Innlent

Krefjast aðgerða gegn Íslandi

Snærós Sindradóttir skrifar
Bréf samtakanna snýr að ferðum skips á vegum Hvals hf.
Bréf samtakanna snýr að ferðum skips á vegum Hvals hf. vísir/gva
Ríflega tuttugu umhverfis- og dýraverndunarsamtök hafa sent Bandaríkjaforseta, Barack Obama, bréf þess efnis að grípa eigi til aðgerða gegn Íslandi vegna hvalveiða.

Í bréfinu, sem dagsett er þann 15. júní síðastliðinn, er rakin för fraktskipsins Winter Bay sem er í eigu Hvals hf.

Skipið er að öllum líkindum á leið til Japans með hvalkjöt til sölu. Áfangastaður þess er þó skráður St. Kitts í Karíbahafi.

Samtökin, þar á meðal Greenpeace, krefjast tafarlausra viðskiptaþvingana á þau fyrirtæki sem versla með hvalkjöt hérlendis. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×