Vantar sterkari kvenpersónur: Fyrirmyndirnar mega alveg vera óþekkar 20. júní 2015 09:00 Geena Davis hefur undanfarin ár lagt sitt af mörkum í jafnréttisbaráttunni í Hollywood og hélt erindi um það á ráðstefnu WE 2015. Hún segir mikilvægt að kenna börnum strax að strákar og stelpur séu jafn verðmæt með því að hafa jafnt hlutfall kynjanna í barnaefni. visir/valli Stórleikkonan Geena Davis er stödd hér á landi til að taka þátt í ráðstefnunni WE 2015. Þar flutti hún erindi í gær um sitt hjartans mál: Kvenhlutverk í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Árið 2004 stofnaði hún Geena Davis Institute on Gender in Media og hefur stofnunin verið leiðandi í rannsóknum á kynjahlutfalli og staðalmyndum í kvikmyndum og þá sérstaklega barnaefni. Niðurstöðurnar eru sláandi. Í fjölskyldumyndum er til að mynda ein kvenpersóna á móti hverjum þremur karlpersónum. Geena segir þetta hafa áhrif á stúlkur enda læri þær smátt og smátt að konur eigi að láta lítið fyrir sér fara. En hvað varð til þess að hún fór að beina sjónum sínum að þessum málum? „Þegar ég var að hefja minn leikferil voru leikkonur eins og Meryl Streep, Jessica Lange og Sally Field að leika sterkar konur í kvikmyndum og ég fékk á tilfinninguna að kvenhlutverk væru að verða sterkari og fyrirferðarmeiri. En svo breytti kvikmyndin Thelma & Louise lífi mínu. Við vissum að þetta væri frábært handrit með sterkum kvenhlutverkum en við bjuggumst ekki við þessum viðbrögðum.Geena Davis ásamt Susan Sarandon í Thelma & Louise sem sýnd var 1991.Það hreinlega sprakk allt þegar myndin var sýnd. Gagnrýnendur og greinendur voru eitthvað neikvæðir í garð óþekku kvennanna en það sem skipti öllu máli voru viðbrögð kvenna. Þær urðu alveg upprifnar, vildu ræða myndina, sögðu að myndin hefði breytt lífi sínu og urðu svo innblásnar. Ég varð fyrir vitundarvakningu þegar ég sá hversu mikil áhrif kvenhlutverk geta haft á konur, hvað það er mikilvægt að til séu kvenpersónur sem hreyfi við fólki.“Stelpurnar eru augnakonfekt Geena varð í framhaldinu meðvitaðri um konur í fjölmiðlum. Hún fékk algjört áfall þegar hún byrjaði að horfa á barnaefni með dóttur sinni og uppgötvaði hversu fáar kvenpersónur eru í fjölskyldumyndum. Það skorti ekki eingöngu sterkar kvenpersónur heldur komst hún að því með hausatalningu að kvenpersónur voru mun færri sem aukapersónur og í hópatriðum. Hún ræddi þetta við samstarfsfélaga í Hollywood og komst að því að enginn hafði í raun veitt þessu athygli. Þá setti hún á fót stofnunina og lét gera rannsóknir til að framleiðendur, leikstjórar og framkvæmdastjórar sæju þessa skekkju svart á hvítu. „Staðreyndin er sú að hlutfall kvenna er of lágt á næstum öllum áberandi sviðum samfélagsins. Hlutfall kvenna í lögfræðistéttinni, fjölmiðlum, á þingi og í stjórnendastöðum í hernum er alltaf í kringum 17 prósent. Og hvert ætli hlutfall kvenna sé í hópatriðum í kvikmyndum? 17 prósent. Í öllum þessum tilbúnu veröldum í barnaefni, í sjávarríkinu, í geimnum og meðal villtra dýra í frumskóginum þá eru örfáar kvenpersónur. Og tilgangurinn með kvenpersónunum er í flestum tilfellum að vera augnakonfekt. Hvaða skilaboð sendum við strákum og stelpum með þessu? Við segjum að þau séu ekki jafn verðmæt. Að stúlkum sé ekki ætlaður helmingurinn af plássinu, heldur bara 17 prósent. Þar af leiðandi minnkar sjálfsöryggi stúlkna en sjálfsöryggi drengja vex – jafnvel of mikið.“ Úr The long kiss goodnight.Fylla skjáinn af sterkum konum Geena segist vita vel að þetta endurspegli ójafnvægið í raunveruleikanum og að því miður getum við ekki smellt fingrum og breytt kynjahlutfallinu meðal leiðtoga heimsins. „En við getum hins vegar breytt veröldinni á skjánum á einni nóttu. Þar getum við skapað jafnvægi og búið til nýja framtíð fyrir börnin. Ef kvikmyndaframleiðendur eru til í að fjölga aðalhlutverkum fyrir konur – þá guð blessi þá – og endilega ráðið mig í hlutverkið. En auðveldasta leiðin er einfaldlega að breyta karlhlutverkum í kvenhlutverk. Strika yfir John og skrifa Joan. Leigubílstjórinn verður kona, einnig bankastarfsmenn og stjórnmálamenn. Mikilvægast er að breyta stjórnendum í konur. Það eru nefnilega mjög fáir kvenframkvæmdastjórar í heiminum en við getum haft þá alveg rosalega marga í kvikmyndum. Við breytum ekki heiminum á einum degi – en við getum svo sannarlega haft áhrif á fyrirmyndirnar. Því að ef stelpurnar sjá það, þá geta þær orðið það.“ Geena leikur fyrsta kvenforsetann í Bandaríkjunum í þáttaröðinni Commander in ChiefÞurfa ekkert að vera englar Geena ákvað sjálf eftir að hún fann viðbrögðin við Thelmu og Louise að velja sín hlutverk með það í huga hvaða áhrif persónan hefur á konur og hvaða skilaboð hún sendi til áhorfenda. „Og þetta þurfa ekki endilega alltaf að vera æðislega góðar stelpur eða heilbrigðar fyrirmyndir. Þetta þurfa að vera áhugaverðar persónur, litríkar og sterkar, og það sem er mikilvægast: Þær þurfa að hafa stjórn á eigin lífi. Því miður þá finnst mér dýpt kvenpersóna fara minnkandi og staðalmyndirnar vera orðnar ansi áberandi. Kvenpersónur eru í auknum mæli kyngerðar og þá sérstaklega yngri persónur, jafnvel börn, sem mér finnst mjög alvarlegt. Einnig hefur ofbeldið gegn kvenpersónum aukist. En sem betur fer eru til flottar persónur líka, í myndum eins og The Hunger Games og Frozen, enda voru þær gífurlega vinsælar bæði hjá strákum og stelpum.“Mýtur um „kvennamyndir“ Geena hefur farið í margar heimsóknir til Disney og annarra framleiðenda barnaefnis og hefur henni verið tekið vel. En af hverju sjáum við þá ekki dramatískari breytingar á barnaefninu? „Ég hef engar rannsóknarniðurstöður í höndunum þannig að ég get eingöngu getið mér til um það. Ég held það tengist þeirri óskrifuðu reglu í Hollywood að konur horfi á karlmenn í kvikmyndum en karlmenn nenni ekki að horfa á konur. Ég held að stjórnendur séu svolítið fastir í þessari mýtu – af því að þetta er svo sannarlega mýta! En þetta hefur orðið til þess að allar myndir um konur eru dæmdar svo harkalega og ef mynd um konur fær slæma dóma og lélega aðsókn þá er alltaf sagt að það hafi verið út af því að hún var um konur. Sem er náttúrulega bara bull. En ástæðan fyrir því að kvenframleiðendur og leikstjórar ná ekki að stíga eins mikið fram með sitt efni og æskilegt væri er vegna fjáröflunar. Það er hreinlega þrisvar til fjórum sinnum erfiðara fyrir konur að fá fjármagn til að gera stóru kvikmyndirnar.“ Geena leikur Dr. Nicole Herman í 11. þáttaröðinni af Grey's AnatomyForeldrar hafa áhrif En hvað getum við venjulega fólkið – neytendur – gert til að breyta þessari skekkju á skjánum? „Í fyrsta lagi er gott að verða meðvitaður um þetta og taka eftir kynjahlutföllum í sjónvarpsefni. Ég er hér með mögulega búin að eyðileggja sjónvarpsáhorf fyrir þér, því að trúðu mér, maður verður mjög upptekinn af þessu. En hausatalningin er mikilvæg og að ræða niðurstöðurnar við fólk – vekja athygli á þeim. Einnig er mikilvægt að horfa á barnaefni með börnunum og ræða hvað er í gangi. Ég horfði á sjónvarpið með dóttur minni og spurði gagnrýnna spurninga eins og: Af hverju ætli það sé bara ein stelpa í hópnum? Hvaða persóna myndir þú vilja vera? Af hverju er hún í þessum fötum fyrst hún er að fara að bjarga einhverjum? Svo eru strákarnir hinn helmingurinn af þessu. Strákar þurfa líka að sjá stelpur gera mikilvæga hluti og taka sér pláss. Því er gott að hvetja stráka til að horfa á myndir með stelpuhetjum. Svo þurfum við sem foreldrar að horfast í augu við okkar ómeðvituðu fordóma. Til dæmis er Dóra landkönnuður mjög vinsælt barnaefni sem bæði strákar og stelpur horfa á. En foreldrar kaupa ekki Dóru-dótið handa strákunum. Marga stráka langar í bakpokann en af því að hann er fjólublár er hann ekki keyptur handa þeim. Ég er því með skilaboð til foreldra: Kaupið bakpokann!“ Hvað er þetta Free the nipple? En hvernig finnst þér staðan vera í dag og hver eru næstu skref? „Ég er mjög bjartsýn því viðbrögðin hafa verið svo góð. Það hafa verið sýndar kvikmyndir sem við höfðum áhrif á og nokkrar eru væntanlegar. Við gerðum könnun meðal stjórnenda í Hollywood og 68 prósent segja að rannsóknir okkar hafi haft áhrif á tvö verkefni. 46 prósent þeirra segja að þær hafi haft áhrif á fjögur verkefni. Þetta er nefnilega svo auðvelt. Svo ótrúlega einfalt og auðvelt.“ Geena ætlar að dvelja á landinu næstu vikuna ásamt eiginmanni og börnum. „Við ætlum að skoða þetta fallega land og njóta þess að vera í fríi. Svo þarf ég að kynna mér betur þetta „Free the nipple“-dæmi sem ég hef heyrt af. Ég hef á tilfinningunni að íslenskar konur séu mér að skapi.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Stórleikkonan Geena Davis er stödd hér á landi til að taka þátt í ráðstefnunni WE 2015. Þar flutti hún erindi í gær um sitt hjartans mál: Kvenhlutverk í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Árið 2004 stofnaði hún Geena Davis Institute on Gender in Media og hefur stofnunin verið leiðandi í rannsóknum á kynjahlutfalli og staðalmyndum í kvikmyndum og þá sérstaklega barnaefni. Niðurstöðurnar eru sláandi. Í fjölskyldumyndum er til að mynda ein kvenpersóna á móti hverjum þremur karlpersónum. Geena segir þetta hafa áhrif á stúlkur enda læri þær smátt og smátt að konur eigi að láta lítið fyrir sér fara. En hvað varð til þess að hún fór að beina sjónum sínum að þessum málum? „Þegar ég var að hefja minn leikferil voru leikkonur eins og Meryl Streep, Jessica Lange og Sally Field að leika sterkar konur í kvikmyndum og ég fékk á tilfinninguna að kvenhlutverk væru að verða sterkari og fyrirferðarmeiri. En svo breytti kvikmyndin Thelma & Louise lífi mínu. Við vissum að þetta væri frábært handrit með sterkum kvenhlutverkum en við bjuggumst ekki við þessum viðbrögðum.Geena Davis ásamt Susan Sarandon í Thelma & Louise sem sýnd var 1991.Það hreinlega sprakk allt þegar myndin var sýnd. Gagnrýnendur og greinendur voru eitthvað neikvæðir í garð óþekku kvennanna en það sem skipti öllu máli voru viðbrögð kvenna. Þær urðu alveg upprifnar, vildu ræða myndina, sögðu að myndin hefði breytt lífi sínu og urðu svo innblásnar. Ég varð fyrir vitundarvakningu þegar ég sá hversu mikil áhrif kvenhlutverk geta haft á konur, hvað það er mikilvægt að til séu kvenpersónur sem hreyfi við fólki.“Stelpurnar eru augnakonfekt Geena varð í framhaldinu meðvitaðri um konur í fjölmiðlum. Hún fékk algjört áfall þegar hún byrjaði að horfa á barnaefni með dóttur sinni og uppgötvaði hversu fáar kvenpersónur eru í fjölskyldumyndum. Það skorti ekki eingöngu sterkar kvenpersónur heldur komst hún að því með hausatalningu að kvenpersónur voru mun færri sem aukapersónur og í hópatriðum. Hún ræddi þetta við samstarfsfélaga í Hollywood og komst að því að enginn hafði í raun veitt þessu athygli. Þá setti hún á fót stofnunina og lét gera rannsóknir til að framleiðendur, leikstjórar og framkvæmdastjórar sæju þessa skekkju svart á hvítu. „Staðreyndin er sú að hlutfall kvenna er of lágt á næstum öllum áberandi sviðum samfélagsins. Hlutfall kvenna í lögfræðistéttinni, fjölmiðlum, á þingi og í stjórnendastöðum í hernum er alltaf í kringum 17 prósent. Og hvert ætli hlutfall kvenna sé í hópatriðum í kvikmyndum? 17 prósent. Í öllum þessum tilbúnu veröldum í barnaefni, í sjávarríkinu, í geimnum og meðal villtra dýra í frumskóginum þá eru örfáar kvenpersónur. Og tilgangurinn með kvenpersónunum er í flestum tilfellum að vera augnakonfekt. Hvaða skilaboð sendum við strákum og stelpum með þessu? Við segjum að þau séu ekki jafn verðmæt. Að stúlkum sé ekki ætlaður helmingurinn af plássinu, heldur bara 17 prósent. Þar af leiðandi minnkar sjálfsöryggi stúlkna en sjálfsöryggi drengja vex – jafnvel of mikið.“ Úr The long kiss goodnight.Fylla skjáinn af sterkum konum Geena segist vita vel að þetta endurspegli ójafnvægið í raunveruleikanum og að því miður getum við ekki smellt fingrum og breytt kynjahlutfallinu meðal leiðtoga heimsins. „En við getum hins vegar breytt veröldinni á skjánum á einni nóttu. Þar getum við skapað jafnvægi og búið til nýja framtíð fyrir börnin. Ef kvikmyndaframleiðendur eru til í að fjölga aðalhlutverkum fyrir konur – þá guð blessi þá – og endilega ráðið mig í hlutverkið. En auðveldasta leiðin er einfaldlega að breyta karlhlutverkum í kvenhlutverk. Strika yfir John og skrifa Joan. Leigubílstjórinn verður kona, einnig bankastarfsmenn og stjórnmálamenn. Mikilvægast er að breyta stjórnendum í konur. Það eru nefnilega mjög fáir kvenframkvæmdastjórar í heiminum en við getum haft þá alveg rosalega marga í kvikmyndum. Við breytum ekki heiminum á einum degi – en við getum svo sannarlega haft áhrif á fyrirmyndirnar. Því að ef stelpurnar sjá það, þá geta þær orðið það.“ Geena leikur fyrsta kvenforsetann í Bandaríkjunum í þáttaröðinni Commander in ChiefÞurfa ekkert að vera englar Geena ákvað sjálf eftir að hún fann viðbrögðin við Thelmu og Louise að velja sín hlutverk með það í huga hvaða áhrif persónan hefur á konur og hvaða skilaboð hún sendi til áhorfenda. „Og þetta þurfa ekki endilega alltaf að vera æðislega góðar stelpur eða heilbrigðar fyrirmyndir. Þetta þurfa að vera áhugaverðar persónur, litríkar og sterkar, og það sem er mikilvægast: Þær þurfa að hafa stjórn á eigin lífi. Því miður þá finnst mér dýpt kvenpersóna fara minnkandi og staðalmyndirnar vera orðnar ansi áberandi. Kvenpersónur eru í auknum mæli kyngerðar og þá sérstaklega yngri persónur, jafnvel börn, sem mér finnst mjög alvarlegt. Einnig hefur ofbeldið gegn kvenpersónum aukist. En sem betur fer eru til flottar persónur líka, í myndum eins og The Hunger Games og Frozen, enda voru þær gífurlega vinsælar bæði hjá strákum og stelpum.“Mýtur um „kvennamyndir“ Geena hefur farið í margar heimsóknir til Disney og annarra framleiðenda barnaefnis og hefur henni verið tekið vel. En af hverju sjáum við þá ekki dramatískari breytingar á barnaefninu? „Ég hef engar rannsóknarniðurstöður í höndunum þannig að ég get eingöngu getið mér til um það. Ég held það tengist þeirri óskrifuðu reglu í Hollywood að konur horfi á karlmenn í kvikmyndum en karlmenn nenni ekki að horfa á konur. Ég held að stjórnendur séu svolítið fastir í þessari mýtu – af því að þetta er svo sannarlega mýta! En þetta hefur orðið til þess að allar myndir um konur eru dæmdar svo harkalega og ef mynd um konur fær slæma dóma og lélega aðsókn þá er alltaf sagt að það hafi verið út af því að hún var um konur. Sem er náttúrulega bara bull. En ástæðan fyrir því að kvenframleiðendur og leikstjórar ná ekki að stíga eins mikið fram með sitt efni og æskilegt væri er vegna fjáröflunar. Það er hreinlega þrisvar til fjórum sinnum erfiðara fyrir konur að fá fjármagn til að gera stóru kvikmyndirnar.“ Geena leikur Dr. Nicole Herman í 11. þáttaröðinni af Grey's AnatomyForeldrar hafa áhrif En hvað getum við venjulega fólkið – neytendur – gert til að breyta þessari skekkju á skjánum? „Í fyrsta lagi er gott að verða meðvitaður um þetta og taka eftir kynjahlutföllum í sjónvarpsefni. Ég er hér með mögulega búin að eyðileggja sjónvarpsáhorf fyrir þér, því að trúðu mér, maður verður mjög upptekinn af þessu. En hausatalningin er mikilvæg og að ræða niðurstöðurnar við fólk – vekja athygli á þeim. Einnig er mikilvægt að horfa á barnaefni með börnunum og ræða hvað er í gangi. Ég horfði á sjónvarpið með dóttur minni og spurði gagnrýnna spurninga eins og: Af hverju ætli það sé bara ein stelpa í hópnum? Hvaða persóna myndir þú vilja vera? Af hverju er hún í þessum fötum fyrst hún er að fara að bjarga einhverjum? Svo eru strákarnir hinn helmingurinn af þessu. Strákar þurfa líka að sjá stelpur gera mikilvæga hluti og taka sér pláss. Því er gott að hvetja stráka til að horfa á myndir með stelpuhetjum. Svo þurfum við sem foreldrar að horfast í augu við okkar ómeðvituðu fordóma. Til dæmis er Dóra landkönnuður mjög vinsælt barnaefni sem bæði strákar og stelpur horfa á. En foreldrar kaupa ekki Dóru-dótið handa strákunum. Marga stráka langar í bakpokann en af því að hann er fjólublár er hann ekki keyptur handa þeim. Ég er því með skilaboð til foreldra: Kaupið bakpokann!“ Hvað er þetta Free the nipple? En hvernig finnst þér staðan vera í dag og hver eru næstu skref? „Ég er mjög bjartsýn því viðbrögðin hafa verið svo góð. Það hafa verið sýndar kvikmyndir sem við höfðum áhrif á og nokkrar eru væntanlegar. Við gerðum könnun meðal stjórnenda í Hollywood og 68 prósent segja að rannsóknir okkar hafi haft áhrif á tvö verkefni. 46 prósent þeirra segja að þær hafi haft áhrif á fjögur verkefni. Þetta er nefnilega svo auðvelt. Svo ótrúlega einfalt og auðvelt.“ Geena ætlar að dvelja á landinu næstu vikuna ásamt eiginmanni og börnum. „Við ætlum að skoða þetta fallega land og njóta þess að vera í fríi. Svo þarf ég að kynna mér betur þetta „Free the nipple“-dæmi sem ég hef heyrt af. Ég hef á tilfinningunni að íslenskar konur séu mér að skapi.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira