Skiptar skoðanir um nýjan samning Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júlí 2015 07:00 Samningurinn sem Alexis Tsipras náði við leiðtoga evruríkjanna gæti splundrað ríkisstjórn hans. nordicphotos/afp Þjóðarleiðtogar evruríkjanna komust að samkomulagi um nýja neyðaraðstoð fyrir Grikkland í gærmorgun eftir 31 klukkutíma viðræður í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina. Samkomulagið felur í sér að Grikkir fá á bilinu 82 til 86 milljarða evra. Samkomulagið felur einnig í sér breytingar á ríkisrekstri í Grikklandi, auk þess sem Grikkjum er gert að einkavæða ýmsar stofnanir. Ekkert er minnst á niðurfellingu skulda í samkomulaginu. Hins vegar verður mögulegt að breyta skilyrðum varðandi endurgreiðslur svo hægt verði að fresta afborgunum ef nauðsyn krefur. Fréttastofa The Financial Times greinir frá því að Angela Merkel Þýskalandskanslari og Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, hafi eftir fjórtán tíma fund ákveðið að brotthvarf Grikklands úr evrusamstarfinu væri eina raunhæfa lausnin. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, gekk í veg fyrir þau þegar þau voru að yfirgefa fundarherbergið. „Fyrirgefið þið, en það er ekki möguleiki að þið séuð að fara að yfirgefa þetta herbergi,“ sagði Tusk. Tsipras sagði í gær að viðræðurnar væru erfiður bardagi en Grikkir hefðu tryggt sér samning.Donald TuskHætta er á að gríska þingið samþykki ekki samninginn þar sem sá hluti Syriza, flokks Tsipras, sem lengst er til vinstri kjósi að hafna samningnum þvert á óskir Tsipras. „Það er óeining innan flokksins. Hluti af embættismönnum Syriza er ekki samþykkur aðferðum forsætisráðherrans,“ hefur Bloomberg eftir Yanis Balafas, starfsmanni Syriza. Kassamerkið #ThisIsACoup sem á íslensku útleggst „Þetta er valdarán“ varð eitt það vinsælasta í Evrópu á Twitter í gær. Ræddu þar netverjar það sem kallað var afsal sjálfstæðis Grikkja til Evrópusambandsins annars vegar, því samningurinn sem náðist er keimlíkur þeim sem hafnað var í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr í júlí og hins vegar að Grikkjum er gert að einkavæða ríkiseignir fyrir um 50 milljarða evra. Hagfræðingurinn Paul Krugman segir í grein sinni í The New York Times að kröfur evrusvæðisins séu brjálæði og þær séu hrein svik við það sem verkefnið um sameinaða Evrópu átti að standa fyrir. Hann segir verkefnið, sem hann hafi alltaf lofað og stutt, hafa mögulega hlotið náðarhöggið í gær. Grikkland Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Þjóðarleiðtogar evruríkjanna komust að samkomulagi um nýja neyðaraðstoð fyrir Grikkland í gærmorgun eftir 31 klukkutíma viðræður í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina. Samkomulagið felur í sér að Grikkir fá á bilinu 82 til 86 milljarða evra. Samkomulagið felur einnig í sér breytingar á ríkisrekstri í Grikklandi, auk þess sem Grikkjum er gert að einkavæða ýmsar stofnanir. Ekkert er minnst á niðurfellingu skulda í samkomulaginu. Hins vegar verður mögulegt að breyta skilyrðum varðandi endurgreiðslur svo hægt verði að fresta afborgunum ef nauðsyn krefur. Fréttastofa The Financial Times greinir frá því að Angela Merkel Þýskalandskanslari og Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, hafi eftir fjórtán tíma fund ákveðið að brotthvarf Grikklands úr evrusamstarfinu væri eina raunhæfa lausnin. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, gekk í veg fyrir þau þegar þau voru að yfirgefa fundarherbergið. „Fyrirgefið þið, en það er ekki möguleiki að þið séuð að fara að yfirgefa þetta herbergi,“ sagði Tusk. Tsipras sagði í gær að viðræðurnar væru erfiður bardagi en Grikkir hefðu tryggt sér samning.Donald TuskHætta er á að gríska þingið samþykki ekki samninginn þar sem sá hluti Syriza, flokks Tsipras, sem lengst er til vinstri kjósi að hafna samningnum þvert á óskir Tsipras. „Það er óeining innan flokksins. Hluti af embættismönnum Syriza er ekki samþykkur aðferðum forsætisráðherrans,“ hefur Bloomberg eftir Yanis Balafas, starfsmanni Syriza. Kassamerkið #ThisIsACoup sem á íslensku útleggst „Þetta er valdarán“ varð eitt það vinsælasta í Evrópu á Twitter í gær. Ræddu þar netverjar það sem kallað var afsal sjálfstæðis Grikkja til Evrópusambandsins annars vegar, því samningurinn sem náðist er keimlíkur þeim sem hafnað var í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr í júlí og hins vegar að Grikkjum er gert að einkavæða ríkiseignir fyrir um 50 milljarða evra. Hagfræðingurinn Paul Krugman segir í grein sinni í The New York Times að kröfur evrusvæðisins séu brjálæði og þær séu hrein svik við það sem verkefnið um sameinaða Evrópu átti að standa fyrir. Hann segir verkefnið, sem hann hafi alltaf lofað og stutt, hafa mögulega hlotið náðarhöggið í gær.
Grikkland Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira