Litháísk móðuramma deilir um forræði íslensks barns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. júlí 2015 07:00 Mikið hefur verið fjallað um málið í litháískum fjölmiðlum. mynd/skjáskot Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir „Það er svo óréttlátt að geta ekki faðmað barnabarnið sitt og að geta ekki séð barnið þroskast. Ég ól barnið upp með dóttur minni,“ segir Marija Anzeliené, litháísk kona á sextugsaldri sem lengi hefur staðið í deilum við íslensk barnaverndaryfirvöld um forræði yfir barnabarni sínu sem var ættleitt til íslenskra foreldra. Litháískir fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um málið og þar hefur Marija lýst sorgum sínum. Marija og dóttir hennar voru búsettar á Íslandi í nokkur ár. Dóttir hennar fæddi barn hér á landi árið 2010. Marija flutti aftur til Litháen en dóttir hennar bjó áfram hér á landi. Dóttir Marija lést árið 2013 og sóttist Marija eftir forræði þriggja ára barnabarns síns. Barnið var forsjárlaust eftir að móðirin dó. „Barnið vildi aldrei fara frá mér og grét í hvert skipti sem við kvöddumst,“ segir Marija en eftir andlát dóttur sinnar fékk hún að heimsækja barnið sem þá var hjá barnaverndaryfirvöldum. Marija var tilkynnt sama ár að barnið hefði verið ættleitt til íslenskra forelda og að hún mætti ekki hafa samband við barnið. „Íslensk barnaverndaryfirvöld komu í veg fyrir að ég fengi forræði þó að barnið sé með litháískt vegabréf,“ segir Marija og bætir við að dóttir hennar hafi gengið frá litháísku vegabréfi fyrir barnið í síðustu heimsókn sinni til Litháen. „Ég er miður mín að ég fái ekki forræði. Barninu líkaði vel í Litháen og var ánægt hér með mér,“ segir María og bætir við að það hafi verið vilji dóttur sinnar að hún fengi forræði. „Áður en dóttir mín dó tók hún fram að ég ætti að sjá um barnið.“ Nokkrum vikum eftir að dóttir Marija dó komu starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur til Litháen að kanna aðstæður á heimili Marija. „Það eru barnaverndaryfirvöld í Litháen sem hefðu átt að meta aðstæðurnar og var þetta ekki eðlileg heimsókn,“ segir Marija og bætir við að ef hún gæti snúið til baka myndi hún ekki hleypa þeim inn. „Það eru gerðar mjög strangar kröfur um að senda börn ekki úr landi án þess að vita raunverulega hvað bíður þeirra,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra segir að þegar svona aðstæður komi upp sé ekki sjálfgefið að börn fari til aðstandenda sinna. „Lögin gera ráð fyrir því að eftir að ættingjar forsjárlauss barns gefa sig fram séu aðstæður kannaðar. Ef ættingjar búa erlendis er stundum gengið svo langt að farið er til landsins þar sem ættinginn er til þess að kanna aðstæður,“ segir Halldóra og bætir við að í tilfellum sem þessu sé væntanlega eitthvað því til fyrirstöðu að ættinginn fái forræði. „Það fer fram heildstætt mat á aðstæðum í svona málum. Matið er gert í samráði við barnaverndaryfirvöld í því landi sem viðkomandi býr,“ segir Halldóra. „Það þarf að meta stöðu barnsins á Íslandi, dvalartíma, tengsl á Íslandi og tengsl barnsins við ættingja. Þá eru aðstæður ættingja kannaðar,“ segir Halldóra. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir „Það er svo óréttlátt að geta ekki faðmað barnabarnið sitt og að geta ekki séð barnið þroskast. Ég ól barnið upp með dóttur minni,“ segir Marija Anzeliené, litháísk kona á sextugsaldri sem lengi hefur staðið í deilum við íslensk barnaverndaryfirvöld um forræði yfir barnabarni sínu sem var ættleitt til íslenskra foreldra. Litháískir fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um málið og þar hefur Marija lýst sorgum sínum. Marija og dóttir hennar voru búsettar á Íslandi í nokkur ár. Dóttir hennar fæddi barn hér á landi árið 2010. Marija flutti aftur til Litháen en dóttir hennar bjó áfram hér á landi. Dóttir Marija lést árið 2013 og sóttist Marija eftir forræði þriggja ára barnabarns síns. Barnið var forsjárlaust eftir að móðirin dó. „Barnið vildi aldrei fara frá mér og grét í hvert skipti sem við kvöddumst,“ segir Marija en eftir andlát dóttur sinnar fékk hún að heimsækja barnið sem þá var hjá barnaverndaryfirvöldum. Marija var tilkynnt sama ár að barnið hefði verið ættleitt til íslenskra forelda og að hún mætti ekki hafa samband við barnið. „Íslensk barnaverndaryfirvöld komu í veg fyrir að ég fengi forræði þó að barnið sé með litháískt vegabréf,“ segir Marija og bætir við að dóttir hennar hafi gengið frá litháísku vegabréfi fyrir barnið í síðustu heimsókn sinni til Litháen. „Ég er miður mín að ég fái ekki forræði. Barninu líkaði vel í Litháen og var ánægt hér með mér,“ segir María og bætir við að það hafi verið vilji dóttur sinnar að hún fengi forræði. „Áður en dóttir mín dó tók hún fram að ég ætti að sjá um barnið.“ Nokkrum vikum eftir að dóttir Marija dó komu starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur til Litháen að kanna aðstæður á heimili Marija. „Það eru barnaverndaryfirvöld í Litháen sem hefðu átt að meta aðstæðurnar og var þetta ekki eðlileg heimsókn,“ segir Marija og bætir við að ef hún gæti snúið til baka myndi hún ekki hleypa þeim inn. „Það eru gerðar mjög strangar kröfur um að senda börn ekki úr landi án þess að vita raunverulega hvað bíður þeirra,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra segir að þegar svona aðstæður komi upp sé ekki sjálfgefið að börn fari til aðstandenda sinna. „Lögin gera ráð fyrir því að eftir að ættingjar forsjárlauss barns gefa sig fram séu aðstæður kannaðar. Ef ættingjar búa erlendis er stundum gengið svo langt að farið er til landsins þar sem ættinginn er til þess að kanna aðstæður,“ segir Halldóra og bætir við að í tilfellum sem þessu sé væntanlega eitthvað því til fyrirstöðu að ættinginn fái forræði. „Það fer fram heildstætt mat á aðstæðum í svona málum. Matið er gert í samráði við barnaverndaryfirvöld í því landi sem viðkomandi býr,“ segir Halldóra. „Það þarf að meta stöðu barnsins á Íslandi, dvalartíma, tengsl á Íslandi og tengsl barnsins við ættingja. Þá eru aðstæður ættingja kannaðar,“ segir Halldóra.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira