Hvetur Grikki til að hafna samningnum Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 2. júlí 2015 07:00 Alexis Tsipras hvetur Grikki til að neita kröfum lánardrottna sinna í von um að hægt sé að fá hagstæðari samning fyrir Grikki. nordicphoto/afp Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti grísku þjóðina í gær til að hafna skilyrðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópuráðsins fyrir nýrri neyðaraðstoð í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður á sunnudaginn. Von hans er að í kjölfar atkvæðagreiðslunnar fáist hagstæðari samningur. Meðal krafnanna sem um ræðir má nefna nýtt virðisaukaskattkerfi og stórfelldan niðurskurð í varnarmálum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi sínu til þýska þingsins í gær að það yrði tilgangslaust að halda áfram viðræðum við Grikki eftir atkvæðagreiðsluna. Skoðanakannanir benda til þess að fleiri kjósi nei en já. Talið er að það gæti þýtt að Grikkir yfirgefi evrusvæðið og jafnvel Evrópusambandið. Ef fleiri kjósa já markar það líklega endalok ráðuneytis Alexis Tsipras og Syrisaflokksins. „Þeir sem segja að höfnun myndi marka endalok þátttöku Grikklands í Evrópusambandinu eru lygarar,“ sagði Tsipras um málið í gær. Hann sagði höfnun frekar setja pressu á lánardrottnana um að mæta kröfum Grikkja um sanngjarnan samning. Gamli samningurinn rann út á þriðjudag, sama kvöld og Grikkland fór í greiðslufall eftir að hafa ekki greitt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af láni, fyrst ríkja með þróað efnahagskerfi. Gríska ríkið skuldar fimmtíu og fimm sinnum meira en það íslenska samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum Seðlabanka Íslands, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og BBC. Grikkir eru um þrjátíu og fjórum sinnum fleiri en Íslendingar. Þannig skuldar hver Grikki um 4,3 milljónir en meðal-Íslendingurinn skuldar um 2,6 milljónir. Heildarskuldir Grikkja nema 47.371 milljarði króna en Íslendingar skulda um 861 milljarð. Verg landsframleiðsla Íslands er einnig meiri á hvern íbúa en verg landsframleiðsla Grikklands. Hér er framleiðslan um 6,7 milljónir króna á hvern íbúa en í Grikklandi um 2,4 milljónir króna. Úr þessum tölum má reikna að hlutfall skulda ríkjanna af vergri landsframleiðslu er mun hagstæðara á Íslandi. Grikkir skulda 181,7 prósent af sinni landsframleiðslu en Íslendingar 39,1 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miðar við 110 prósent sem sjálfbært hlutfall fyrir ríki. Grikkland Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti grísku þjóðina í gær til að hafna skilyrðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópuráðsins fyrir nýrri neyðaraðstoð í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður á sunnudaginn. Von hans er að í kjölfar atkvæðagreiðslunnar fáist hagstæðari samningur. Meðal krafnanna sem um ræðir má nefna nýtt virðisaukaskattkerfi og stórfelldan niðurskurð í varnarmálum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi sínu til þýska þingsins í gær að það yrði tilgangslaust að halda áfram viðræðum við Grikki eftir atkvæðagreiðsluna. Skoðanakannanir benda til þess að fleiri kjósi nei en já. Talið er að það gæti þýtt að Grikkir yfirgefi evrusvæðið og jafnvel Evrópusambandið. Ef fleiri kjósa já markar það líklega endalok ráðuneytis Alexis Tsipras og Syrisaflokksins. „Þeir sem segja að höfnun myndi marka endalok þátttöku Grikklands í Evrópusambandinu eru lygarar,“ sagði Tsipras um málið í gær. Hann sagði höfnun frekar setja pressu á lánardrottnana um að mæta kröfum Grikkja um sanngjarnan samning. Gamli samningurinn rann út á þriðjudag, sama kvöld og Grikkland fór í greiðslufall eftir að hafa ekki greitt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af láni, fyrst ríkja með þróað efnahagskerfi. Gríska ríkið skuldar fimmtíu og fimm sinnum meira en það íslenska samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum Seðlabanka Íslands, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og BBC. Grikkir eru um þrjátíu og fjórum sinnum fleiri en Íslendingar. Þannig skuldar hver Grikki um 4,3 milljónir en meðal-Íslendingurinn skuldar um 2,6 milljónir. Heildarskuldir Grikkja nema 47.371 milljarði króna en Íslendingar skulda um 861 milljarð. Verg landsframleiðsla Íslands er einnig meiri á hvern íbúa en verg landsframleiðsla Grikklands. Hér er framleiðslan um 6,7 milljónir króna á hvern íbúa en í Grikklandi um 2,4 milljónir króna. Úr þessum tölum má reikna að hlutfall skulda ríkjanna af vergri landsframleiðslu er mun hagstæðara á Íslandi. Grikkir skulda 181,7 prósent af sinni landsframleiðslu en Íslendingar 39,1 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miðar við 110 prósent sem sjálfbært hlutfall fyrir ríki.
Grikkland Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira