Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2015 09:00 Meðal annars var því mótmælt að lög hafi verið sett á verkföll og að ríkisstjórnin hafi svikið kosningaloforð. Mynd/Stöð2 Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna, en þau eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt áður en hátíðardagskrá hófst þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp til þjóðarinnar.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson borgarstjóri var staddur á Austurvelli þegar mótmælin stóðu hæst. „Þetta var mjög sérstakt og ég man ekki eftir þessu áður,“ segir Dagur og bætir við að virða þurfi mótmælarétt fólks. „Að mótmælin hafi verið þennan dag endurspeglar ákveðið ástand sem verður að bregðast við. En þetta setti svip á hátíðina, því miður,“ segir Dagur. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað í kór „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Köllin mátti heyra greinilega. Boðað var til umræddra mótmæla í gegnum Facebook með yfirskriftinni „Ríkisstjórnina burt – vér mótmælum öll“. Mótmælt var meðal annars að lög hafi verið sett á verkföll, að ríkisstjórnin lækki skatta og gjöld á útgerðina á meðan þau fullyrði að ekki séu til peningar í túlkasjóð heyrnarlausra og að ríkisstjórnin hafi svikið kosningaloforð, hvert á fætur öðru.Guðfinna Jóhanna GuðmundsdóttirÞá var því mótmælt að Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta síðastliðinn föstudag í stað þess að taka þátt í umræðum á þingi um lagasetningu á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga. Ekki er hægt að segja að mannskapurinn á Austurvelli hafi tekið ávarpi forsætisráðherra fagnandi en undir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. „Mér finnst að það sé hægt að mótmæla flestalla aðra daga en á sjálfum þjóðhátíðardeginum. Sá dagur á að einkennast af gleði,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, en hún er ein af þeim sem finnst það óviðeigandi að mótmæla ríkisstjórninni og aðgerðum hennar á þjóðhátíðardeginum. „Það voru börn á Austurvelli og það er óþarfi að þau þurfi að upplifa reiðina sem er í samfélaginu.“Halldór Auðar SvanssonÍ lok ræðu sinnar tók Sigmundur fram að Íslendingar skyldu vinna áfram að meira jafnrétti, meira lýðræði og meiri framförum. Púað var sérstaklega hátt á Sigmund undir þessum lokaorðum. Lófatak heyrðist þegar ræðunni lauk en áfram heyrðist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem þekkt er að mótmælti yfirgangi danskra stjórnvalda. „Menn verða að hafa í huga að mótmæli af þessu tagi beinast ekki að hátíðarhöldunum sjálfum. Þetta snýst um andúð gagnvart stjórnvöldum,“ segir Halldór sem telur 17. júní ekki verri en neinn annan dag til mótmæla. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna, en þau eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt áður en hátíðardagskrá hófst þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp til þjóðarinnar.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson borgarstjóri var staddur á Austurvelli þegar mótmælin stóðu hæst. „Þetta var mjög sérstakt og ég man ekki eftir þessu áður,“ segir Dagur og bætir við að virða þurfi mótmælarétt fólks. „Að mótmælin hafi verið þennan dag endurspeglar ákveðið ástand sem verður að bregðast við. En þetta setti svip á hátíðina, því miður,“ segir Dagur. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað í kór „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Köllin mátti heyra greinilega. Boðað var til umræddra mótmæla í gegnum Facebook með yfirskriftinni „Ríkisstjórnina burt – vér mótmælum öll“. Mótmælt var meðal annars að lög hafi verið sett á verkföll, að ríkisstjórnin lækki skatta og gjöld á útgerðina á meðan þau fullyrði að ekki séu til peningar í túlkasjóð heyrnarlausra og að ríkisstjórnin hafi svikið kosningaloforð, hvert á fætur öðru.Guðfinna Jóhanna GuðmundsdóttirÞá var því mótmælt að Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta síðastliðinn föstudag í stað þess að taka þátt í umræðum á þingi um lagasetningu á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga. Ekki er hægt að segja að mannskapurinn á Austurvelli hafi tekið ávarpi forsætisráðherra fagnandi en undir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. „Mér finnst að það sé hægt að mótmæla flestalla aðra daga en á sjálfum þjóðhátíðardeginum. Sá dagur á að einkennast af gleði,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, en hún er ein af þeim sem finnst það óviðeigandi að mótmæla ríkisstjórninni og aðgerðum hennar á þjóðhátíðardeginum. „Það voru börn á Austurvelli og það er óþarfi að þau þurfi að upplifa reiðina sem er í samfélaginu.“Halldór Auðar SvanssonÍ lok ræðu sinnar tók Sigmundur fram að Íslendingar skyldu vinna áfram að meira jafnrétti, meira lýðræði og meiri framförum. Púað var sérstaklega hátt á Sigmund undir þessum lokaorðum. Lófatak heyrðist þegar ræðunni lauk en áfram heyrðist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem þekkt er að mótmælti yfirgangi danskra stjórnvalda. „Menn verða að hafa í huga að mótmæli af þessu tagi beinast ekki að hátíðarhöldunum sjálfum. Þetta snýst um andúð gagnvart stjórnvöldum,“ segir Halldór sem telur 17. júní ekki verri en neinn annan dag til mótmæla.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira