Íslendingar mótmæla fiskveiðifrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Afkoma og hagsmunir aldraðra og öryrkja virðast eiga að liggja óbætt hjá garði og svo mætti lengi telja. Við slíkar aðstæður hafa baráttukonur og menn víða góðan málstað að verja og margur fer mikinn. Því miður er þó oft svo að í almennri umræðu fer oft mest fyrir þeim sem hafa hæst og eru glaðastir til yfirlýsinga, fullyrðinga og aðdróttana um það sem þeim finnst standa þeirra ágæta málstað einna helst fyrir þrifum. Þetta blessaða og kappsfulla baráttufólk virðist aldrei hafa hugleitt þau ágætu varnaðarorð að kapp er best með forsjá, heldur fer fram með fullyrðingum og aðdróttunum um stéttir, manneskjur og málefni. Allt í nafni þess að það hafi svo góðan málstað að verja. Engu að síður tekst þessu ágæta fólki oft að vinna málstað sínum meira tjón en gagn. Það virðist ítrekað rugla saman fullyrðingum og staðreyndum, ályktunum og sannindum og svo mætti áfram til telja. Kappið hefur völdin en lítið fer fyrir almennri forsjá og tillitssemi við þær manneskjur sem mögulega verða fyrir aurskriðunni án þess að hafa til þess unnið. Það er nefnilega svo að hjúkrunarfræðingar, þingmenn, ráðherrar, sjómenn, háskólamenntaðir, aldraðir og öryrkjar eiga það öll sameiginlegt að vera manneskjur og af því skyldu orðin miðast. Án undantekninga. En þegar svo er ekki og kappið er haft að leiðarljósi láta viðbrögðin sjaldnast á sér standa og umræðan er komin út í skítkast og skæting um menn og málefni, engum til gagns en kannski einhverjum til gamans. Verði þeim að góðu. Reyndar gefst kappsfullu baráttátufólki sem og reiðum ráðamönnum, sem hafa látið falla einhverjar kjánalegar fullyrðingar í hita leiksins, oft tækifæri til þess að koma umræðunni aftur til betri vegar. En til þess þarf að gera það sem virðist vera óhugsandi í íslenskri umræðu: Að biðjast afsökunar. Fátt eitt getur nefnilega aukið á virðingu manneskju jafn mikið og það að biðjast afsökunar. Því öllum verður okkur á og öll höfum við rangt fyrir okkur af og til. Að viðurkenna vitleysuna í okkur er eitt það besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf sem og þann málstað sem við viljum koma á framfæri. Flest erum við meira að segja alin upp við að læra að biðja aðra afsökunar. Segja fyrirgefðu við þá sem við komum illa fram við eða af frekju og yfirgangi. Takast í hendur, horfast í augu og biðjast fyrirgefningar og halda svo áfram með lífið. Engu að síður virðist mörgum slík afsökunarbeiðni vera hin versta ófærð og kjósa frekar að kenna öðrum um eða draga fram hinar ólíklegustu afsakanir og réttlætingar. Fyrir vikið herða margir á skítkastinu og ósættið er algert. Það er því óskandi að allt það ágæta fólk sem tjáir sig mikið um menn og málefni reyni nú að finna hjá sér léttinn yfir því að gangast við eigin vitleysu og frelsunina sem er fólgin í fyrirgefningunni. Því sanngirnin er sátta móðir eins og stendur einhvers staðar og það er nú ekki nema sanngjarnt að maður fái að hafa rangt fyrir sér af og til og á þessum orðum er því hér með beðist afsökunar.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun