Öll stærstu nöfnin á sama kvöldinu á ATP Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. júlí 2015 09:00 "Þeir sem kvarta yfir þessu eru líklega þeir sömu og myndu kvarta yfir því hversu þungar gullstangir sem þú gæfir þeim væru,“ segir Barry léttur í lundu. Vísir/Getty Það hefur vakið athygli að flest af þeim stóru nöfnum sem fram koma á ATP tónlistarhátíðinni í ár skuli koma fram á sama kvöldinu, sem er í kvöld. Um er að ræða hljómsveitirnar Run the Jewels, Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy. Barry Hogan, stofnandi og skipuleggjandi hátíðarinnar, segir ástæðuna fyrir þessu vera einfalda. „Þetta er eina dagsetningin sem allar þessar hljómsveitir voru lausar. Ef við hefðum viljað láta þær spila á föstudegi eða laugardegi þá hefðu þær ekki spilað á hátíðinni,“ segir Barry. Spurður hvort að kvartanir hafi borist segist hann ekki hafa orðið var við þær. „Vissulega eru þessar hljómsveitir mest þekktar en gæðin á þeim hljómsveitum sem koma fram hina dagana eru ekki síðri og sumar jafnvel betri tónleikasveitir. Ef fólk er ekki sátt við þetta þá getur það bara fengið sér dagpassa og þá þarf það ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Barry og bætir við: „Þeir sem kvarta yfir þessu eru líklega þeir sömu og myndu kvarta yfir því hversu þungar gullstangir sem þú gæfir þeim væru,“ segir Barry léttur í lundu. Nokkrir listamenn komu til landsins snemma til þess að skoða landið, til dæmis bandaríska rokkhljómsveitin Deafheaven, bandaríska söngkonan Chelsea Wolfe og nokkrir meðlimir bandarísku hljómsveitarinnar Drive Like Jehu. „Godspeed og Belle & Sebastian ætla líka að nýta tímann á Íslandi til að skoða þetta fallega land,“ bætir Barry við. Hann hvetur fólk til þess að mæta að sjá stjörnur á borð við Iggy Pop og Public Enemy og segir það einstakt að þessir listamenn séu að koma fram hér á landi. „Ólíkt Wu-Tang Clan þá eru allir meðlimir Public Enemy að koma. Það er einstakt tækifæri að sjá þá á Íslandi og líka Iggy Pop og Run The Jewels.“ Miðasalan hefur gengið vel og nú þegar hafa tvöfalt fleiri útlendingar keypt sér miða á hátíðina en í fyrra. Hátíðin fer fram á Ásbrú í Keflavík og stendur yfir helgina. ATP í Keflavík Tengdar fréttir Chuck D úr Public Enemy spreytir sig á íslenskunni „Helvítis fokking fokk,“ segir rappfrumkvöðullinn. 29. júní 2015 18:04 ATP hefst á fimmtudag: Dagskráin klár Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefst fimmtudaginn næstkomandi. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og stefnir allt í þrusu hátíð líkt og fyrri ár. 29. júní 2015 17:00 Hlustaðu á lögin sem reikna má með að Belle & Sebastian taki á ATP Skotarnir í Belle & Sebastian verða á meðal þeirra hljómsveita sem trylla munu lýðinn á ATP tónlistarhátíðinni sem hefst á Ásbrú í Keflavík á fimmtudaginn. 30. júní 2015 10:31 60% kaupenda útlendingar Gert er ráð fyrir fleiri gestum í ár en í fyrra en um 3.000 miðar hafa selst á ATP-tónlistarhátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík 2.-4. júlí. 25. júní 2015 09:00 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Það hefur vakið athygli að flest af þeim stóru nöfnum sem fram koma á ATP tónlistarhátíðinni í ár skuli koma fram á sama kvöldinu, sem er í kvöld. Um er að ræða hljómsveitirnar Run the Jewels, Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy. Barry Hogan, stofnandi og skipuleggjandi hátíðarinnar, segir ástæðuna fyrir þessu vera einfalda. „Þetta er eina dagsetningin sem allar þessar hljómsveitir voru lausar. Ef við hefðum viljað láta þær spila á föstudegi eða laugardegi þá hefðu þær ekki spilað á hátíðinni,“ segir Barry. Spurður hvort að kvartanir hafi borist segist hann ekki hafa orðið var við þær. „Vissulega eru þessar hljómsveitir mest þekktar en gæðin á þeim hljómsveitum sem koma fram hina dagana eru ekki síðri og sumar jafnvel betri tónleikasveitir. Ef fólk er ekki sátt við þetta þá getur það bara fengið sér dagpassa og þá þarf það ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Barry og bætir við: „Þeir sem kvarta yfir þessu eru líklega þeir sömu og myndu kvarta yfir því hversu þungar gullstangir sem þú gæfir þeim væru,“ segir Barry léttur í lundu. Nokkrir listamenn komu til landsins snemma til þess að skoða landið, til dæmis bandaríska rokkhljómsveitin Deafheaven, bandaríska söngkonan Chelsea Wolfe og nokkrir meðlimir bandarísku hljómsveitarinnar Drive Like Jehu. „Godspeed og Belle & Sebastian ætla líka að nýta tímann á Íslandi til að skoða þetta fallega land,“ bætir Barry við. Hann hvetur fólk til þess að mæta að sjá stjörnur á borð við Iggy Pop og Public Enemy og segir það einstakt að þessir listamenn séu að koma fram hér á landi. „Ólíkt Wu-Tang Clan þá eru allir meðlimir Public Enemy að koma. Það er einstakt tækifæri að sjá þá á Íslandi og líka Iggy Pop og Run The Jewels.“ Miðasalan hefur gengið vel og nú þegar hafa tvöfalt fleiri útlendingar keypt sér miða á hátíðina en í fyrra. Hátíðin fer fram á Ásbrú í Keflavík og stendur yfir helgina.
ATP í Keflavík Tengdar fréttir Chuck D úr Public Enemy spreytir sig á íslenskunni „Helvítis fokking fokk,“ segir rappfrumkvöðullinn. 29. júní 2015 18:04 ATP hefst á fimmtudag: Dagskráin klár Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefst fimmtudaginn næstkomandi. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og stefnir allt í þrusu hátíð líkt og fyrri ár. 29. júní 2015 17:00 Hlustaðu á lögin sem reikna má með að Belle & Sebastian taki á ATP Skotarnir í Belle & Sebastian verða á meðal þeirra hljómsveita sem trylla munu lýðinn á ATP tónlistarhátíðinni sem hefst á Ásbrú í Keflavík á fimmtudaginn. 30. júní 2015 10:31 60% kaupenda útlendingar Gert er ráð fyrir fleiri gestum í ár en í fyrra en um 3.000 miðar hafa selst á ATP-tónlistarhátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík 2.-4. júlí. 25. júní 2015 09:00 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Chuck D úr Public Enemy spreytir sig á íslenskunni „Helvítis fokking fokk,“ segir rappfrumkvöðullinn. 29. júní 2015 18:04
ATP hefst á fimmtudag: Dagskráin klár Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefst fimmtudaginn næstkomandi. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og stefnir allt í þrusu hátíð líkt og fyrri ár. 29. júní 2015 17:00
Hlustaðu á lögin sem reikna má með að Belle & Sebastian taki á ATP Skotarnir í Belle & Sebastian verða á meðal þeirra hljómsveita sem trylla munu lýðinn á ATP tónlistarhátíðinni sem hefst á Ásbrú í Keflavík á fimmtudaginn. 30. júní 2015 10:31
60% kaupenda útlendingar Gert er ráð fyrir fleiri gestum í ár en í fyrra en um 3.000 miðar hafa selst á ATP-tónlistarhátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík 2.-4. júlí. 25. júní 2015 09:00