Lífið

Fara á tuttugu og fimm kílómetra hraða umhverfis landið.

Guðrún Ansnes skrifar
Vinir Ferguson ásamt Selmu Björk Hermannsdóttur, sæl í traktor við brottför.
Vinir Ferguson ásamt Selmu Björk Hermannsdóttur, sæl í traktor við brottför. Vísir/GVA
„Það er svo sem alveg þekkt að skjótast á milli til dæmis Reykjavíkur og Skaftafells á traktor, en ég held að keyra hringinn á þeim hafi ekki verið gert áður,“ segir Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem ásamt æskuvini sínum, Grétari Gústavssyni, meistara í bifvélavirkjun, hóf í gær langferð sína í kringum landið á tveimur Massey Ferguson-traktorum.

Eru félagarnir að láta tæplega fimmtíu ára gamlan draum rætast, en sem börn léku þeir sér saman í sveitinni, og meðal annars í öðrum þessara traktora, en sá er af tegund 35X og árgerð 1963. „Það kom ekki annað til greina en að fara á honum,“ segir Karl.

Voru þeir Karl og Grétar ansi borubrattir, enda spenntir fyrir ferðalaginu. Haldið skal til haga að traktorarnir komast í besta falli upp í tuttugu og fimm kílómetra hraða á klukkustund svo ferðalagið kemur til með að taka tólf til fjórtán daga. „Það væri eiginlega hægt að hlaupa samferða okkur,“ segir Karl og skellir hressilega uppúr. Nú þegar hafa þó nokkrir boðað komu sína, og hyggjast aka með þeim einhvern spöl á eigin traktorum. „Það eru greinilega fleiri skrítnir karlar og konur þarna úti heldur en við.“

En vinirnir ætla sér ekki bara að lulla hringinn í rólegheitunum því þeir ætla sér á sama tíma að safna áheitum sem renna svo beinustu leið til verkefnis Barnaheilla, Save the Children á Íslandi.



„Ekki skemmir fyrir að vera að leggja þessu góða málefni lið, en við erum búnir að vera vinir síðan við vorum fimm ára og það skiptir svo miklu máli að eiga vini, og aldrei of snemmt að byrja að hlúa að þessum málaflokki,“ útskýrir Karl, en þeir ákváðu að nýta ferðalagið til að safna fyrir forvarnarverkefni Barnaheilla, Vináttu, sem vinnur gegn einelti á leikskólum. Getur almenningur lagt málefninu lið með því að hringja eða senda sms í síma 904 1900. 


Tengdar fréttir

Út að borða – gegn ofbeldi á börnum

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfað að réttindum og velferð barna á Íslandi og erlendis í 25 ár. Samtökin eru aðili að Save the Children International sem eru stærstu frjálsu félagasamtök í heiminum sem vinna eingöngu í þágu barna.

Láttu gott af þér leiða

Þeir sem þurfa á hjálp að halda eru kannski nær en þig grunar. Fólk er oft og tíðum óduglegt að biðja um hjálp nema þegar neyðin bankar upp á, vandamálin geta þá oft verið orðin svo stór að erfitt getur verið að leysa þau






Fleiri fréttir

Sjá meira


×