Átakastjórnmál og þjóðarhagsmunir Oddný G. Harðardóttir skrifar 17. júní 2015 07:00 „Þessa ríkisstjórn er ekki hægt að styðja í þessu máli frekar en nokkru öðru,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, þegar greidd voru atkvæði um að færa erlendar eigur þrotabúa gömlu bankanna undir gjaldeyrishöftin í mars 2012. Átakastjórnmál eru leiðinleg og það sem meira er, þau geta valdið gríðarlegum skaða. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn því í mars árið 2012 að þrotabú gömlu bankanna færu að öllu leyti undir gjaldeyrishöftin og að samningsstaða Íslands gagnvart kröfuhöfum yrði styrkt til mikilla muna. Rökstuðningurinn var ekki efnismeiri en sá að ekki væri hægt að styðja tillögur ríkisstjórnarinnar. Að eiga í átökum við ríkisstjórnina virtist þá mikilvægara en hagsmunir Íslendinga. Sem betur fer fyrir þjóðarhag þurfti formaður Sjálfstæðisflokksins að lúta í lægra haldi fyrir stjórnarmeirihluta ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í þessu mikilvæga máli. Nú er Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og kynnti nýverið lausn á haftamálinu sem byggir algerlega á lögunum sem hann var á móti sem og öðrum leiðum sem varðaðar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, samningum við kröfuhafa og útgönguskatti. Hvar værum við stödd ef formanni Sjálfstæðisflokksins hefði tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir lagasetninguna þann 12. mars 2012? Mörg nauðsynleg skref hafa verið tekin til að verja hagsmuni íslenska þjóðarbúsins vegna hruns bankanna og krónunnar. Lagasetningin 2012 sem setti þrotabúin að öllu leyti undir gjaldeyrishöftin var eitt slíkt skref og afar mikilvægt. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn þeirri lagasetningu og Framsókn sat hjá. Við höfum ekki heyrt aðra skýringu á afstöðu formanns Sjálfstæðisflokksins frá því í mars 2012 en þá að hann gæti bara ekki stutt neitt sem sú ríkisstjórn sem þá var lagði til. Ef til er önnur skýring er hér með kallað eftir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
„Þessa ríkisstjórn er ekki hægt að styðja í þessu máli frekar en nokkru öðru,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, þegar greidd voru atkvæði um að færa erlendar eigur þrotabúa gömlu bankanna undir gjaldeyrishöftin í mars 2012. Átakastjórnmál eru leiðinleg og það sem meira er, þau geta valdið gríðarlegum skaða. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn því í mars árið 2012 að þrotabú gömlu bankanna færu að öllu leyti undir gjaldeyrishöftin og að samningsstaða Íslands gagnvart kröfuhöfum yrði styrkt til mikilla muna. Rökstuðningurinn var ekki efnismeiri en sá að ekki væri hægt að styðja tillögur ríkisstjórnarinnar. Að eiga í átökum við ríkisstjórnina virtist þá mikilvægara en hagsmunir Íslendinga. Sem betur fer fyrir þjóðarhag þurfti formaður Sjálfstæðisflokksins að lúta í lægra haldi fyrir stjórnarmeirihluta ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í þessu mikilvæga máli. Nú er Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og kynnti nýverið lausn á haftamálinu sem byggir algerlega á lögunum sem hann var á móti sem og öðrum leiðum sem varðaðar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, samningum við kröfuhafa og útgönguskatti. Hvar værum við stödd ef formanni Sjálfstæðisflokksins hefði tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir lagasetninguna þann 12. mars 2012? Mörg nauðsynleg skref hafa verið tekin til að verja hagsmuni íslenska þjóðarbúsins vegna hruns bankanna og krónunnar. Lagasetningin 2012 sem setti þrotabúin að öllu leyti undir gjaldeyrishöftin var eitt slíkt skref og afar mikilvægt. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn þeirri lagasetningu og Framsókn sat hjá. Við höfum ekki heyrt aðra skýringu á afstöðu formanns Sjálfstæðisflokksins frá því í mars 2012 en þá að hann gæti bara ekki stutt neitt sem sú ríkisstjórn sem þá var lagði til. Ef til er önnur skýring er hér með kallað eftir henni.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar