Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Ingvar Haraldsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Iceland Resources hefur sótt um leyfi til gulleitar við Hveragerði og á sjö öðrum stöðum á Íslandi. vísir/einar ólason Iceland Resources ehf. hefur sótt um leyfi hjá Orkustofnun til að leita að gulli og kopar norðan við Hveragerði, norðarlega í Héraðsflóa við Vopnafjörð og á sex öðrum stöðum á Íslandi. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Iceland Resources, segir að gull hafi fundist á Íslandi en óljóst hvort gullið sé í vinnanlegu magni. „Ef við finnum fjölæðakerfi þá borgar sig að vinna það en ef það er bara ein æð þá borgar það sig ekki,“ segir Vilhjálmur. Fáist leyfi til gullleitar verður unnið úr upplýsingum sem til eru um svæðin og þau kortlögð, auk þess sem tekin verði yfirborðssýni úr jörðu að sögn Vilhjálms. „Ef þau líta vel út taka menn ákvarðanir um hvort það eigi að skjóta niður holum,“ segir hann. Kanadískt námufyrirtæki stendur að fjármögnun verkefnisins. Vilhjálmur vill ekki gefa upp hvaða fyrirtæki er um að ræða þar sem það sé skráð á hlutabréfamarkað og hafi ekki tilkynnt formlega um verkefnið.Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og kollegar hans að bora eftir kopar í Noregi.Vilhjálmur segir að langan tíma taki að koma námugreftri á fót. „Frá því að við byrjum rannsóknir eru að minnsta kosti átta ár í að farið verður að vinna eitthvað. Það getur líka vel verið að það finnist ekki neitt,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur áður komið að gullleit en North Atlantic Mining Associates, þar sem Vilhjálmur er einnig framkvæmdastjóri, fann gull við gröft í Þormóðsdal. „Það sem við fundum í Þormóðsdalnum sýnir að þessi jarðkerfi eru til á Íslandi,“ segir hann. Frekari rannsókna er þörf til að komast að því hvort borgi sig að vinna gullið í Þormóðsdal en til þess vantar fjármagn. „Við erum að reyna að halda lífi í verkefninu,“ segir Reinhard Reynisson, stjórnarformaður Málmís, en dótturfélag þess, Melmi, hefur staðið að gullleitinni. „Það voru aðilar sem ætluðu að koma inn í þetta en það gekk svo ekki upp,“ segir Reinhart. Reinhard segir engar formlegar viðræður í gangi en að reglulega sýni fjárfestar verkefninu áhuga. „Við erum með leyfi út næsta ár en það er bundið því að við getum hafið rannsóknir sem við ætluðum að gera á þessu ári,“ segir hann. Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Iceland Resources ehf. hefur sótt um leyfi hjá Orkustofnun til að leita að gulli og kopar norðan við Hveragerði, norðarlega í Héraðsflóa við Vopnafjörð og á sex öðrum stöðum á Íslandi. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Iceland Resources, segir að gull hafi fundist á Íslandi en óljóst hvort gullið sé í vinnanlegu magni. „Ef við finnum fjölæðakerfi þá borgar sig að vinna það en ef það er bara ein æð þá borgar það sig ekki,“ segir Vilhjálmur. Fáist leyfi til gullleitar verður unnið úr upplýsingum sem til eru um svæðin og þau kortlögð, auk þess sem tekin verði yfirborðssýni úr jörðu að sögn Vilhjálms. „Ef þau líta vel út taka menn ákvarðanir um hvort það eigi að skjóta niður holum,“ segir hann. Kanadískt námufyrirtæki stendur að fjármögnun verkefnisins. Vilhjálmur vill ekki gefa upp hvaða fyrirtæki er um að ræða þar sem það sé skráð á hlutabréfamarkað og hafi ekki tilkynnt formlega um verkefnið.Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og kollegar hans að bora eftir kopar í Noregi.Vilhjálmur segir að langan tíma taki að koma námugreftri á fót. „Frá því að við byrjum rannsóknir eru að minnsta kosti átta ár í að farið verður að vinna eitthvað. Það getur líka vel verið að það finnist ekki neitt,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur áður komið að gullleit en North Atlantic Mining Associates, þar sem Vilhjálmur er einnig framkvæmdastjóri, fann gull við gröft í Þormóðsdal. „Það sem við fundum í Þormóðsdalnum sýnir að þessi jarðkerfi eru til á Íslandi,“ segir hann. Frekari rannsókna er þörf til að komast að því hvort borgi sig að vinna gullið í Þormóðsdal en til þess vantar fjármagn. „Við erum að reyna að halda lífi í verkefninu,“ segir Reinhard Reynisson, stjórnarformaður Málmís, en dótturfélag þess, Melmi, hefur staðið að gullleitinni. „Það voru aðilar sem ætluðu að koma inn í þetta en það gekk svo ekki upp,“ segir Reinhart. Reinhard segir engar formlegar viðræður í gangi en að reglulega sýni fjárfestar verkefninu áhuga. „Við erum með leyfi út næsta ár en það er bundið því að við getum hafið rannsóknir sem við ætluðum að gera á þessu ári,“ segir hann.
Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira