Útilokar ekki Íslandsmetstilraun hjá Anítu í Mannheim Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2015 08:30 Aníta setti Íslandsmet í 800 m hlaupi á Junioren Gala-mótinu í Mannheim árið 2012. vísir/Stefán Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir er klár í slaginn fyrir Junioren Gala-mótið í Mannheim um helgina, en meiðslin sem komu í veg fyrir að hún gæti hlaupið 1.500 metrana á Evrópumóti landsliða um síðustu helgi eru ekki alvarleg. „Hún fékk í lærið fyrir mótið í Búlgaríu þannig það var ekki tekin áhætta á að láta hana hlaupa bæði laugardag og sunnudag,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, við Fréttablaðið. Hinn glaðbeitti Gunnar var einmitt staddur í Heiðmörk á æfingu með Anítu þegar blaðamaður náði í hann móðan og másandi. „Ég er ekki alveg í jafn góðu formi og hún,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvað þau séu að gera í Heiðmörk svarar þjálfarinn: „Við notum mikið malarstígana hérna og það hef ég gert lengi. Það eru brekkur í Heiðmörk sem gefa styrk og svo er gott að vera ekki alltaf á harðri hlaupabrautinni.“ Gunnar Páll segir Anítu vera í góðu formi en meiðslin hafi komið í veg fyrir nokkrar „gæðaæfingar“ í aðdraganda Evrópumóts landsliða og það hjálpaði augljóslega ekki til við undirbúninginn. Aníta á góðar minningar frá mótinu í Mannheim en þar setti hún Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi (2:00,49 mínútur) fyrir þremur árum. Hún vann mótið síðast í fyrra. „Ég myndi segja að möguleikarnir væru 50-50,“ segir Gunnar Páll aðspurður hvort Aníta geti gert atlögu að Íslandsmetinu á sunnudaginn í Mannheim. „Hún var í metformi en svo gerðist þetta fyrir Evrópumótið og þá missti hún úr lykilæfingar. Ég útiloka ekki að allt geti gengið upp. Það hefur eflaust góð áhrif á Anítu að hlaupa þarna þar sem hún á góðar minningar frá þessum stað. Ef skrokkurinn er tilbúinn ætti það að gefa henni eitthvað auka,“ segir Gunnar Páll. Kuldakastið fyrir og í kringum Smáþjóðaleikana gerði æfingar Anítu ekkert betri. „Kuldakaflinn fór illa í okkar öll. Þegar maður verður að taka þessar gæðaæfingar í kulda og roki er maður bara að bjóða hættunni heim,“ segir Gunnar Páll. Eftir Mannheim taka við rúmar tvær vikur af stífum æfingum fyrir Evrópumót unglinga 19 ára og yngri sem fram fer í Svíþjóð. Aníta vann það mót nokkuð óvænt fyrir tveimur árum. „Hún er sigurstranglegust þar að þessu sinni og allir vilja vinna hana sem er eitthvað sem þarf að tækla. Ég sé ekki betur en að hún verði í súperformi í Svíþjóð en það er smá óvissa með Mannheim,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir er klár í slaginn fyrir Junioren Gala-mótið í Mannheim um helgina, en meiðslin sem komu í veg fyrir að hún gæti hlaupið 1.500 metrana á Evrópumóti landsliða um síðustu helgi eru ekki alvarleg. „Hún fékk í lærið fyrir mótið í Búlgaríu þannig það var ekki tekin áhætta á að láta hana hlaupa bæði laugardag og sunnudag,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, við Fréttablaðið. Hinn glaðbeitti Gunnar var einmitt staddur í Heiðmörk á æfingu með Anítu þegar blaðamaður náði í hann móðan og másandi. „Ég er ekki alveg í jafn góðu formi og hún,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvað þau séu að gera í Heiðmörk svarar þjálfarinn: „Við notum mikið malarstígana hérna og það hef ég gert lengi. Það eru brekkur í Heiðmörk sem gefa styrk og svo er gott að vera ekki alltaf á harðri hlaupabrautinni.“ Gunnar Páll segir Anítu vera í góðu formi en meiðslin hafi komið í veg fyrir nokkrar „gæðaæfingar“ í aðdraganda Evrópumóts landsliða og það hjálpaði augljóslega ekki til við undirbúninginn. Aníta á góðar minningar frá mótinu í Mannheim en þar setti hún Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi (2:00,49 mínútur) fyrir þremur árum. Hún vann mótið síðast í fyrra. „Ég myndi segja að möguleikarnir væru 50-50,“ segir Gunnar Páll aðspurður hvort Aníta geti gert atlögu að Íslandsmetinu á sunnudaginn í Mannheim. „Hún var í metformi en svo gerðist þetta fyrir Evrópumótið og þá missti hún úr lykilæfingar. Ég útiloka ekki að allt geti gengið upp. Það hefur eflaust góð áhrif á Anítu að hlaupa þarna þar sem hún á góðar minningar frá þessum stað. Ef skrokkurinn er tilbúinn ætti það að gefa henni eitthvað auka,“ segir Gunnar Páll. Kuldakastið fyrir og í kringum Smáþjóðaleikana gerði æfingar Anítu ekkert betri. „Kuldakaflinn fór illa í okkar öll. Þegar maður verður að taka þessar gæðaæfingar í kulda og roki er maður bara að bjóða hættunni heim,“ segir Gunnar Páll. Eftir Mannheim taka við rúmar tvær vikur af stífum æfingum fyrir Evrópumót unglinga 19 ára og yngri sem fram fer í Svíþjóð. Aníta vann það mót nokkuð óvænt fyrir tveimur árum. „Hún er sigurstranglegust þar að þessu sinni og allir vilja vinna hana sem er eitthvað sem þarf að tækla. Ég sé ekki betur en að hún verði í súperformi í Svíþjóð en það er smá óvissa með Mannheim,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti