Innlent

Vilja aukin réttindi fatlaðra

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, hvetur landsmenn til þátttöku í áskoruninni.
Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, hvetur landsmenn til þátttöku í áskoruninni. vísir/gva
Öryrkjabandalag Íslands stendur nú að undirskriftasöfnun til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eigi síðar en á haustþingi 2015.

Samningurinn var undirritaður af íslenskum stjórnvöldum 2007 og hefur tekið gildi í 151 ríki. Fjögur Evrópulönd eiga eftir að fullgilda hann, Ísland, Finnland, Írland og Holland.

Meðal réttinda sem eru tryggð í samningnum er réttur til framfærslu, annarrar félagslegrar aðstoðar og réttur til vinnu á vinnumarkaði án aðgreiningar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×