Innlent

Kópavogsbær vill Landsbankann

Snærós Sindradóttir skrifar
Ármann Kr Ólafsson
Ármann Kr Ólafsson
Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, hefur sent bankastjóra Landsbankans bréf þess efnis að bankinn sé velkominn með höfuðstöðvar sínar í bæinn. Landsbankinn hefur tilkynnt að byggja eigi höfuðstöðvar við Austurhöfn í Reykjavík.

„Ég benti Landsbankanum á að við eigum talsvert land á besta stað á höfuðborgarsvæðinu, það er að segja á Glaðheimasvæðinu, rétt hjá Smáralind,“ segir Ármann bæjarstjóri.

Jafnframt segir Ármann hafa bent á hve miðsvæðis lóðin sé á höfuðborgarsvæðinu og að það myndi henta bankanum vel.

„Um leið bauðst ég til að bærinn myndi aðstoða bankann við frekari rýnivinnu, eins og til dæmis varðandi ferðatíma starfsmanna til og frá vinnu.“

Aðspurður hvort Kópavogsbær bjóði Landsbankanum afslátt af lóðaverði í ljósi þess að flutningur höfuðstöðvanna myndu færa bænum umtalsverðar tekjur segir Ármann ekki talað um verð í bréfinu. „Það er bara verið að bjóða upp á viðræður ef til þess kæmis að Landsbankinn endurskoðaði afstöðu sína.“

Kristján Kristjánsson
Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, hafði ekki heyrt af bréfinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann.

„Við erum búin að skoða eiginlega allt höfuðborgarsvæðið og gefa okkur ákveðnar forsendur. Sú lóð sem við höfum valið er sú sem passar best inn í þær forsendur sem við höfum gefið okkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×