Lífið

Vinaböndin Mammút og Samaris í eina sæng

Guðrún Ansnes skrifar
Má gera ráð fyrir að listagyðjan fái fáar pásurnar þegar blásið verður til veislunnar.
Má gera ráð fyrir að listagyðjan fái fáar pásurnar þegar blásið verður til veislunnar. mynd/aðsend
„Það er nefnilega dæmigert að stilla okkur upp sem keppinautum, en við erum sannkölluð vinabönd, þar sem við höfum fylgst að í mörg ár,“ segir Jófríður Ákadóttir, söngkona rafpoppsveitarinnar Samaris, en bandið hefur ákveðið í slagtogi við Mammút að blása til risa tónleikagjörnings í næsta mánuði. Munu böndin meðal annars flytja lög hvort annars.

„Bæði böndin eru á plötusamningi hjá erlendum fyrirtækjum, við hjá One Litle Indian og Mammút hjá Bella Union, og þar ytra er mikil samkeppni, sem við hérna á Íslandi þekkjum ekki,“ útskýrir Jófríður og bendir á að landslag tónlistarmanna á Íslandi sé um margt ólíkt því sem gerist annars staðar.

Hér á landi leggi sig allir fram við að aðstoða eftir fremsta megni. „Okkur langaði að búa til viðburð og fagna þessu svolítið, böndin hafa fylgst að í gegnum tíðina, svo nú fannst okkur tími til kominn að taka málin í okkar hendur. Sumsé ekki vera alltaf þátttakendur, sem er vissulega gaman líka, en nú gerum við þetta á okkar hátt. Þannig er þetta stuðningur Mammút við Samaris í verki og vitaskuld öfugt.“



Segir Jófríður að tónleikagestir geti átt von á miklu sjónarspili. „Við erum mikið myndlistarfólk og höfum gaman af að framkvæma gjörninga, svo við ætlum að teygja okkur svolítið í allar áttir með það.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×