Fótbolti

Ég stend núna úti á miðjum velli og það eru truflaðar aðstæður hérna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Karl Finsen var öflugur í Evrópuævintýrinu í fyrra.
Ólafur Karl Finsen var öflugur í Evrópuævintýrinu í fyrra. Vísir/Valli
Stjörnumenn eru hvergi bangnir fyrir fyrsta Meistaradeildarleikinn í sögu félagsins þrátt fyrir slakt gengi hér heima.

„Þetta er frábær tímapunktur fyrir okkur að fá þennan leik núna. Okkur hefur ekki gengið sem skyldi í deildinni og það er fínt að þjappa okkur saman og það er mjög gott fyrir mig að hafa alla leikmennina hjá mér í nokkra daga,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var að klára æfingu á Celtic Park þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær.

„Ég stend núna úti á miðjum velli og það eru truflaðar aðstæður hérna. Það er draumur að spila við svona aðstæður,“ sagði Rúnar.

„Við þurfum að spila gríðarlega öfluga vörn og reyna að halda markinu hreinu. Við vitum að það verður erfitt en við ætlum að leggja líf og sál í það. Við höfum bullandi trú á því að við getum strítt þeim hérna þrátt fyrir að það hafi ekki gengið vel hjá okkur í deildinni," seguir Rúnar Páll.

„Þetta er önnur keppni og menn eiga að geta farið á næsta „level“ eins og við gerðum í Evrópukeppninni í fyrra. Það gefur hverjum einasta leikmanni svo mikinn neista að spila í svona móti og vonandi náum við góðum leik. Það þurfa allir að eiga sinn besta leik ef við ætlum að ná góðum úrslitum,“ sagði Rúnar sem hlakkaði mikið til leiksins.

„Þetta er skemmtilegt móment og það að fá að spila á móti svona frægu liði eins og Celtic er ekkert verra,“ sagði Rúnar Páll að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×