Ísland eftirbátur í málefnum fatlaðra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júní 2015 07:00 Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks tekur á málum fatlaðra sem mannréttindamáli frekar en velferðarmáli. Fréttablaðið/Anton „Ég hef tekið dæmi af setningarhátíð 17. júní á Austurvelli,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, um þá mismunun sem fatlaðir þurfa að þola. Ellen sgir stundina hafa verið hátíðlega fyrir þátttakendur og marga sem fylgdust með í sjónvarpi. „En þarna vantaði alveg túlk og engin textun var í sjónvarpi. Upplifunin fyrir heyrnarlaust fólk, hvort sem það sat heima eða var á Austurvelli, var þrúgandi útilokun. 17. júní er ekki skyndiviðburður og því ætti að vera auðvelt að sjá til þess að túlkun og textun sé klár fyrir daginn.“Væri samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur á Alþingi segir Ellen að mætti koma í veg fyrir að fötluðu fólki yrði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti. Öryrkjabandalagið berst fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Við höfum safnað undirskriftum síðan í haust og stefnum á þrjátíu þúsund.“ Ísland undirritaði samninginn í mars árið 2007 en hefur enn ekki fullgilt hann. 155 önnur ríki hafa undirritað samninginn og þar af hafa 132 ríki fullgilt hann. Í ályktun Alþingis um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 er kveðið á um að samningurinn skyldi fullgiltur eigi síðar en á vorþingi 2013. „Við vitum að þetta er til meðferðar í innanríkisráðuneytinu en því miður er tilfinningin sú að mannréttindi fatlaðs fólks séu ekki sett í forgang,“ segir Ellen. Ísland sé eitt af fjórum löndum í Evrópu sem ekki hafi fullgilt samninginn. Auk Íslands séu þetta Írland, Holland og Finnland, en Finnar klári ferlið í haust.Rannveig TraustadóttirRannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði, segir samninginn afar víðtækan sáttmála um réttindi fatlaðra. „Rannsóknir hafa sýnt að aðrir sambærilegir mannréttindasáttmálar hafi ekki náð til fatlaðs fólks og fatlað fólk er 15 prósent jarðarbúa þannig að það er stærsti minnihlutahópurinn í heiminum.“ Sáttmálinn tekur á málefnum fatlaðra sem mannréttindamáli en ekki velferðarmáli. Rannveig segir það vera nýjung í sáttmálum af þessum toga. „Sáttmálinn myndi hafa miklar breytingar í för með sér. Þar er kveðið stíft á um að fatlað fólk eigi að ráða sér sjálft og ef það er í erfiðri aðstöðu til að geta nýtt sér þau réttindi þá er það skylda samfélagsins að aðstoða fólkið við það svo það eigi rétt á að lifa án aðgreiningar.“ Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Ég hef tekið dæmi af setningarhátíð 17. júní á Austurvelli,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, um þá mismunun sem fatlaðir þurfa að þola. Ellen sgir stundina hafa verið hátíðlega fyrir þátttakendur og marga sem fylgdust með í sjónvarpi. „En þarna vantaði alveg túlk og engin textun var í sjónvarpi. Upplifunin fyrir heyrnarlaust fólk, hvort sem það sat heima eða var á Austurvelli, var þrúgandi útilokun. 17. júní er ekki skyndiviðburður og því ætti að vera auðvelt að sjá til þess að túlkun og textun sé klár fyrir daginn.“Væri samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur á Alþingi segir Ellen að mætti koma í veg fyrir að fötluðu fólki yrði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti. Öryrkjabandalagið berst fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Við höfum safnað undirskriftum síðan í haust og stefnum á þrjátíu þúsund.“ Ísland undirritaði samninginn í mars árið 2007 en hefur enn ekki fullgilt hann. 155 önnur ríki hafa undirritað samninginn og þar af hafa 132 ríki fullgilt hann. Í ályktun Alþingis um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 er kveðið á um að samningurinn skyldi fullgiltur eigi síðar en á vorþingi 2013. „Við vitum að þetta er til meðferðar í innanríkisráðuneytinu en því miður er tilfinningin sú að mannréttindi fatlaðs fólks séu ekki sett í forgang,“ segir Ellen. Ísland sé eitt af fjórum löndum í Evrópu sem ekki hafi fullgilt samninginn. Auk Íslands séu þetta Írland, Holland og Finnland, en Finnar klári ferlið í haust.Rannveig TraustadóttirRannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði, segir samninginn afar víðtækan sáttmála um réttindi fatlaðra. „Rannsóknir hafa sýnt að aðrir sambærilegir mannréttindasáttmálar hafi ekki náð til fatlaðs fólks og fatlað fólk er 15 prósent jarðarbúa þannig að það er stærsti minnihlutahópurinn í heiminum.“ Sáttmálinn tekur á málefnum fatlaðra sem mannréttindamáli en ekki velferðarmáli. Rannveig segir það vera nýjung í sáttmálum af þessum toga. „Sáttmálinn myndi hafa miklar breytingar í för með sér. Þar er kveðið stíft á um að fatlað fólk eigi að ráða sér sjálft og ef það er í erfiðri aðstöðu til að geta nýtt sér þau réttindi þá er það skylda samfélagsins að aðstoða fólkið við það svo það eigi rétt á að lifa án aðgreiningar.“
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira