Bankar í Sviss hjálpa við rannsókn á FIFA Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júní 2015 07:00 Sepp Blatter hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan aragrúi spillingarmála kom upp innan FIFA. Nordicphotos/getty Svissneskir saksóknarar rannsaka nú 53 tilfelli meints peningaþvættis háttsettra manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Ítarlegar rannsóknir standa nú yfir og er rannsóknarefnið spilling innan FIFA. Þrír aðilar vinna saman að rannsókninni, Bandaríkin, Sviss og siðanefnd FIFA. Bandarísk yfirvöld ákærðu í maí fjórtán nú- og fyrrverandi stjórnendur innan FIFA í kjölfar þriggja ára rannsóknar FBI. Ákærurnar snúa að mútuþægni, spillingu og peningaþvætti. Yfirvöld í Sviss hófu sína eigin rannsókn í síðasta mánuði. Rannsóknin beinist gegn mönnum sem eru grunaðir um ólöglegt athæfi við kosningar um hvar skyldi halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árin 2018 og 2022. Þar til nú hafa mun minni upplýsingar verið aðgengilegar um svissnesku rannsóknina en þá bandarísku. Michael LauberMichael Lauber, ríkissaksóknari Sviss, sagði á blaðamannafundi í gær að rannsóknin væri flókin og myndi taka langan tíma. Lauber sagði teymi sitt nú þegar hafa aflað upplýsinga um 104 grunsamleg tengsl milli bankareikninga. Hann sagðist á fundinum vilja þakka svissneskum bönkum fyrir samstarfsviljann en til viðbótar við þau 104 tengsl sem rannsakendur vissu þegar af upplýstu bankarnir rannsakendur um 53 bankareikninga sem grunur liggur á að tengist peningaþvætti. Lauber sagðist ekki útiloka að yfirheyra þyrfti Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, við rannsókn málsins. Hins vegar hefur Blatter sjálfur þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð misjafnt. Hann tilkynnti fyrr í mánuðinum um afsögn sína sem forseti. Aðeins nokkrum dögum eftir endurkjör hans til embættis forseta FIFA. Lauber útskýrði fyrir viðstöddum blaðamönnum að rannsókn Svisslendinga væri aðskilin rannsókn FBI. Hann sagði að sönnunargögnum yrði ekki deilt nema óskað væri sérstaklega eftir því. „Knattspyrnuheimurinn þarf nú að sýna af sér mikla þolinmæði. Vegna eðlis rannsóknarinnar mun hún taka lengri tíma en hinar goðsagnakenndu níutíu mínútur,“ sagði Lauber að lokum og vísaði til hefðbundinnar lengdar knattspyrnuleikja. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Svissneskir saksóknarar rannsaka nú 53 tilfelli meints peningaþvættis háttsettra manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Ítarlegar rannsóknir standa nú yfir og er rannsóknarefnið spilling innan FIFA. Þrír aðilar vinna saman að rannsókninni, Bandaríkin, Sviss og siðanefnd FIFA. Bandarísk yfirvöld ákærðu í maí fjórtán nú- og fyrrverandi stjórnendur innan FIFA í kjölfar þriggja ára rannsóknar FBI. Ákærurnar snúa að mútuþægni, spillingu og peningaþvætti. Yfirvöld í Sviss hófu sína eigin rannsókn í síðasta mánuði. Rannsóknin beinist gegn mönnum sem eru grunaðir um ólöglegt athæfi við kosningar um hvar skyldi halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árin 2018 og 2022. Þar til nú hafa mun minni upplýsingar verið aðgengilegar um svissnesku rannsóknina en þá bandarísku. Michael LauberMichael Lauber, ríkissaksóknari Sviss, sagði á blaðamannafundi í gær að rannsóknin væri flókin og myndi taka langan tíma. Lauber sagði teymi sitt nú þegar hafa aflað upplýsinga um 104 grunsamleg tengsl milli bankareikninga. Hann sagðist á fundinum vilja þakka svissneskum bönkum fyrir samstarfsviljann en til viðbótar við þau 104 tengsl sem rannsakendur vissu þegar af upplýstu bankarnir rannsakendur um 53 bankareikninga sem grunur liggur á að tengist peningaþvætti. Lauber sagðist ekki útiloka að yfirheyra þyrfti Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, við rannsókn málsins. Hins vegar hefur Blatter sjálfur þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð misjafnt. Hann tilkynnti fyrr í mánuðinum um afsögn sína sem forseti. Aðeins nokkrum dögum eftir endurkjör hans til embættis forseta FIFA. Lauber útskýrði fyrir viðstöddum blaðamönnum að rannsókn Svisslendinga væri aðskilin rannsókn FBI. Hann sagði að sönnunargögnum yrði ekki deilt nema óskað væri sérstaklega eftir því. „Knattspyrnuheimurinn þarf nú að sýna af sér mikla þolinmæði. Vegna eðlis rannsóknarinnar mun hún taka lengri tíma en hinar goðsagnakenndu níutíu mínútur,“ sagði Lauber að lokum og vísaði til hefðbundinnar lengdar knattspyrnuleikja.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent