Ágangur sjávar ógnar landnámsminjum Stefán Rafn Sveinbjörnsson skrifar 13. júlí 2015 06:00 Sjávarrof hefur eyðilagt minjar við Sæból, sem getið er í Landnámu. Mynd/Ingrid Kuhlman Eyþór Eðvarðsson „Ástandið er slæmt, það verður bara að segjast eins og er,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar. Mikið sjávarrof á sér stað víðs vegar um landið þar sem gamlar fornminjar er að finna. Margar þessara fornminja eru frá landnámsöld og hafa lítið verið rannsakaðar. Á Gufuskálum á Snæfellsnesi hafa merkilegar fornminjar eyðilagst í sjávarrofi en björgunaruppgröftur hefur átt sér stað á svæðinu undanfarin ár. „Svo eru mikil verðmæti til dæmis í moldinni þarna,“ segir Eyþór. „Hún er mikilvægur partur af þessu. Til dæmis á Gufuskálum erum við með átta metra háan jarðvistarhaug. Sem er bara einstakt. Það er þar sem menn eru að finna skartgripi frá fólki á landnámsöld. Þessar minjar eru nú í hættu,“ segir hann. „Maður er að koma á staði eins og Sæból í Önundarfirði sem er nefnt í Landnámu, einn af þessum stóru stöðum, og þar er rofið orðið það mikið að það eru eitt til þrjú tonn af torfum fallin niður og maður horfir inn í rofsárið og sér bein, steinahleðslur og mannvistarleifar sem eru ábyggilega þúsund ára gamlar.“ Hann segir að leita þurfi allra leiða til að varðveita minjarnar. Fólk hafi áhuga á málefninu en átti sig kannski ekki á því hve mikil hætta steðjar að minjunum. „Það sem þarf að gera er ná böndum utan um þetta, við vitum hreinlega ekki hvað eru margar svona minjar við Ísland. Þetta er meira og minna órannsakað. Það sem Skotar hafa til dæmis gert er að hugsa aðeins út fyrir kassann en þeir eru byrjaðir að færa minjar sem eru við sjávarsíðuna og eru búnir að koma upp vaktkerfi í kringum landið sem í er bara áhugafólk. Ef þetta væri á Íslandi gæti til dæmis hver fjörður passað upp á sínar minjar,“ segir Eyþór. Hann segir að þó að áhugafólk geti gert mikið til að passa upp á fornminjar þurfi að verja meira fjármagni til varðveislu þeirra. „Það bara vantar peninga. Það eru um 30 milljónir sem ríkið ver til fornleifarannsókna á ári, sem er allt of lítið.“ Fornminjar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Eyþór Eðvarðsson „Ástandið er slæmt, það verður bara að segjast eins og er,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar. Mikið sjávarrof á sér stað víðs vegar um landið þar sem gamlar fornminjar er að finna. Margar þessara fornminja eru frá landnámsöld og hafa lítið verið rannsakaðar. Á Gufuskálum á Snæfellsnesi hafa merkilegar fornminjar eyðilagst í sjávarrofi en björgunaruppgröftur hefur átt sér stað á svæðinu undanfarin ár. „Svo eru mikil verðmæti til dæmis í moldinni þarna,“ segir Eyþór. „Hún er mikilvægur partur af þessu. Til dæmis á Gufuskálum erum við með átta metra háan jarðvistarhaug. Sem er bara einstakt. Það er þar sem menn eru að finna skartgripi frá fólki á landnámsöld. Þessar minjar eru nú í hættu,“ segir hann. „Maður er að koma á staði eins og Sæból í Önundarfirði sem er nefnt í Landnámu, einn af þessum stóru stöðum, og þar er rofið orðið það mikið að það eru eitt til þrjú tonn af torfum fallin niður og maður horfir inn í rofsárið og sér bein, steinahleðslur og mannvistarleifar sem eru ábyggilega þúsund ára gamlar.“ Hann segir að leita þurfi allra leiða til að varðveita minjarnar. Fólk hafi áhuga á málefninu en átti sig kannski ekki á því hve mikil hætta steðjar að minjunum. „Það sem þarf að gera er ná böndum utan um þetta, við vitum hreinlega ekki hvað eru margar svona minjar við Ísland. Þetta er meira og minna órannsakað. Það sem Skotar hafa til dæmis gert er að hugsa aðeins út fyrir kassann en þeir eru byrjaðir að færa minjar sem eru við sjávarsíðuna og eru búnir að koma upp vaktkerfi í kringum landið sem í er bara áhugafólk. Ef þetta væri á Íslandi gæti til dæmis hver fjörður passað upp á sínar minjar,“ segir Eyþór. Hann segir að þó að áhugafólk geti gert mikið til að passa upp á fornminjar þurfi að verja meira fjármagni til varðveislu þeirra. „Það bara vantar peninga. Það eru um 30 milljónir sem ríkið ver til fornleifarannsókna á ári, sem er allt of lítið.“
Fornminjar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira