Íslensk tónlist í eldlínunni í Slóvakíu Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. júlí 2015 10:00 Tónleikar Bjarkar enduðu með glæsibrag. Fólk stóð agndofa yfir glæsilegum tónleikum sem enduðu með flugeldasýningu. mynd/Ctibor Bachraty Ísland og íslensk tónlist var í brennidepli á tónlistarhátíðinni Pohoda sem fram fór í Slóvakíu um liðna helgi. Þar komu fram Björk, Ghostigital, Fufanu, Kiasmos og Kippi Kaninus, ásamt fjölda fleiri þekktra listamanna. Um er að ræða eina stærstu indí-tónlistarhátíðina á þessu svæði og sækja hana um 30.000 gestir árlega. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, var á hátíðinni og tók þar meðal annars þátt í tveimur málþingum. „Þetta var virkilega skemmtileg hátíð. Það var mikill fókus á Ísland og íslenska tónlist. Annað málþingið sneri að umræðunni um svokallaðan tónlistarútflutning og hvort skrifstofurnar ætli að bjarga rokkinu. Það voru allir svo áhugasamir um Ísland því við eigum svo mikið af flottu tónlistarfólki sem er að gera góða hluti erlendis,“ segir Sigtryggur um annað málþingið.Björk kom fram á glæsilegum tónleikum en þeir enduðu með mikilli flugeldasýningu.mynd/ Ctibor BachratyHann segir íslensku listamennina hafa staðið sig með miklum sóma á hátíðinni. „Björk átti mjög flotta tónleika. Hún kemur fram á sínum eigin forsendum og lék mikið af nýju efni en það læddist þó eitt og eitt eldra lag með. Tónleikarnir hennar enduðu með flugeldasýningu,“ segir Sigtryggur um tónleika Bjarkar. „Allar íslensku hljómsveitirnar áttu mjög flott gigg. Kippi Kaninus spilaði á svokölluð Sunrise-slotti á tónleikunum, sem er klukkan fimm á laugardagsmorgni og aðstandendur hátíðarinnar sögðust aldrei hafa séð jafn marga áhorfendur á þessum tíma á hátíðinni,“ bætir Sigtryggur við. Á tónleikum Ghostigital reif Sigtryggur fram trommukjuðana og tók lagið með félaga sínum. Fleiri íslenskir trommuleikarar hófu að djamma með Ghostigital því Magnús Trygvason Eliassen, trommari Kippa Kaninus, og Elli Bang úr Fufanu stigu einnig á svið með Sykurmolunum fyrrverandi.Kippi Kaninus kom fram á svokölluðu Sunrise-slotti en aldrei hafa fleiri gestir verið á tónleikunum á þessum tíma á hátíðinni.mynd/Ctibor BachratyLiðsmenn Ghostigital kunna að galdra fram stemningu.mynd/ Ctibor BachratyKiasmos átti stórleik á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyBjörk kann svo sannarlega að koma fram á tónleikum.mynd/ Ctibor BachratyGhostigital hélt flotta tónleika á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyVeðrið lék við gesti hátíðarinnar.mynd/ Ctibor Bachraty Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Ísland og íslensk tónlist var í brennidepli á tónlistarhátíðinni Pohoda sem fram fór í Slóvakíu um liðna helgi. Þar komu fram Björk, Ghostigital, Fufanu, Kiasmos og Kippi Kaninus, ásamt fjölda fleiri þekktra listamanna. Um er að ræða eina stærstu indí-tónlistarhátíðina á þessu svæði og sækja hana um 30.000 gestir árlega. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, var á hátíðinni og tók þar meðal annars þátt í tveimur málþingum. „Þetta var virkilega skemmtileg hátíð. Það var mikill fókus á Ísland og íslenska tónlist. Annað málþingið sneri að umræðunni um svokallaðan tónlistarútflutning og hvort skrifstofurnar ætli að bjarga rokkinu. Það voru allir svo áhugasamir um Ísland því við eigum svo mikið af flottu tónlistarfólki sem er að gera góða hluti erlendis,“ segir Sigtryggur um annað málþingið.Björk kom fram á glæsilegum tónleikum en þeir enduðu með mikilli flugeldasýningu.mynd/ Ctibor BachratyHann segir íslensku listamennina hafa staðið sig með miklum sóma á hátíðinni. „Björk átti mjög flotta tónleika. Hún kemur fram á sínum eigin forsendum og lék mikið af nýju efni en það læddist þó eitt og eitt eldra lag með. Tónleikarnir hennar enduðu með flugeldasýningu,“ segir Sigtryggur um tónleika Bjarkar. „Allar íslensku hljómsveitirnar áttu mjög flott gigg. Kippi Kaninus spilaði á svokölluð Sunrise-slotti á tónleikunum, sem er klukkan fimm á laugardagsmorgni og aðstandendur hátíðarinnar sögðust aldrei hafa séð jafn marga áhorfendur á þessum tíma á hátíðinni,“ bætir Sigtryggur við. Á tónleikum Ghostigital reif Sigtryggur fram trommukjuðana og tók lagið með félaga sínum. Fleiri íslenskir trommuleikarar hófu að djamma með Ghostigital því Magnús Trygvason Eliassen, trommari Kippa Kaninus, og Elli Bang úr Fufanu stigu einnig á svið með Sykurmolunum fyrrverandi.Kippi Kaninus kom fram á svokölluðu Sunrise-slotti en aldrei hafa fleiri gestir verið á tónleikunum á þessum tíma á hátíðinni.mynd/Ctibor BachratyLiðsmenn Ghostigital kunna að galdra fram stemningu.mynd/ Ctibor BachratyKiasmos átti stórleik á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyBjörk kann svo sannarlega að koma fram á tónleikum.mynd/ Ctibor BachratyGhostigital hélt flotta tónleika á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyVeðrið lék við gesti hátíðarinnar.mynd/ Ctibor Bachraty
Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira