Til íslenskra kvenna um sérhæfða brjóstamiðstöð á Íslandi Kristján Skúli Ásgeirsson skrifar 10. júlí 2015 07:00 Að gefnu tilefni finnst mér rétt að koma á framfæri nokkrum staðreyndum um stofnun sérhæfðrar brjóstamiðstöðvar á Íslandi og leiðrétta nokkrar alvarlegar rangfærslur sem slegið hefur verið fram. Hugmyndin um stofnun sérhæfðrar brjóstamiðstöðvar er ekki ný af nálinni. Í mínu sérnámi hafði ég unnið um nokkurra ára skeið á sérhæfðri brjóstamiðstöð í Bretlandi og grein um áhuga minn á að koma á fót sérhæfðri brjóstamiðstöð á Íslandi birtist í íslenskum fjölmiðlum 2006 (https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1111174/). Ári seinna kom ég heim úr mínu sérnámi sem sérhæfður brjóstakrabbameinsskurðlæknir og réð mig á Landspítalann. Ég var fullur eldmóðs, áhuga og vilja til að leggja mitt af mörkum svo sérhæfð brjóstamiðstöð yrði að veruleika á Landspítala, en spítalinn hafði skömmu áður kynnt þá yfirlýstu stefnu að koma slíkri einingu á. Þetta var ein af aðalástæðum þess að ég réð mig til starfa á Landspítala. Fyrir þá sem ekki vita hvað sérhæfð brjóstamiðstöð er þá er þetta eining, oftast sérstök bygging, sem getur verið í tengslum við starfsemi stærri spítala, þar sem sérfræðingar í greiningu, meðferð og eftirliti brjóstakrabbameins vinna saman undir sama þaki og geta einbeitt sér alfarið að sinni sérgreinaþekkingu. Svona eining stuðlar að teymisvinnu og hvetur til þverfaglegrar rannsóknarvinnu og er þannig undirstaða góðs árangurs í þessum sjúkdómi en einnig mikilvæg fyrir heildræna, persónulega og sjúklingamiðaða þjónustu. Það er í slíkum brjóstamiðstöðvum sem konur með ættlæga tilhneigingu (BRCA-gen) til að fá brjóstakrabbamein fá sína fræðslu, sálrænan stuðning, eftirlit og fyrirbyggjandi skurðaðgerðir. Þessu til viðbótar þá er sérhæfð brjóstamiðstöð það umhverfi sem flestir erlendir sérfræðingar með mína sérþekkingu vinna í og er að mínu mati forsendan fyrir því að fá fleiri brjóstaskurðlækna til að flytja heim og starfa á Íslandi. Það rann þó fljótlega upp fyrir mér að Landspítalinn hafði engan sérstakan áhuga á að setja fjármagn í þennan málaflokk, umfram það sem verið hafði á árum áður, sem er nokkuð merkilegt þar sem um er að ræða greiningu og meðferð eins algengasta krabbameins á Íslandi. Það er líka ákaflega merkilegt að hugsa til þess að á Landspítala (Háskólasjúkrahúsi) þá hefur enginn sérhæfður brjóstaröntgenlæknir verið starfandi undanfarin 20 ár, en þessari þjónustu allri verið sinnt af Krabbameinsfélagi Íslands, sem eru félagasamtök (einkarekin stofnun) með samning fyrir sína sérfræðinga við Sjúkratryggingar Íslands. Nokkrar breytingar til batnaðar áttu sér stað í þessari þjónustu á fyrstu árum mínum í starfi hérlendis, en þær byggðust fyrst og fremst á dæmalausri vinnu, launaðri og ólaunaðri. Þær höfðu þó ekkert með framkvæmd á stefnu spítalans að gera í þessum málaflokki, enda hafði spítalinn enga stefnu nema á pappír. Ég leitaði til stuðningshópa um kaup á sérstökum tækjum til nota á skurðstofum fyrir aðgerðir við brjóstnám vegna krabbameins og uppbyggingu brjósta, en ljóst var að engum fjármunum Landspítala skyldi varið sérstaklega fyrir þennan hóp. Á sama tíma fór ég reglulega til Færeyja að sinna brjóstakrabbameinssjúklingum þar og stuðlaði þannig með beinum og óbeinum hætti að talsverðum sértekjum fyrir Landspítalann, en fjöldi færeyskra sjúklinga kom til mín í aðgerðir á Landspítala á fyrstu árum þessa samkomulags. Ég fékk vilyrði fyrir því að hluta af sértekjunum sem ég aflaði fyrir spítalann yrði varið í tækjakaup fyrir þessar sérhæfðu brjóstaaðgerðir en raunin varð önnur. Sértekjurnar voru notaðar í tækjakaup fyrir aðra starfsemi spítalans. Eftir sex ára þrotlausa vinnu, miklar fundarsetur og skýrsluskrif, varð mér ljóst að Landspítalinn ætlaði sér ekki að leggja áherslu á eða setja sérstakt fjármagn í stofnun sérhæfðrar brjóstamiðstöðvar og það var í framhaldi af þeim raunveruleika sem blasti við mér að ég ákvað að taka mér árs leyfi frá störfum og starfa nú við eina virtustu brjóstamiðstöð í Bretlandi. Nokkrum mánuðum eftir að ég tók þessa ákvörðun fór ég að kanna hvort möguleikar væru á því að stofna brjóstamiðstöð utan Landspítalans og fékk til samstarfs við mig sérhæfðan brjóstaröntgenlækni sem ég hef unnið með í Færeyjum undanfarin þrjú ár. Við tveir erum þeir einu sem eigum og komum að rekstri Brjóstamiðstöðvarinnar sem fyrirhugað er að starfi í Klíníkinni Ármúla. Engir fjárfestar koma þar að máli. Það er því sex ára saga að baki þeirri sérhæfðu brjóstamiðstöð sem brátt tekur til starfa á Íslandi þótt utan Landspítalans sé, því miður! Eina markmið undirritaðs er að búa til umgjörð utan um viðkvæman málaflokk sem þarf að hlúa betur að en gert hefur verið og sinna honum með sóma. Fjölmargar rangfærslur hafa verið settar fram um Brjóstamiðstöðina og langar mig að nefna hér sérstaklega þrjár.1. „Eining sem þessi utan Landspítala mun leiða til aukins kostnaðar sjúklinga.“ Þeir sem halda þessari staðhæfingu fram vita greinilega ekki hver núverandi kostnaðarþátttaka íslenskra brjóstakrabbameinssjúklinga er. Nýlega bað ég konu sem hafði gengist undir meðferð hjá mér að taka saman hvað hún hafði greitt fyrir greiningu og meðferð síns brjóstakrabbameins. Hún fékk greiningu hjá Krabbameinsfélagi Íslands og gekkst undir skurðaðgerðir og endurhæfingu á Landspítala. Samtals greiddi hún úr eigin vasa rúmlega 505.000 krónur. Ég fullyrði að Brjóstamiðstöðin, sem fyrirhugað er að verði starfrækt í Klíníkinni Ármúla, muni ekki leiða til kostnaðarauka fyrir brjóstakrabbameinssjúklinga. Með meiri samfellu í greiningu, skurðmeðferð og endurhæfingu, eins og stefnt er að í Brjóstamiðstöðinni, er líklegt að kostnaðurinn lækki.2. „Þetta mun leiða til aukinna útgjalda fyrir ríkið.“ Það eru í raun engin rök fyrir þessari staðhæfingu og það sem oft er vitnað til hér og haft til samanburðar er bandaríska tryggingakerfið. Brjóstamiðstöðin mun semja við Sjúkratryggingar um kostnaðarþátttöku, þar sem mjög nákvæm kostnaðargreining er forsenda samningsins og jafnt aðgengi allra tryggt. Fyrir þá sem ekki þekkja þá borgar ríkið, í gegnum Sjúkratryggingar, sérfræðingi fyrir hvert læknisverk. Læknirinn ber ábyrgð á hluta kostnaðar (leiga af húsnæði, tækjum o.fl.) og fara þá laun lækna eftir því hver framleiðnin er. Hún er þannig ekki föst, eins og gerist á Landspítala. Fyrir skurðlækna má með nokkurri einföldun segja að sá sem framkvæmir fleiri aðgerðir fær hærri greiðslur frá Sjúkratryggingum. Slíkt kerfi hvetur til hagvæmni, þ.e. það er reynt að vinna verkin með sem minnstum kostnaði og auka framleiðnina (gera fleiri aðgerðir), sem er ólíkt því sem gerist á ríkisstofnun eins og Landspítala, þar sem það skiptir engu máli hvað þú framleiðir mikið eða lítið, launin verða alltaf þau sömu. Ég fullyrði, eftir að hafa unnið á Landspítala undanfarin sjö ár, að það sé hægt að auka framleiðnina þar til muna, og minnka kostnað ríkisins.3. „Það er hættulegt að gera svona aðgerðir utan Landspítalans.“ Á árunum 2008 til 2014 voru rúmlega 2.400 brjóstaskurðaðgerðir framkvæmdar á Landspítala, allt frá smærri greiningaraðgerðum í stærri uppbyggingaraðgerðir. Á þessum tíma lagðist ein kona á gjörgæsludeildina. Vitað var að hún þyrfti gjörgæslumeðferð, og var það skipulagt fyrir fram. Engin þeirra kvenna sem gengist hafa undir fyrirbyggjandi brjóstnám undanfarin ár (arfberar BRCA-stökkbreytinga) hafa þurft að leggjast inn á gjörgæsludeild. Síðarnefndi hópurinn er að langmestu leyti ungar hraustar konur með enga undirliggjandi sjúkdóma. Á þeirri deild sem ég vinn núna á í Bretlandi eru um það bil 60% af brjóstakrabbameinsaðgerðum gerðar á dagdeildum, þar sem konurnar útskrifast sama dag og aðgerðin er framkvæmd. Þeir sem halda því fram að þessar aðgerðir þurfi að gerast með þeirri yfirbyggingu sem er á hátæknisjúkrahúsi og með nálægð við gjörgæsludeild hafa einfaldlega ekki þekkingu á eðli eða umfangi þessara aðgerða. Ég leyfi mér að fullyrða að stærsta spurningin í þessu máli sé hins vegar afar einföld; hvernig vilja íslenskar konur og þær konur sem bera BRCA-genið hafa þjónustuna? Væri ekki ráð fyrir fjölmiðla að spyrja þeirrar spurningar áður en lengra er haldið í upphrópunum, rangfærslum og ráðleggingum frá sjálfskipuðum sérfræðingum sem hafa ekki komið nálægt raunveruleikanum sem blasir við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni finnst mér rétt að koma á framfæri nokkrum staðreyndum um stofnun sérhæfðrar brjóstamiðstöðvar á Íslandi og leiðrétta nokkrar alvarlegar rangfærslur sem slegið hefur verið fram. Hugmyndin um stofnun sérhæfðrar brjóstamiðstöðvar er ekki ný af nálinni. Í mínu sérnámi hafði ég unnið um nokkurra ára skeið á sérhæfðri brjóstamiðstöð í Bretlandi og grein um áhuga minn á að koma á fót sérhæfðri brjóstamiðstöð á Íslandi birtist í íslenskum fjölmiðlum 2006 (https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1111174/). Ári seinna kom ég heim úr mínu sérnámi sem sérhæfður brjóstakrabbameinsskurðlæknir og réð mig á Landspítalann. Ég var fullur eldmóðs, áhuga og vilja til að leggja mitt af mörkum svo sérhæfð brjóstamiðstöð yrði að veruleika á Landspítala, en spítalinn hafði skömmu áður kynnt þá yfirlýstu stefnu að koma slíkri einingu á. Þetta var ein af aðalástæðum þess að ég réð mig til starfa á Landspítala. Fyrir þá sem ekki vita hvað sérhæfð brjóstamiðstöð er þá er þetta eining, oftast sérstök bygging, sem getur verið í tengslum við starfsemi stærri spítala, þar sem sérfræðingar í greiningu, meðferð og eftirliti brjóstakrabbameins vinna saman undir sama þaki og geta einbeitt sér alfarið að sinni sérgreinaþekkingu. Svona eining stuðlar að teymisvinnu og hvetur til þverfaglegrar rannsóknarvinnu og er þannig undirstaða góðs árangurs í þessum sjúkdómi en einnig mikilvæg fyrir heildræna, persónulega og sjúklingamiðaða þjónustu. Það er í slíkum brjóstamiðstöðvum sem konur með ættlæga tilhneigingu (BRCA-gen) til að fá brjóstakrabbamein fá sína fræðslu, sálrænan