Partýið í Dúfnahólum tíu er loksins að byrja Guðrún Ansnes skrifar 9. júlí 2015 10:00 Félagarnir standa fastar á því en fótunum að þetta verði vinsælasti skemmtistaður Reykjavíkur áður en langt um líður. Vísir/GVA „Við vildum gera eitthvað öðruvísi. Eitthvað sem hefur aldrei verið gert á Íslandi áður og hrista upp í einsleitri flóru skemmtistaða í Reykjavík,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, sem í slagtogi við Arnar Finn Arnarsson, stendur á bakvið á Dúfnahóla 10, nýjasta skemmtistað miðborgarinnar sem opnaður verður á föstudag. Um ræðir skemmtistað sem innréttaður er eins og heimili. Eru Dúfnahólar tíu staðsettir í Hafnarstræti, þar sem Kaffi Simsen var áður til húsa, en nú ganga gestir inn af Lækjatorgi og þaðan beint inn í sjónvarpsherbergið. „Við einsettum okkur að búa til heimilislega stemningu og grípa þetta dæmigerða íslenska heimapartý, sem oftast eru langskemmtilegust,“ segir Unnar og spyr hvort til sé betri fyrirmynd en partýið í Dúfnahólum tíu sem fyrir löngu er orðið að klassík í íslensku skemmtanalífi eftir myndina Sódóma. Má hæglega gera ráð fyrir að sérstaða skemmtistaðarins sé margbrotin, en þar geta gestir hvílt sig í rúminu, kíkt í garðskálann, gleymt sér yfir gullfiskunum í baðkarinu, grillað sér samlokur inni í eldhúsi og gluggað í bækur svo eitthvað sé nefnt. Þeir Unnar og Arnar hafa verið vinir síðan þeir voru tveggja ára og fengu þá flugu í höfuðið að opna saman skemmtistaðinn þegar húsnæðið poppaði upp í hendurnar á þeim fyrir um tveimur og hálfum mánuði. Má sannarlega segja að þeir hafi ekki setið auðum höndum síðan. „Við erum búnir að gera þetta allt saman sjálfir, hanna allt og innrétta. Það má sannarlega segja að við séum búnir að leggja dag við nótt til að koma Dúfnahólum tíu af stað,“ útskýrir Arnar og Unnar skýtur því að, að kærastan hans sé farin að sakna hans, þar sem lítið hafi sést til hans síðan ákvörðun um skemmtistað var tekin. „Hingað ættu allir að geta komið og fundið eitthvað við sitt hæfi. Á daginn verður hér kaffihúsastemning þar sem gestir geta fengið sér vöfflu eins og í eldhúsinu hjá ömmu. Svo verða hinar ýmsu uppákomur á kvöldin,“ bendir Unnar á. „Svo verður ferskur djús hjá okkur, köllum það djús í bús,“ skýtur Arnar að og hlær. Lofa drengirnir að þeir muni brjóta allar reglurnar og að stanslaust stuð muni einkenna Dúfnahóla tíu. „Þetta verður vinsælasti skemmtistaðurinn í Reykjavík," skjóta þeir að í lokin. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
„Við vildum gera eitthvað öðruvísi. Eitthvað sem hefur aldrei verið gert á Íslandi áður og hrista upp í einsleitri flóru skemmtistaða í Reykjavík,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, sem í slagtogi við Arnar Finn Arnarsson, stendur á bakvið á Dúfnahóla 10, nýjasta skemmtistað miðborgarinnar sem opnaður verður á föstudag. Um ræðir skemmtistað sem innréttaður er eins og heimili. Eru Dúfnahólar tíu staðsettir í Hafnarstræti, þar sem Kaffi Simsen var áður til húsa, en nú ganga gestir inn af Lækjatorgi og þaðan beint inn í sjónvarpsherbergið. „Við einsettum okkur að búa til heimilislega stemningu og grípa þetta dæmigerða íslenska heimapartý, sem oftast eru langskemmtilegust,“ segir Unnar og spyr hvort til sé betri fyrirmynd en partýið í Dúfnahólum tíu sem fyrir löngu er orðið að klassík í íslensku skemmtanalífi eftir myndina Sódóma. Má hæglega gera ráð fyrir að sérstaða skemmtistaðarins sé margbrotin, en þar geta gestir hvílt sig í rúminu, kíkt í garðskálann, gleymt sér yfir gullfiskunum í baðkarinu, grillað sér samlokur inni í eldhúsi og gluggað í bækur svo eitthvað sé nefnt. Þeir Unnar og Arnar hafa verið vinir síðan þeir voru tveggja ára og fengu þá flugu í höfuðið að opna saman skemmtistaðinn þegar húsnæðið poppaði upp í hendurnar á þeim fyrir um tveimur og hálfum mánuði. Má sannarlega segja að þeir hafi ekki setið auðum höndum síðan. „Við erum búnir að gera þetta allt saman sjálfir, hanna allt og innrétta. Það má sannarlega segja að við séum búnir að leggja dag við nótt til að koma Dúfnahólum tíu af stað,“ útskýrir Arnar og Unnar skýtur því að, að kærastan hans sé farin að sakna hans, þar sem lítið hafi sést til hans síðan ákvörðun um skemmtistað var tekin. „Hingað ættu allir að geta komið og fundið eitthvað við sitt hæfi. Á daginn verður hér kaffihúsastemning þar sem gestir geta fengið sér vöfflu eins og í eldhúsinu hjá ömmu. Svo verða hinar ýmsu uppákomur á kvöldin,“ bendir Unnar á. „Svo verður ferskur djús hjá okkur, köllum það djús í bús,“ skýtur Arnar að og hlær. Lofa drengirnir að þeir muni brjóta allar reglurnar og að stanslaust stuð muni einkenna Dúfnahóla tíu. „Þetta verður vinsælasti skemmtistaðurinn í Reykjavík," skjóta þeir að í lokin.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira