Íslenskur ljósmyndari vekur heimsathygli Guðrún Ansnes skrifar 2. júlí 2015 15:00 Sigga Ella notar myndavélina til að koma mikilvægum skilaboðum út í kosmósið. Vísir/Ernir Mér finnst það frábært hvað Baldvin hefur fengið mikla athygli, það eru mjög margir sem vita ekkert um sjúkdóminn,“ segir Sigga Ella, ljósmyndari. Sigga Ella hefur fengið mikið lof í lófa meðal erlendra fjölmiðla vegna myndaseríunnar Baldvin, sem hefur nú tekist á flug í netheimum. Um ræðir myndaþátt sem hún vann í samstarfi við Baldvin, sem eru hagsmuna- og baráttusamtök fólks með alopecia. Þau leituðu til hennar og úr varð að hún myndaði sjö konur sem vilja meðal annars vekja athygli almennings á sjúkdómnum. „Fjöldi erlendra miðla hefur haft samband og ég hef fengið margar fyrirspurnir,“ segir Sigga Ella og nefnir að RTL í Þýskalandi og Daily Mail muni birta myndaseríuna á næstunni.Sigga EllaHuffington Post hefur þegar sett myndaþáttinn í loftið og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Ég fæ mikið af póstum frá fólki sem þakkar fyrir að sýna sjúkdóminn með þessum hætti og sömuleiðis hefur skapast vettvangur í athugasemdakerfinu þar sem fólk með alopecia spjallar saman, sem er gríðarlega mikilvægt og dýrmætt. Það er gott að finna til þess að serían geti gefið fólki aukakraft með þessum hætti.“Sigga EllaAðspurð hvernig miðlarnir hafi komist á snoðir um myndaþáttinn segir hún að fyrr á árinu hafi hún sent inn myndaþáttinn Fyrst og fremst er ég, í gegnum svokallað iReport á vegum CNN, og hafi á augabragði fengið viðbrögð við þeim þætti. „Ég átti nú ekki von á því, það er allajafna erfitt að komast að og alls ekkert víst að maður geri það. En þeir höfðu mikinn áhuga, og fór sú sería eiginlega um allan heim líka,“ útskýrir Sigga. Sú myndasería fjallaði um einstaklinga með Downs heilkenni og birtist til að mynda í The Metro, Daily Mail, CNN og á fleiri stöðum um allan heim. „Sú sería var samt gerð á eftir Baldvini, þó að hún hafi náð heimsathygli á undan,“ bendir Sigga Ella á. Sigga EllaSigga Ella hefur mikinn áhuga á fólki og málefnum og finnst gott að geta sýnt það í gegnum ljósmyndun með þeim hætti sem hún hefur verið að gera. Hana langar mikið til að halda áfram að vekja fólk til meðvitundar um það sem oft orsakar fordóma og annað í þeim dúr. Menning Tengdar fréttir Fyrst og fremst er ég Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. 6. febrúar 2015 14:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Mér finnst það frábært hvað Baldvin hefur fengið mikla athygli, það eru mjög margir sem vita ekkert um sjúkdóminn,“ segir Sigga Ella, ljósmyndari. Sigga Ella hefur fengið mikið lof í lófa meðal erlendra fjölmiðla vegna myndaseríunnar Baldvin, sem hefur nú tekist á flug í netheimum. Um ræðir myndaþátt sem hún vann í samstarfi við Baldvin, sem eru hagsmuna- og baráttusamtök fólks með alopecia. Þau leituðu til hennar og úr varð að hún myndaði sjö konur sem vilja meðal annars vekja athygli almennings á sjúkdómnum. „Fjöldi erlendra miðla hefur haft samband og ég hef fengið margar fyrirspurnir,“ segir Sigga Ella og nefnir að RTL í Þýskalandi og Daily Mail muni birta myndaseríuna á næstunni.Sigga EllaHuffington Post hefur þegar sett myndaþáttinn í loftið og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Ég fæ mikið af póstum frá fólki sem þakkar fyrir að sýna sjúkdóminn með þessum hætti og sömuleiðis hefur skapast vettvangur í athugasemdakerfinu þar sem fólk með alopecia spjallar saman, sem er gríðarlega mikilvægt og dýrmætt. Það er gott að finna til þess að serían geti gefið fólki aukakraft með þessum hætti.“Sigga EllaAðspurð hvernig miðlarnir hafi komist á snoðir um myndaþáttinn segir hún að fyrr á árinu hafi hún sent inn myndaþáttinn Fyrst og fremst er ég, í gegnum svokallað iReport á vegum CNN, og hafi á augabragði fengið viðbrögð við þeim þætti. „Ég átti nú ekki von á því, það er allajafna erfitt að komast að og alls ekkert víst að maður geri það. En þeir höfðu mikinn áhuga, og fór sú sería eiginlega um allan heim líka,“ útskýrir Sigga. Sú myndasería fjallaði um einstaklinga með Downs heilkenni og birtist til að mynda í The Metro, Daily Mail, CNN og á fleiri stöðum um allan heim. „Sú sería var samt gerð á eftir Baldvini, þó að hún hafi náð heimsathygli á undan,“ bendir Sigga Ella á. Sigga EllaSigga Ella hefur mikinn áhuga á fólki og málefnum og finnst gott að geta sýnt það í gegnum ljósmyndun með þeim hætti sem hún hefur verið að gera. Hana langar mikið til að halda áfram að vekja fólk til meðvitundar um það sem oft orsakar fordóma og annað í þeim dúr.
Menning Tengdar fréttir Fyrst og fremst er ég Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. 6. febrúar 2015 14:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Fyrst og fremst er ég Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. 6. febrúar 2015 14:30