Flestir vilja spítala fyrir fé kröfuhafa Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2015 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson Meira en tveir af hverjum þremur svarendum, sem afstöðu taka, telja rétt að nýr spítali verði byggður fyrir hluta þess fjár sem fæst vegna losunar haftanna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Rétt tæplega þriðjungur svarenda vill ekki að hluti fjármunanna verði nýttur á þennan hátt. Áætlað hefur verið að ef nauðasamningar verða samþykktir geti það skilað ríkissjóði allt að 650 milljörðum króna. „Það er mikill vilji til þess að byggja nýjan spítala og ég tel að fólk líti á það sem forgangsmál. Og það er mjög gott,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um niðurstöður könnunarinnar. Guðlaugur Þór segir aftur á móti að það verði að nýta fjármunina, sem fást úr aðgerðunum við að aflétta höftunum, til að lækka skuldir. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 57 prósent aðspurðra vilja að hluti fjármunanna verði nýttur til að byggja nýjan spítala, 25 prósent vilja ekki að hluti fjármunanna verði nýttur í það, 17 prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent eru fylgjandi því að hluti fjármunanna verði nýttur til þess að byggja spítala en 31 prósent er því andvígt. Guðlaugur Þór bendir á að ef fjármunirnir verða nýttir til þess að greiða niður skuldir þýði það að vaxtakostnaður ríkissjóðs lækki. „Við erum að tala um það að árlegur vaxtakostnaður getur lækkað um 30 milljarða, hugsanlega meira. Og það er nú bara helmingurinn af byggingarkostnaði við spítala.“ Guðlaugur telur það klárt mál að forgangsraða eigi í þágu þess að byggja upp grunnþjónustuna. „Og þetta er þá eitt þeirra verkefna sem við eigum að forgangsraða í,“ segir hann.Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.249 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Meira en tveir af hverjum þremur svarendum, sem afstöðu taka, telja rétt að nýr spítali verði byggður fyrir hluta þess fjár sem fæst vegna losunar haftanna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Rétt tæplega þriðjungur svarenda vill ekki að hluti fjármunanna verði nýttur á þennan hátt. Áætlað hefur verið að ef nauðasamningar verða samþykktir geti það skilað ríkissjóði allt að 650 milljörðum króna. „Það er mikill vilji til þess að byggja nýjan spítala og ég tel að fólk líti á það sem forgangsmál. Og það er mjög gott,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um niðurstöður könnunarinnar. Guðlaugur Þór segir aftur á móti að það verði að nýta fjármunina, sem fást úr aðgerðunum við að aflétta höftunum, til að lækka skuldir. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 57 prósent aðspurðra vilja að hluti fjármunanna verði nýttur til að byggja nýjan spítala, 25 prósent vilja ekki að hluti fjármunanna verði nýttur í það, 17 prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent eru fylgjandi því að hluti fjármunanna verði nýttur til þess að byggja spítala en 31 prósent er því andvígt. Guðlaugur Þór bendir á að ef fjármunirnir verða nýttir til þess að greiða niður skuldir þýði það að vaxtakostnaður ríkissjóðs lækki. „Við erum að tala um það að árlegur vaxtakostnaður getur lækkað um 30 milljarða, hugsanlega meira. Og það er nú bara helmingurinn af byggingarkostnaði við spítala.“ Guðlaugur telur það klárt mál að forgangsraða eigi í þágu þess að byggja upp grunnþjónustuna. „Og þetta er þá eitt þeirra verkefna sem við eigum að forgangsraða í,“ segir hann.Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.249 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira