Búinn að brosa síðan á forsýningunni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2015 11:30 Sigurður Anton hefur ekki hætt að brosa síðan á forsýningu myndarinnar og er kominn með verk í kinnarnar. Vísir/AndriMarinó Kvikmyndin Webcam var frumsýnd á miðvikudaginn í síðustu viku. Myndin fjallar um Rósalind, unga stúlku sem fer að vinna fyrir sér með því að fækka fötum fyrir framan vefmyndavél, og hvaða áhrif það hefur á sambönd hennar við vini, fjölskyldu og kærasta. Sigurður Anton Friðþjófsson leikstýrir myndinni og skrifar jafnframt handritið. Er þetta önnur kvikmynd hans í fullri lengd en hann hafði lengi stefnt á að starfa við kvikmyndagerð.Sjálflærður í kvikmyndagerð „Ég er sjálflærður og hef ekki verið að gera neitt annað núna í rúmlega þrjú ár. Þetta er það sem mig hefur langað til þess að gera síðan ég man eftir mér, semja og leikstýra,“ segir Sigurður en hann hefur haft gaman af því að skrifa frá unga aldri. „Alveg síðan ég man eftir mér, frá því ég lærði að skrifa,“ segir hann og hlær. Sigurður skrifar mikið og situr við tímunum saman og segir viðveruna skipta máli og skila sér. „Ég skrifa á hverjum einasta degi, öll kvöld og fleiri klukkutíma oft. Oftast kemur ekkert, eða bara eitthvert drasl og maður verður bara að halda áfram að skrifa,“ segir hann og bætir glaðlega við að vissulega komi eitthvað nothæft út úr skrifunum endrum og eins.Saga af ást og vináttu Við handritaskrifin lagðist Sigurður einnig í heimildarvinnu og kynnti sér heim þeirra stúlkna sem starfa sem „camgirls“, líkt og Rósalind gerir í myndinni. Stúlkunum, sem voru allar útlenskar, hafði hann upp á á netinu og spjallaði meðal annars við þær í gegnum vefsíðuna Tumblr þar sem hægt var að senda spurningar beint til stúlknanna. „Ég var með einhverja pínu fordóma fyrst en þetta voru alltaf ótrúlega eðlilegar stelpur sem komu frá eðlilegum fjölskyldum og fundu þetta og voru að vinna við það,“ segir hann. „Þó þetta sé svona „hookið“ þá er þetta bara hluti af myndinni, hún er fyrst og fremst ástar- og vináttu saga.“ Sigurður íhugaði leiklist áður en hann ákvað að kvikmyndagerð væri það sem hann vildi starfa við. „Þegar ég var krakki langaði mig til þess að verða leikari en um leið og ég vissi hvað leikstjórn var og að það væri einhver sem réði öllu og stjórnaði fattaði ég að það var það sem mig langaði til þess að gera,“ segir Sigurður og bætir hlæjandi við að kvikmyndagerðin sé eina sviðið þar sem hann vilji fá að stjórna.Á veggspjaldi myndarinnar má sjá aðalleikkonurnar, þær Önnu Hafþórsdóttur og Telmu Huld Jóhannesdóttur.Sextán tökudagar „Hún var tekin upp í kringum síðustu áramót, í desember og janúar. Það voru sextán tökudagar sem er mjög lítið og fólk varð mjög hissa þegar við sögðum frá því,“ segir Sigurður og bætir við að tökurnar hafi gengið framar vonum. „Það var mjög sjaldan eitthvert stress og meira að segja slatti af „down-time“ og svona.“ Hann segir ástæður þess hve vel gekk hafi verið þær að vel hafi verið æft og planað, einnig hafi spilað stóran þátt hversu vel allir á bak við myndavélarnar þekktust. „Við þekkjumst rosalega vel og vitum hvað við viljum og erum að stefna að. Við höfum gert jóladagatal sem fór á netið 2013 og aðra mynd í fullri lengd sem var sýnd einu sinni í BíóiParadís.“Með ákveðna leikara í huga Aðstandendur myndarinnar hafa margir hverjir unnið áður saman í öðrum verkefnum og segir Sigurður það enga tilviljun, hann reyni að halda í fólk sem honum líkar vel við og þyki gott að vinna með. „Það er mjög gott að ímynda sér einhvern vera að leika hlutverkið þegar maður er að skrifa það,“ segir hann en öll hlutverkin í myndinni skrifaði hann með ákveðna leikara í huga, fyrir utan hlutverk Rósalindar sem leikin er af Önnu Hafþórsdóttur. „Ég kynntist henni bara tveimur mánuðum áður en æfingar hófust og eftir það kom engin önnur til greina.“ Bestu vinkonu Rósalindar, Agú, leikur Telma Huld Jóhannesdóttir og önnur hlutverk eru í höndum Ævars Más Ágústssonar, Gunnars Helgasonar, Júlís Heiðars Halldórssonar og Magnúsar Thoroddsen Ívarssonar sem einnig framleiðir myndina.Hættir ekki að brosa Spurður út í næstu verkefni segir hann ekkert komið á hreint með þau enn sem komið er. „Ég er að reyna að skrifa á hverjum degi en mér dettur ekkert í hug af því ég er svo hamingjusamur með viðtökurnar að ég hugsa ekki um neitt annað, það kemst ekkert annað að,“ segir hann glaður í bragði en myndin hefur fengið góðar viðtökur og eru Sigurður og aðstandendur myndarinnar að vonum ánægðir með það. „Ég er bara í skýjunum.“ Myndin var frumsýnd í síðustu viku og neitar hann ekki að það hafi óneitanlega verið örlítið stress í kringum frumsýninguna. „Það var rosalega mikið stress en líka rosalega mikil hamingja. Ég er kominn með verk í kinnarnar af því að ég bara hætti ekki að brosa,“ segir hann alsæll að lokum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Myndaveisla: Forsýning Webcam Kvikmyndin Webcam var forsýnd í Smárabíói á þriðjudag en hún fjallar um unglingsstúlku sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél. 16. júlí 2015 10:30 Frumsýning á Vísi: Myndband við lagið Samastað úr kvikmyndinni Webcam Vísir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband úr íslensku kvikmyndinni Webcam. 10. júlí 2015 11:45 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Webcam var frumsýnd á miðvikudaginn í síðustu viku. Myndin fjallar um Rósalind, unga stúlku sem fer að vinna fyrir sér með því að fækka fötum fyrir framan vefmyndavél, og hvaða áhrif það hefur á sambönd hennar við vini, fjölskyldu og kærasta. Sigurður Anton Friðþjófsson leikstýrir myndinni og skrifar jafnframt handritið. Er þetta önnur kvikmynd hans í fullri lengd en hann hafði lengi stefnt á að starfa við kvikmyndagerð.Sjálflærður í kvikmyndagerð „Ég er sjálflærður og hef ekki verið að gera neitt annað núna í rúmlega þrjú ár. Þetta er það sem mig hefur langað til þess að gera síðan ég man eftir mér, semja og leikstýra,“ segir Sigurður en hann hefur haft gaman af því að skrifa frá unga aldri. „Alveg síðan ég man eftir mér, frá því ég lærði að skrifa,“ segir hann og hlær. Sigurður skrifar mikið og situr við tímunum saman og segir viðveruna skipta máli og skila sér. „Ég skrifa á hverjum einasta degi, öll kvöld og fleiri klukkutíma oft. Oftast kemur ekkert, eða bara eitthvert drasl og maður verður bara að halda áfram að skrifa,“ segir hann og bætir glaðlega við að vissulega komi eitthvað nothæft út úr skrifunum endrum og eins.Saga af ást og vináttu Við handritaskrifin lagðist Sigurður einnig í heimildarvinnu og kynnti sér heim þeirra stúlkna sem starfa sem „camgirls“, líkt og Rósalind gerir í myndinni. Stúlkunum, sem voru allar útlenskar, hafði hann upp á á netinu og spjallaði meðal annars við þær í gegnum vefsíðuna Tumblr þar sem hægt var að senda spurningar beint til stúlknanna. „Ég var með einhverja pínu fordóma fyrst en þetta voru alltaf ótrúlega eðlilegar stelpur sem komu frá eðlilegum fjölskyldum og fundu þetta og voru að vinna við það,“ segir hann. „Þó þetta sé svona „hookið“ þá er þetta bara hluti af myndinni, hún er fyrst og fremst ástar- og vináttu saga.“ Sigurður íhugaði leiklist áður en hann ákvað að kvikmyndagerð væri það sem hann vildi starfa við. „Þegar ég var krakki langaði mig til þess að verða leikari en um leið og ég vissi hvað leikstjórn var og að það væri einhver sem réði öllu og stjórnaði fattaði ég að það var það sem mig langaði til þess að gera,“ segir Sigurður og bætir hlæjandi við að kvikmyndagerðin sé eina sviðið þar sem hann vilji fá að stjórna.Á veggspjaldi myndarinnar má sjá aðalleikkonurnar, þær Önnu Hafþórsdóttur og Telmu Huld Jóhannesdóttur.Sextán tökudagar „Hún var tekin upp í kringum síðustu áramót, í desember og janúar. Það voru sextán tökudagar sem er mjög lítið og fólk varð mjög hissa þegar við sögðum frá því,“ segir Sigurður og bætir við að tökurnar hafi gengið framar vonum. „Það var mjög sjaldan eitthvert stress og meira að segja slatti af „down-time“ og svona.“ Hann segir ástæður þess hve vel gekk hafi verið þær að vel hafi verið æft og planað, einnig hafi spilað stóran þátt hversu vel allir á bak við myndavélarnar þekktust. „Við þekkjumst rosalega vel og vitum hvað við viljum og erum að stefna að. Við höfum gert jóladagatal sem fór á netið 2013 og aðra mynd í fullri lengd sem var sýnd einu sinni í BíóiParadís.“Með ákveðna leikara í huga Aðstandendur myndarinnar hafa margir hverjir unnið áður saman í öðrum verkefnum og segir Sigurður það enga tilviljun, hann reyni að halda í fólk sem honum líkar vel við og þyki gott að vinna með. „Það er mjög gott að ímynda sér einhvern vera að leika hlutverkið þegar maður er að skrifa það,“ segir hann en öll hlutverkin í myndinni skrifaði hann með ákveðna leikara í huga, fyrir utan hlutverk Rósalindar sem leikin er af Önnu Hafþórsdóttur. „Ég kynntist henni bara tveimur mánuðum áður en æfingar hófust og eftir það kom engin önnur til greina.“ Bestu vinkonu Rósalindar, Agú, leikur Telma Huld Jóhannesdóttir og önnur hlutverk eru í höndum Ævars Más Ágústssonar, Gunnars Helgasonar, Júlís Heiðars Halldórssonar og Magnúsar Thoroddsen Ívarssonar sem einnig framleiðir myndina.Hættir ekki að brosa Spurður út í næstu verkefni segir hann ekkert komið á hreint með þau enn sem komið er. „Ég er að reyna að skrifa á hverjum degi en mér dettur ekkert í hug af því ég er svo hamingjusamur með viðtökurnar að ég hugsa ekki um neitt annað, það kemst ekkert annað að,“ segir hann glaður í bragði en myndin hefur fengið góðar viðtökur og eru Sigurður og aðstandendur myndarinnar að vonum ánægðir með það. „Ég er bara í skýjunum.“ Myndin var frumsýnd í síðustu viku og neitar hann ekki að það hafi óneitanlega verið örlítið stress í kringum frumsýninguna. „Það var rosalega mikið stress en líka rosalega mikil hamingja. Ég er kominn með verk í kinnarnar af því að ég bara hætti ekki að brosa,“ segir hann alsæll að lokum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Myndaveisla: Forsýning Webcam Kvikmyndin Webcam var forsýnd í Smárabíói á þriðjudag en hún fjallar um unglingsstúlku sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél. 16. júlí 2015 10:30 Frumsýning á Vísi: Myndband við lagið Samastað úr kvikmyndinni Webcam Vísir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband úr íslensku kvikmyndinni Webcam. 10. júlí 2015 11:45 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Myndaveisla: Forsýning Webcam Kvikmyndin Webcam var forsýnd í Smárabíói á þriðjudag en hún fjallar um unglingsstúlku sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél. 16. júlí 2015 10:30
Frumsýning á Vísi: Myndband við lagið Samastað úr kvikmyndinni Webcam Vísir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband úr íslensku kvikmyndinni Webcam. 10. júlí 2015 11:45