Hið opinbera og einkaaðilar starfi saman að undirbúningi nýs vallar Jón Hákon Halldórsson og Sveinn Arnarsson skrifa 26. júní 2015 07:00 Möguleg flugvallarstæði. Stýrihópur um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum næsta vetur auk þess sem rekstrarskilyrði verði metin. Náist samstaða um það leggur stýrihópurinn til að stofnað verði sameiginlegt undirbúningsfélag í þessu skyni. Kannaðar verði forsendur þess að undirbúningur og möguleg uppbygging flugvallarins verði í samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Þetta eru meginniðurstöður hópsins sem skipaður var þann 25. október 2013. Í samkomulaginu fólst að kannaðir yrðu aðrir kostir en framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri. Einnig voru aðilar sammála um að fyrsti kosturinn væri flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu.Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson fyrir hönd Hjartans í Vatnsmýri ásamt borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.Auk þess að kanna flugvallarskilyrði í Hvassahrauni telur stýrihópurinn nauðsynlegt að náð verði samkomulagi um að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði tryggt á meðan nauðsynlegur undirbúningur og eftir atvikum framkvæmdir fara fram. Að sama skapi þurfi að eyða óvissu um framtíð æfinga-, kennslu- og einkaflugs.Könnun stýrihópsins sneri að fjórum nýjum flugvallarstæðum. Þau eru Bessastaðanes, Hólmsheiði, Hvassahraun og Löngusker. Þá ákvað stýrihópurinn að skoða einnig breyttar útfærslur á legu flugbrauta í Vatnsmýri.Ragna Árnadóttir, lögfræðingur og formaður nefndarinnar, telur að allir þeir staðir sem kannaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem er núna í Vatnsmýrinni. Þeir geta líka verið varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll eins og reyndin hefur verið með Reykjavíkurflugvöll í dag. Blindað flug inn á Hólmsheiði sé þó takmarkað við eina braut sem dragi úr notagildi vallarins sem varaflugvallar. „Samkvæmt okkar gögnum kemur Hólmsheiði lakar út en aðrir kostir að því er varðar nálægð við fjöll, veðurfar og hæð yfir sjávarmáli. Hólmsheiði og Hvassahraun eru í mestri fjarlægð frá búsetumiðju af þeim kostum sem skoðaðir voru,“ sagði hún.Ragna benti á að á Bessastaðanesi og Lönguskerjum þurfi að taka veigamikla umhverfisþætti með í reikninginn. Auk þess sem Löngusker séu óneitanlega dýrasti kosturinn. „Á Bessastaðanesi er rými fyrir flugvöllinn og flugstöðvarbyggingar sem nú eru í Vatnsmýrinni en þróunarmöguleikar eru takmarkaðir. Og það má segja sömu sögu um Löngusker en þar yrðu flugbrautir ekki lengri og athafnasvæðið stækkað nema með dýrum landfyllingum,“ segir Ragna. Þá sýni vinna stýrihópsins að breyttar útfærslur í Vatnsmýrinni jafngildi því að byggja nýjan flugvöll kostnaðarlega og séu þar að auki flókinn kostur út frá umhverfisþáttum.Ragna Árnadóttir kynnti skýrsluna á fundi í Nauthól í gær.Vísir/Ernir„Hvassahraun kemur vel út í samanburði við aðra flugvallarkosti þegar litið er til þátta eins og veðurs, rýmis, kostnaðar og umhverfismála. Það kemur líka best út þegar horft er til möguleika flugvallarstæða til að taka á móti flugumferð sem er umfram það sem nú er í Vatnsmýrinni. Hvassahraun er þess vegna sá kostur sem við teljum að hafi mesta þróunarmöguleika til framtíðar,“ sagði Ragna. Nothæfisstuðullinn er mjög hár í Hvassahrauni. Sá stuðull segir til um í hversu mörgum tilfellum er minna en þrettán hnúta hliðarvindur á flugbrautirnar. Hvassahraun hefur aftur á móti ókosti þegar kemur að sjúkraflugi. Eins og staðan er í dag er meðaltími allra flutninga frá flugvelli og á spítala um 5-6 mínútur hvort sem ekið er á Landspítalann á Hringbraut eða í Fossvogi. Almennt sé ekki ekið með bláum ljósum frá flugvelli á spítala. Sá flugvallarkostur sem er lengst frá LSH-Hringbraut og LSH-Fossvogi er Hvassahraun. Búist er við að ferðatími með sjúkrabíl frá flugvelli á LSH lengist um 7,5-11,5 mínútur frá því sem nú er ef flugvöllur verður byggður í Hvassahrauni í stað Vatnsmýrar. Ragna sagði að það þyrfti að skoða ýmis atriði betur varðandi flugvöllinn í Hvassahrauni. „Þar á meðal mögulegar mótvægisaðgerðir vegna sjúkraflutninga.“ Bergur Álfþórsson, formaður bæjarráðs Voga á Vatnsleysuströnd.Bergur Álfþórsson, formaður bæjarráðs Voga á Vatnsleysuströnd, segir flugvallarstæðið í Hvassahrauni vera að hluta til í landi Voga og að hluta til í landi Hafnarfjarðar. Hann segir þetta koma sér á óvart að sumu leyti og telur alls óvíst hvort þetta verði að lokum að veruleika. „Ég á hins vegar ekki von á því að sveitarfélagið sem slíkt fari neitt að setja sig upp á móti því að fá þennan flugvöll, það er bara svo langur vegur í það að hugmyndina verði farið að ræða af einhverri alvöru. En þetta myndi líklega skapa tekjur fyrir bæjarfélagið. Ef við hugsum þetta út frá því eru þeir meira en velkomnir með hann hingað, en það er svo margt órætt, umhverfisþáttur og annað,“ segir Bergur. Njáll Trausti Friðbertsson, einn forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýri telur niðurstöðuna óheppilega. „Hjartað í Vatnsmýri hefur alltaf lagt upp með að Rögnunefndin ætti að finna jafngóða eða betri lausn en Reykjavíkurflugvöllur er í dag. Ef viðbraðgstími sjúkraflugs lengist um átta mínútur er greinilegt að þau markmið nást ekki. Þá þurfum við að horfa á aðra lausn varðandi flugvallarstæði eða nýja staðsetningu fyrir miðlægt sjúkrahús allra landsmanna,“ segir Njáll Trausti. Tengdar fréttir Rögnunefndin: Áætlaður stofnkostnaður flugvallar í Hvassahrauni 22 til 25 milljarðar Verði farið í breytingar á núverandi flugvelli í Vatnsmýri er áætlaður stofnkostnaður um 18 til 32 milljarðar króna. 25. júní 2015 14:36 Rögnunefnd hefur lokið störfum: Lestu skýrsluna í heild sinni Hvassahraun var talið besti staðurinn undir nýjan innanlandsflugvöll. 25. júní 2015 14:43 Sjúkraflutningar gætu lengst um allt að tólf mínútur Af þeim flugvallarkostum sem fjallað er um í skýrslu Rögnunefndarinnar svokölluðu er Hvassahraun lengst frá Landspítalanum við Hringbraut sem og í Fossvogi. 25. júní 2015 16:36 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Stýrihópur um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum næsta vetur auk þess sem rekstrarskilyrði verði metin. Náist samstaða um það leggur stýrihópurinn til að stofnað verði sameiginlegt undirbúningsfélag í þessu skyni. Kannaðar verði forsendur þess að undirbúningur og möguleg uppbygging flugvallarins verði í samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Þetta eru meginniðurstöður hópsins sem skipaður var þann 25. október 2013. Í samkomulaginu fólst að kannaðir yrðu aðrir kostir en framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri. Einnig voru aðilar sammála um að fyrsti kosturinn væri flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu.Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson fyrir hönd Hjartans í Vatnsmýri ásamt borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.Auk þess að kanna flugvallarskilyrði í Hvassahrauni telur stýrihópurinn nauðsynlegt að náð verði samkomulagi um að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði tryggt á meðan nauðsynlegur undirbúningur og eftir atvikum framkvæmdir fara fram. Að sama skapi þurfi að eyða óvissu um framtíð æfinga-, kennslu- og einkaflugs.Könnun stýrihópsins sneri að fjórum nýjum flugvallarstæðum. Þau eru Bessastaðanes, Hólmsheiði, Hvassahraun og Löngusker. Þá ákvað stýrihópurinn að skoða einnig breyttar útfærslur á legu flugbrauta í Vatnsmýri.Ragna Árnadóttir, lögfræðingur og formaður nefndarinnar, telur að allir þeir staðir sem kannaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem er núna í Vatnsmýrinni. Þeir geta líka verið varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll eins og reyndin hefur verið með Reykjavíkurflugvöll í dag. Blindað flug inn á Hólmsheiði sé þó takmarkað við eina braut sem dragi úr notagildi vallarins sem varaflugvallar. „Samkvæmt okkar gögnum kemur Hólmsheiði lakar út en aðrir kostir að því er varðar nálægð við fjöll, veðurfar og hæð yfir sjávarmáli. Hólmsheiði og Hvassahraun eru í mestri fjarlægð frá búsetumiðju af þeim kostum sem skoðaðir voru,“ sagði hún.Ragna benti á að á Bessastaðanesi og Lönguskerjum þurfi að taka veigamikla umhverfisþætti með í reikninginn. Auk þess sem Löngusker séu óneitanlega dýrasti kosturinn. „Á Bessastaðanesi er rými fyrir flugvöllinn og flugstöðvarbyggingar sem nú eru í Vatnsmýrinni en þróunarmöguleikar eru takmarkaðir. Og það má segja sömu sögu um Löngusker en þar yrðu flugbrautir ekki lengri og athafnasvæðið stækkað nema með dýrum landfyllingum,“ segir Ragna. Þá sýni vinna stýrihópsins að breyttar útfærslur í Vatnsmýrinni jafngildi því að byggja nýjan flugvöll kostnaðarlega og séu þar að auki flókinn kostur út frá umhverfisþáttum.Ragna Árnadóttir kynnti skýrsluna á fundi í Nauthól í gær.Vísir/Ernir„Hvassahraun kemur vel út í samanburði við aðra flugvallarkosti þegar litið er til þátta eins og veðurs, rýmis, kostnaðar og umhverfismála. Það kemur líka best út þegar horft er til möguleika flugvallarstæða til að taka á móti flugumferð sem er umfram það sem nú er í Vatnsmýrinni. Hvassahraun er þess vegna sá kostur sem við teljum að hafi mesta þróunarmöguleika til framtíðar,“ sagði Ragna. Nothæfisstuðullinn er mjög hár í Hvassahrauni. Sá stuðull segir til um í hversu mörgum tilfellum er minna en þrettán hnúta hliðarvindur á flugbrautirnar. Hvassahraun hefur aftur á móti ókosti þegar kemur að sjúkraflugi. Eins og staðan er í dag er meðaltími allra flutninga frá flugvelli og á spítala um 5-6 mínútur hvort sem ekið er á Landspítalann á Hringbraut eða í Fossvogi. Almennt sé ekki ekið með bláum ljósum frá flugvelli á spítala. Sá flugvallarkostur sem er lengst frá LSH-Hringbraut og LSH-Fossvogi er Hvassahraun. Búist er við að ferðatími með sjúkrabíl frá flugvelli á LSH lengist um 7,5-11,5 mínútur frá því sem nú er ef flugvöllur verður byggður í Hvassahrauni í stað Vatnsmýrar. Ragna sagði að það þyrfti að skoða ýmis atriði betur varðandi flugvöllinn í Hvassahrauni. „Þar á meðal mögulegar mótvægisaðgerðir vegna sjúkraflutninga.“ Bergur Álfþórsson, formaður bæjarráðs Voga á Vatnsleysuströnd.Bergur Álfþórsson, formaður bæjarráðs Voga á Vatnsleysuströnd, segir flugvallarstæðið í Hvassahrauni vera að hluta til í landi Voga og að hluta til í landi Hafnarfjarðar. Hann segir þetta koma sér á óvart að sumu leyti og telur alls óvíst hvort þetta verði að lokum að veruleika. „Ég á hins vegar ekki von á því að sveitarfélagið sem slíkt fari neitt að setja sig upp á móti því að fá þennan flugvöll, það er bara svo langur vegur í það að hugmyndina verði farið að ræða af einhverri alvöru. En þetta myndi líklega skapa tekjur fyrir bæjarfélagið. Ef við hugsum þetta út frá því eru þeir meira en velkomnir með hann hingað, en það er svo margt órætt, umhverfisþáttur og annað,“ segir Bergur. Njáll Trausti Friðbertsson, einn forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýri telur niðurstöðuna óheppilega. „Hjartað í Vatnsmýri hefur alltaf lagt upp með að Rögnunefndin ætti að finna jafngóða eða betri lausn en Reykjavíkurflugvöllur er í dag. Ef viðbraðgstími sjúkraflugs lengist um átta mínútur er greinilegt að þau markmið nást ekki. Þá þurfum við að horfa á aðra lausn varðandi flugvallarstæði eða nýja staðsetningu fyrir miðlægt sjúkrahús allra landsmanna,“ segir Njáll Trausti.
Tengdar fréttir Rögnunefndin: Áætlaður stofnkostnaður flugvallar í Hvassahrauni 22 til 25 milljarðar Verði farið í breytingar á núverandi flugvelli í Vatnsmýri er áætlaður stofnkostnaður um 18 til 32 milljarðar króna. 25. júní 2015 14:36 Rögnunefnd hefur lokið störfum: Lestu skýrsluna í heild sinni Hvassahraun var talið besti staðurinn undir nýjan innanlandsflugvöll. 25. júní 2015 14:43 Sjúkraflutningar gætu lengst um allt að tólf mínútur Af þeim flugvallarkostum sem fjallað er um í skýrslu Rögnunefndarinnar svokölluðu er Hvassahraun lengst frá Landspítalanum við Hringbraut sem og í Fossvogi. 25. júní 2015 16:36 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Rögnunefndin: Áætlaður stofnkostnaður flugvallar í Hvassahrauni 22 til 25 milljarðar Verði farið í breytingar á núverandi flugvelli í Vatnsmýri er áætlaður stofnkostnaður um 18 til 32 milljarðar króna. 25. júní 2015 14:36
Rögnunefnd hefur lokið störfum: Lestu skýrsluna í heild sinni Hvassahraun var talið besti staðurinn undir nýjan innanlandsflugvöll. 25. júní 2015 14:43
Sjúkraflutningar gætu lengst um allt að tólf mínútur Af þeim flugvallarkostum sem fjallað er um í skýrslu Rögnunefndarinnar svokölluðu er Hvassahraun lengst frá Landspítalanum við Hringbraut sem og í Fossvogi. 25. júní 2015 16:36
Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13