stuðning, eftirlit og fyrirbyggjandi skurðaðgerðir. Þessu til viðbótar þá er sérhæfð brjóstamiðstöð það umhverfi sem flestir erlendir sérfræðingar með mína sérþekkingu vinna í og er að mínu mati forsendan fyrir því að fá fleiri brjóstaskurðlækna til að flytja heim og starfa á Íslandi. Það rann þó fljótlega upp fyrir mér að Landspítalinn hafði engan sérstakan áhuga á að setja fjármagn í þennan málaflokk, umfram það sem verið hafði á árum áður, sem er nokkuð merkilegt þar sem um er að ræða greiningu og meðferð eins algengasta krabbameins á Íslandi. Það er líka ákaflega merkilegt að hugsa til þess að á Landspítala (Háskólasjúkrahúsi) þá hefur enginn sérhæfður brjóstaröntgenlæknir verið starfandi undanfarin 20 ár, en þessari þjónustu allri verið sinnt af Krabbameinsfélagi Íslands, sem eru félagasamtök (einkarekin stofnun) með samning fyrir sína sérfræðinga við Sjúkratryggingar Íslands. Nokkrar breytingar til batnaðar áttu sér stað í þessari þjónustu á fyrstu árum mínum í starfi hérlendis, en þær byggðust fyrst og fremst á dæmalausri vinnu, launaðri og ólaunaðri. Þær höfðu þó ekkert með framkvæmd á stefnu spítalans að gera í þessum málaflokki, enda hafði spítalinn enga stefnu nema á pappír. Ég leitaði til stuðningshópa um kaup á sérstökum tækjum til nota á skurðstofum fyrir aðgerðir við brjóstnám vegna krabbameins og uppbyggingu brjósta, en ljóst var að engum fjármunum Landspítala skyldi varið sérstaklega fyrir þennan hóp. Á sama tíma fór ég reglulega til Færeyja að sinna brjóstakrabbameinssjúklingum þar og stuðlaði þannig með beinum og óbeinum hætti að talsverðum sértekjum fyrir Landspítalann, en fjöldi færeyskra sjúklinga kom til mín í aðgerðir á Landspítala á fyrstu árum þessa samkomulags. Ég fékk vilyrði fyrir því að hluta af sértekjunum sem ég aflaði fyrir spítalann yrði varið í tækjakaup fyrir þessar sérhæfðu brjóstaaðgerðir en raunin varð önnur. Sértekjurnar voru notaðar í tækjakaup fyrir aðra starfsemi spítalans. Eftir sex ára þrotlausa vinnu, miklar fundarsetur og skýrsluskrif, varð mér ljóst að Landspítalinn ætlaði sér ekki að leggja áherslu á eða setja sérstakt fjármagn í stofnun sérhæfðrar brjóstamiðstöðvar og það var í framhaldi af þeim raunveruleika sem blasti við mér að ég ákvað að taka mér árs leyfi frá störfum og starfa nú við eina virtustu brjóstamiðstöð í Bretlandi. Nokkrum mánuðum eftir að ég tók þessa ákvörðun fór ég að kanna hvort möguleikar væru á því að stofna brjóstamiðstöð utan Landspítalans og fékk til samstarfs við mig sérhæfðan brjóstaröntgenlækni sem ég hef unnið með í Færeyjum undanfarin þrjú ár. Við tveir erum þeir einu sem eigum og komum að rekstri Brjóstamiðstöðvarinnar sem fyrirhugað er að starfi í Klíníkinni Ármúla. Engir fjárfestar koma þar að máli. Það er því sex ára saga að baki þeirri sérhæfðu brjóstamiðstöð sem brátt tekur til starfa á Íslandi þótt utan Landspítalans sé, því miður! Eina markmið undirritaðs er að búa til umgjörð utan um viðkvæman málaflokk sem þarf að hlúa betur að en gert hefur verið og sinna honum með sóma. Fjölmargar rangfærslur hafa verið settar fram um Brjóstamiðstöðina og langar mig að nefna hér sérstaklega þrjár.1. „Eining sem þessi utan Landspítala mun leiða til aukins kostnaðar sjúklinga.“ Þeir sem halda þessari staðhæfingu fram vita greinilega ekki hver núverandi kostnaðarþátttaka íslenskra brjóstakrabbameinssjúklinga er. Nýlega bað ég konu sem hafði gengist undir meðferð hjá mér að taka saman hvað hún hafði greitt fyrir greiningu og meðferð síns brjóstakrabbameins. Hún fékk greiningu hjá Krabbameinsfélagi Íslands og gekkst undir skurðaðgerðir og endurhæfingu á Landspítala. Samtals greiddi hún úr eigin vasa rúmlega 505.000 krónur. Ég fullyrði að Brjóstamiðstöðin, sem fyrirhugað er að verði starfrækt í Klíníkinni Ármúla, muni ekki leiða til kostnaðarauka fyrir brjóstakrabbameinssjúklinga. Með meiri samfellu í greiningu, skurðmeðferð og endurhæfingu, eins og stefnt er að í Brjóstamiðstöðinni, er líklegt að kostnaðurinn lækki.2. „Þetta mun leiða til aukinna útgjalda fyrir ríkið.“ Það eru í raun engin rök fyrir þessari staðhæfingu og það sem oft er vitnað til hér og haft til samanburðar er bandaríska tryggingakerfið. Brjóstamiðstöðin mun semja við Sjúkratryggingar um kostnaðarþátttöku, þar sem mjög nákvæm kostnaðargreining er forsenda samningsins og jafnt aðgengi allra tryggt. Fyrir þá sem ekki þekkja þá borgar ríkið, í gegnum Sjúkratryggingar, sérfræðingi fyrir hvert læknisverk. Læknirinn ber ábyrgð á hluta kostnaðar (leiga af húsnæði, tækjum o.fl.) og fara þá laun lækna eftir því hver framleiðnin er. Hún er þannig ekki föst, eins og gerist á Landspítala. Fyrir skurðlækna má með nokkurri einföldun segja að sá sem framkvæmir fleiri aðgerðir fær hærri greiðslur frá Sjúkratryggingum. Slíkt kerfi hvetur til hagvæmni, þ.e. það er reynt að vinna verkin með sem minnstum kostnaði og auka framleiðnina (gera fleiri aðgerðir), sem er ólíkt því sem gerist á ríkisstofnun eins og Landspítala, þar sem það skiptir engu máli hvað þú framleiðir mikið eða lítið, launin verða alltaf þau sömu. Ég fullyrði, eftir að hafa unnið á Landspítala undanfarin sjö ár, að það sé hægt að auka framleiðnina þar til muna, og minnka kostnað ríkisins.3. „Það er hættulegt að gera svona aðgerðir utan Landspítalans.“ Á árunum 2008 til 2014 voru rúmlega 2.400 brjóstaskurðaðgerðir framkvæmdar á Landspítala, allt frá smærri greiningaraðgerðum í stærri uppbyggingaraðgerðir. Á þessum tíma lagðist ein kona á gjörgæsludeildina. Vitað var að hún þyrfti gjörgæslumeðferð, og var það skipulagt fyrir fram. Engin þeirra kvenna sem gengist hafa undir fyrirbyggjandi brjóstnám undanfarin ár (arfberar BRCA-stökkbreytinga) hafa þurft að leggjast inn á gjörgæsludeild. Síðarnefndi hópurinn er að langmestu leyti ungar hraustar konur með enga undirliggjandi sjúkdóma. Á þeirri deild sem ég vinn núna á í Bretlandi eru um það bil 60% af brjóstakrabbameinsaðgerðum gerðar á dagdeildum, þar sem konurnar útskrifast sama dag og aðgerðin er framkvæmd. Þeir sem halda því fram að þessar aðgerðir þurfi að gerast með þeirri yfirbyggingu sem er á hátæknisjúkrahúsi og með nálægð við gjörgæsludeild hafa einfaldlega ekki þekkingu á eðli eða umfangi þessara aðgerða. Ég leyfi mér að fullyrða að stærsta spurningin í þessu máli sé hins vegar afar einföld; hvernig vilja íslenskar konur og þær konur sem bera BRCA-genið hafa þjónustuna? Væri ekki ráð fyrir fjölmiðla að spyrja þeirrar spurningar áður en lengra er haldið í upphrópunum, rangfærslum og ráðleggingum frá sjálfskipuðum sérfræðingum sem hafa ekki komið nálægt raunveruleikanum sem blasir við?
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar