Partýið í Dúfnahólum tíu er loksins að byrja Guðrún Ansnes skrifar 9. júlí 2015 10:00 Félagarnir standa fastar á því en fótunum að þetta verði vinsælasti skemmtistaður Reykjavíkur áður en langt um líður. Vísir/GVA „Við vildum gera eitthvað öðruvísi. Eitthvað sem hefur aldrei verið gert á Íslandi áður og hrista upp í einsleitri flóru skemmtistaða í Reykjavík,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, sem í slagtogi við Arnar Finn Arnarsson, stendur á bakvið á Dúfnahóla 10, nýjasta skemmtistað miðborgarinnar sem opnaður verður á föstudag. Um ræðir skemmtistað sem innréttaður er eins og heimili. Eru Dúfnahólar tíu staðsettir í Hafnarstræti, þar sem Kaffi Simsen var áður til húsa, en nú ganga gestir inn af Lækjatorgi og þaðan beint inn í sjónvarpsherbergið. „Við einsettum okkur að búa til heimilislega stemningu og grípa þetta dæmigerða íslenska heimapartý, sem oftast eru langskemmtilegust,“ segir Unnar og spyr hvort til sé betri fyrirmynd en partýið í Dúfnahólum tíu sem fyrir löngu er orðið að klassík í íslensku skemmtanalífi eftir myndina Sódóma. Má hæglega gera ráð fyrir að sérstaða skemmtistaðarins sé margbrotin, en þar geta gestir hvílt sig í rúminu, kíkt í garðskálann, gleymt sér yfir gullfiskunum í baðkarinu, grillað sér samlokur inni í eldhúsi og gluggað í bækur svo eitthvað sé nefnt. Þeir Unnar og Arnar hafa verið vinir síðan þeir voru tveggja ára og fengu þá flugu í höfuðið að opna saman skemmtistaðinn þegar húsnæðið poppaði upp í hendurnar á þeim fyrir um tveimur og hálfum mánuði. Má sannarlega segja að þeir hafi ekki setið auðum höndum síðan. „Við erum búnir að gera þetta allt saman sjálfir, hanna allt og innrétta. Það má sannarlega segja að við séum búnir að leggja dag við nótt til að koma Dúfnahólum tíu af stað,“ útskýrir Arnar og Unnar skýtur því að, að kærastan hans sé farin að sakna hans, þar sem lítið hafi sést til hans síðan ákvörðun um skemmtistað var tekin. „Hingað ættu allir að geta komið og fundið eitthvað við sitt hæfi. Á daginn verður hér kaffihúsastemning þar sem gestir geta fengið sér vöfflu eins og í eldhúsinu hjá ömmu. Svo verða hinar ýmsu uppákomur á kvöldin,“ bendir Unnar á. „Svo verður ferskur djús hjá okkur, köllum það djús í bús,“ skýtur Arnar að og hlær. Lofa drengirnir að þeir muni brjóta allar reglurnar og að stanslaust stuð muni einkenna Dúfnahóla tíu. „Þetta verður vinsælasti skemmtistaðurinn í Reykjavík," skjóta þeir að í lokin. Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
„Við vildum gera eitthvað öðruvísi. Eitthvað sem hefur aldrei verið gert á Íslandi áður og hrista upp í einsleitri flóru skemmtistaða í Reykjavík,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, sem í slagtogi við Arnar Finn Arnarsson, stendur á bakvið á Dúfnahóla 10, nýjasta skemmtistað miðborgarinnar sem opnaður verður á föstudag. Um ræðir skemmtistað sem innréttaður er eins og heimili. Eru Dúfnahólar tíu staðsettir í Hafnarstræti, þar sem Kaffi Simsen var áður til húsa, en nú ganga gestir inn af Lækjatorgi og þaðan beint inn í sjónvarpsherbergið. „Við einsettum okkur að búa til heimilislega stemningu og grípa þetta dæmigerða íslenska heimapartý, sem oftast eru langskemmtilegust,“ segir Unnar og spyr hvort til sé betri fyrirmynd en partýið í Dúfnahólum tíu sem fyrir löngu er orðið að klassík í íslensku skemmtanalífi eftir myndina Sódóma. Má hæglega gera ráð fyrir að sérstaða skemmtistaðarins sé margbrotin, en þar geta gestir hvílt sig í rúminu, kíkt í garðskálann, gleymt sér yfir gullfiskunum í baðkarinu, grillað sér samlokur inni í eldhúsi og gluggað í bækur svo eitthvað sé nefnt. Þeir Unnar og Arnar hafa verið vinir síðan þeir voru tveggja ára og fengu þá flugu í höfuðið að opna saman skemmtistaðinn þegar húsnæðið poppaði upp í hendurnar á þeim fyrir um tveimur og hálfum mánuði. Má sannarlega segja að þeir hafi ekki setið auðum höndum síðan. „Við erum búnir að gera þetta allt saman sjálfir, hanna allt og innrétta. Það má sannarlega segja að við séum búnir að leggja dag við nótt til að koma Dúfnahólum tíu af stað,“ útskýrir Arnar og Unnar skýtur því að, að kærastan hans sé farin að sakna hans, þar sem lítið hafi sést til hans síðan ákvörðun um skemmtistað var tekin. „Hingað ættu allir að geta komið og fundið eitthvað við sitt hæfi. Á daginn verður hér kaffihúsastemning þar sem gestir geta fengið sér vöfflu eins og í eldhúsinu hjá ömmu. Svo verða hinar ýmsu uppákomur á kvöldin,“ bendir Unnar á. „Svo verður ferskur djús hjá okkur, köllum það djús í bús,“ skýtur Arnar að og hlær. Lofa drengirnir að þeir muni brjóta allar reglurnar og að stanslaust stuð muni einkenna Dúfnahóla tíu. „Þetta verður vinsælasti skemmtistaðurinn í Reykjavík," skjóta þeir að í lokin.
Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið