Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júlí 2015 07:00 Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um nýja neyðaraðstoð fyrir Grikkland í gærkvöldi. nordicphotos/afp Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sótti í gær leiðtogafund ríkja Evrusvæðisins þar sem hann sóttist eftir nýjum samningi um neyðaraðstoð fyrir gríska ríkið. Sú aðstoð myndi verða háð ströngum skilmálum um breytingar á ríkisrekstri. Ekki náðist samkomulag á fundinum. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði við blaðamenn eftir fundinn að annar fundur yrði haldinn á sunnudaginn með öllum 28 leiðtogum ríkja Evrópusambandsins, ekki bara Evrusvæðisins. Vonast er til að niðurstaða náist á þeim fundi, sem verður sá síðasti. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði Grikki enn ekki uppfylla þau skilyrði sem hún telur nauðsynleg til að hefja samningaviðræður af alvöru. Hún sagðist enn fremur vonast til þess að hafa nægilega ítarlegar tillögur frá Grikkjum fyrir fimmtudag til að bera undir þýska þingið svo hægt sé að hefja samningaviðræður. „Ég er andvígur brotthvarfi Grikklands úr Evrusvæðinu en ég get ekki afstýrt því ef gríska ríkisstjórnin fer ekki að óskum okkar,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann sagði framkvæmdastjórnina hafa undirbúið ítarlega áætlun ef af brotthvarfi verður. Juncker gaf Grikkjum frest til föstudagsmorgun til að koma með ítarlegar tillögur.Jean-Claude JunckerFrançois Hollande, forseti Frakklands, sagði eftir fundinn að vel væri mögulegt að ná samkomulagi. „Þetta voru langar og strangar viðræður sem sýna hversu alvarlegt ástandið er,“ sagði Merkel og bætti því við að sú þörf að kalla til allra leiðtoga ríkja Evrópusambandsins undirstriki alvarleikann. „Einungis fimm dagar eru til stefnu til að finna endanlegt samkomulag við Grikki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Hann sagði þetta mikilvægasta augnablik í sögu evrunnar. Tsipras mun ávarpa Evrópuþingið í dag til að greina nánar frá stöðu mála. Evklíð Tsakalótos, hinn nýi fjármálaráðherra Grikklands, mætti tómhentur á samningafund við fjármálaráðherra ríkja Evrusvæðisins í Brussel í gær. Talið var að Tsakalótos myndi koma með nýjar tillögur til að létta á skuldabyrgði Grikkja. Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikkja, sagði við fréttastofu BBC í fyrradag að tillögurnar miðuðu að þrjátíu prósent skuldaniðurfellingu. Grikkland Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sótti í gær leiðtogafund ríkja Evrusvæðisins þar sem hann sóttist eftir nýjum samningi um neyðaraðstoð fyrir gríska ríkið. Sú aðstoð myndi verða háð ströngum skilmálum um breytingar á ríkisrekstri. Ekki náðist samkomulag á fundinum. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði við blaðamenn eftir fundinn að annar fundur yrði haldinn á sunnudaginn með öllum 28 leiðtogum ríkja Evrópusambandsins, ekki bara Evrusvæðisins. Vonast er til að niðurstaða náist á þeim fundi, sem verður sá síðasti. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði Grikki enn ekki uppfylla þau skilyrði sem hún telur nauðsynleg til að hefja samningaviðræður af alvöru. Hún sagðist enn fremur vonast til þess að hafa nægilega ítarlegar tillögur frá Grikkjum fyrir fimmtudag til að bera undir þýska þingið svo hægt sé að hefja samningaviðræður. „Ég er andvígur brotthvarfi Grikklands úr Evrusvæðinu en ég get ekki afstýrt því ef gríska ríkisstjórnin fer ekki að óskum okkar,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann sagði framkvæmdastjórnina hafa undirbúið ítarlega áætlun ef af brotthvarfi verður. Juncker gaf Grikkjum frest til föstudagsmorgun til að koma með ítarlegar tillögur.Jean-Claude JunckerFrançois Hollande, forseti Frakklands, sagði eftir fundinn að vel væri mögulegt að ná samkomulagi. „Þetta voru langar og strangar viðræður sem sýna hversu alvarlegt ástandið er,“ sagði Merkel og bætti því við að sú þörf að kalla til allra leiðtoga ríkja Evrópusambandsins undirstriki alvarleikann. „Einungis fimm dagar eru til stefnu til að finna endanlegt samkomulag við Grikki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Hann sagði þetta mikilvægasta augnablik í sögu evrunnar. Tsipras mun ávarpa Evrópuþingið í dag til að greina nánar frá stöðu mála. Evklíð Tsakalótos, hinn nýi fjármálaráðherra Grikklands, mætti tómhentur á samningafund við fjármálaráðherra ríkja Evrusvæðisins í Brussel í gær. Talið var að Tsakalótos myndi koma með nýjar tillögur til að létta á skuldabyrgði Grikkja. Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikkja, sagði við fréttastofu BBC í fyrradag að tillögurnar miðuðu að þrjátíu prósent skuldaniðurfellingu.
Grikkland Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira