Innlent

Stíf norðanátt um miðjan júlí

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
Útkall á Þorlákshöfn Húsbíll fauk á hliðina á sunnudagsmorgun. Allir sluppu ómeiddir.
Útkall á Þorlákshöfn Húsbíll fauk á hliðina á sunnudagsmorgun. Allir sluppu ómeiddir. mynd/Viðar Arason
Björgunarfélag Árborgar var kallað út á Selfossi snemma í gærmorgun vegna óveðurs. Veðurstofan hafði varað við miklum vindi aðfaranótt sunnudags og fram eftir degi á Suðurlandi. Trampólín og annað lauslegt fauk af stað á Selfossi en björgunarsveitarfólk sótti það sem fokið hafði og batt það niður.

Viðar Arason, svæðisstjóri hjá Landsbjörg á Suðurlandi, sagði að svo mikill vindur væri óeðlilegur um miðjan júlí hér á Íslandi. Eitt útkall var í Þorlákshöfn þar sem húsbíll fauk á hliðina. Innanborðs voru ferðamenn en enginn slasaðist.

Veðurstofan sagði að hvöss norðanátt hefði verið um allt land í gær en þó mest á Suður- og Vesturlandi. Veðrið gekk niður eftir því sem leið á daginn, en þó má búast við áframhaldandi vindi í vikunni. Teitur Arason veðurfræðingur segir að það komi leiðinda norðanátt á hverju sumri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×