Er þörf á Samstöðu? 14. júlí 2015 12:00 Þrátt fyrir að hafa hætt þátttöku í pólitískum samtökum á vinstri vængnum upp úr 1984 fannst mér rétt að reyna að hafa áhrif á stofnun Samfylkingarinnar (1999) sem raunverulegrar samfylkingar nánast allra vinstri manna. Til þess ræddi ég við fáeina lykilkarla og lykilkonu en allt kom fyrir ekki. Því miður. Grunnhugmyndin að regnhlífarsamtökum félagshyggjufólks var ættuð frá Frakklandi og haldið á lofti af Vilmundi heitnum Gylfasyni. Gamalreynd en erfið aðferðafræðin felst í að fólk komi sér saman um helstu stefnumál og starfshætti sem duga til að móta og reka félagslega og hagfræðilega sjálfbært samfélag til næstu ára en geti eftir sem áður deilt um grunngerðina – kapítalisma, sósíalisma, þingræði, lýðræði, alþýðuvöld og fleira sem helstu grunnhugtök stjórnmála taka til og menn leggja ólíkan skilning í. Ávinningurinn felst í að hafa nægilega öflugan stuðning almennings, í gegnum kosningar, þingbundið lýðræði, endurskoðaða stjórnarskrá og virk samskipti við þúsundir (utan regnhlífarsamtakanna), til að reka mannvænna samfélag en nú er við lýði, til a.m.k. kosti áratugar. Nú til dags er komin ný vídd inn í þá vinnu: Umhverfismál og hugmyndir um sjálfbær samfélög á heimsvísu. Fimmtán ára vegferð, lengst af með Samfylkinguna og Vinstri græna sem aðalleikara á vinstri væng stjórnmálanna, hefur verið þannig að hann hefur koðnað niður, flest samtök launafólks týnt biti og samstöðu og kreppur nagað stoðir samfélagsins jafnt sem efnahag allt of margra. Í vökinni hefur vaxið hópur félagshyggjufólks, sjóræningjarnir, sem um 30% kjósenda binda vonir við. Enginn veit hvað sprettur af nýjabrumi hvert vor en hitt má benda á: Það er löngu kominn tími til að framboðin/flokkarnir þrír sem samanlagt hafa enn kosningafylgi um 25-30%, S, Bf og Vg, horfi jafnt inn á við sem út á við og spyrji spurninga eins og þessara: Getum við unnið saman sem starfhæf eining (samfylking), að hverju og þá hvernig? Getum við virkjað félagshyggjufólk utan flokkanna, m.a. í nokkrum litlum samtökum, og þá hvernig? Getum við tekið í hendur sjóræningja og fundið breiðan samstarfsgrunn? Flokkarnir fjórir hafa engu að tapa í þessum efnum. Það á að ræða stofnun Samstöðu. Næstu árin mun öll grunngerð íslensks þjóðfélags og flestra annarra samfélaga veraldar væntanlega ekki umturnast. En sífellt erfiðari verkefni í íslenskum fjármálum, umhverfismálum, öryggismálum og félagsþjónustu útheimta stjórnmálaafl sem getur verið fulltrúi mannúðar og skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa hætt þátttöku í pólitískum samtökum á vinstri vængnum upp úr 1984 fannst mér rétt að reyna að hafa áhrif á stofnun Samfylkingarinnar (1999) sem raunverulegrar samfylkingar nánast allra vinstri manna. Til þess ræddi ég við fáeina lykilkarla og lykilkonu en allt kom fyrir ekki. Því miður. Grunnhugmyndin að regnhlífarsamtökum félagshyggjufólks var ættuð frá Frakklandi og haldið á lofti af Vilmundi heitnum Gylfasyni. Gamalreynd en erfið aðferðafræðin felst í að fólk komi sér saman um helstu stefnumál og starfshætti sem duga til að móta og reka félagslega og hagfræðilega sjálfbært samfélag til næstu ára en geti eftir sem áður deilt um grunngerðina – kapítalisma, sósíalisma, þingræði, lýðræði, alþýðuvöld og fleira sem helstu grunnhugtök stjórnmála taka til og menn leggja ólíkan skilning í. Ávinningurinn felst í að hafa nægilega öflugan stuðning almennings, í gegnum kosningar, þingbundið lýðræði, endurskoðaða stjórnarskrá og virk samskipti við þúsundir (utan regnhlífarsamtakanna), til að reka mannvænna samfélag en nú er við lýði, til a.m.k. kosti áratugar. Nú til dags er komin ný vídd inn í þá vinnu: Umhverfismál og hugmyndir um sjálfbær samfélög á heimsvísu. Fimmtán ára vegferð, lengst af með Samfylkinguna og Vinstri græna sem aðalleikara á vinstri væng stjórnmálanna, hefur verið þannig að hann hefur koðnað niður, flest samtök launafólks týnt biti og samstöðu og kreppur nagað stoðir samfélagsins jafnt sem efnahag allt of margra. Í vökinni hefur vaxið hópur félagshyggjufólks, sjóræningjarnir, sem um 30% kjósenda binda vonir við. Enginn veit hvað sprettur af nýjabrumi hvert vor en hitt má benda á: Það er löngu kominn tími til að framboðin/flokkarnir þrír sem samanlagt hafa enn kosningafylgi um 25-30%, S, Bf og Vg, horfi jafnt inn á við sem út á við og spyrji spurninga eins og þessara: Getum við unnið saman sem starfhæf eining (samfylking), að hverju og þá hvernig? Getum við virkjað félagshyggjufólk utan flokkanna, m.a. í nokkrum litlum samtökum, og þá hvernig? Getum við tekið í hendur sjóræningja og fundið breiðan samstarfsgrunn? Flokkarnir fjórir hafa engu að tapa í þessum efnum. Það á að ræða stofnun Samstöðu. Næstu árin mun öll grunngerð íslensks þjóðfélags og flestra annarra samfélaga veraldar væntanlega ekki umturnast. En sífellt erfiðari verkefni í íslenskum fjármálum, umhverfismálum, öryggismálum og félagsþjónustu útheimta stjórnmálaafl sem getur verið fulltrúi mannúðar og skynsemi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar