Við köllum eftir breytingu María Rut Kristinsdóttir skrifar 24. júlí 2015 07:00 Nú er kominn tími til að rjúfa þögnina. Þögnina sem umlykur kynferðisbrotamál hér á landi. Nú er kominn tími til að kalla eftir breytingum og stuðla að betra samfélagi. Samfélagi þar sem þolendur kynferðisofbeldis geta stigið fram án þess að vera kallaðir lygarar. Samfélagi þar sem kynferðisofbeldi er ekki dagleg ógn. Samfélagi sem horfist í augu við ofbeldi en lítur ekki fram hjá því. Samfélagi sem tekur ekki opinbera afstöðu með geranda. Samfélagi þar sem börn eru frædd um að beita ekki ofbeldi. Samfélagi sem skilur að frávísun jafngildir ekki sakleysi. Undanfarna mánuði hefur fjöldi fólks stigið fram og skilað skömminni. Skömminni sem alltof oft lendir á herðum þolenda kynferðisofbeldis. Sú skömm á heima hjá gerendum í öllum tilvikum. Það hefur verið styrkjandi að sjá þennan fjölda stíga fram og frelsa sig undan þögguninni, en á sama tíma átakanlegt. Átakanlegt því um er að ræða mörg hundruð manns. Mörg hundruð manns sem hafa burðast með skömm alltof lengi. Við viljum ekki búa í samfélagi þar sem slíkur fjöldi fólks hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þessu þarf að breyta og það tafarlaust. Með opinni umræðu um kynferðisofbeldi getum við fyrst kafað ofan í málaflokkinn og fundið raunverulegar lausnir á þessu illkynja meini sem hefur fengið að liggja undir feldi í alltof langan tíma. Þess vegna köllum við eftir því að þolendur, aðstandendur, vinir, kunningjar eða hreinlega allir þeir sem eru á móti kynferðisofbeldi rísi upp og kalli eftir breytingum. Í sameiningu getum við breytt samfélaginu til hins betra. Hverju myndir þú vilja breyta? Við skipuleggjendur Druslugöngunnar hvetjum alla til að láta sig málið varða og birta sitt ákall undir myllumerkinu #drusluákall. Druslugangan er vettvangur þolenda kynferðisofbeldis og hefur verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi síðustu ár. Okkar markmið er að stuðla að betra samfélagi þar sem ábyrgð kynferðisglæpa liggur hjá gerendum en ekki þolendum. Í ár verður gangan farin í fimmta sinn og vonumst við til þess að a.m.k. 20 þúsund manns gangi með okkur. Gengið verður frá Hallgrímskirkju á laugardaginn nk. klukkan 14 og eftir það taka við ræðuhöld og tónlistaratriði á Austurvelli. Taktu þátt og kallaðu eftir breytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú er kominn tími til að rjúfa þögnina. Þögnina sem umlykur kynferðisbrotamál hér á landi. Nú er kominn tími til að kalla eftir breytingum og stuðla að betra samfélagi. Samfélagi þar sem þolendur kynferðisofbeldis geta stigið fram án þess að vera kallaðir lygarar. Samfélagi þar sem kynferðisofbeldi er ekki dagleg ógn. Samfélagi sem horfist í augu við ofbeldi en lítur ekki fram hjá því. Samfélagi sem tekur ekki opinbera afstöðu með geranda. Samfélagi þar sem börn eru frædd um að beita ekki ofbeldi. Samfélagi sem skilur að frávísun jafngildir ekki sakleysi. Undanfarna mánuði hefur fjöldi fólks stigið fram og skilað skömminni. Skömminni sem alltof oft lendir á herðum þolenda kynferðisofbeldis. Sú skömm á heima hjá gerendum í öllum tilvikum. Það hefur verið styrkjandi að sjá þennan fjölda stíga fram og frelsa sig undan þögguninni, en á sama tíma átakanlegt. Átakanlegt því um er að ræða mörg hundruð manns. Mörg hundruð manns sem hafa burðast með skömm alltof lengi. Við viljum ekki búa í samfélagi þar sem slíkur fjöldi fólks hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þessu þarf að breyta og það tafarlaust. Með opinni umræðu um kynferðisofbeldi getum við fyrst kafað ofan í málaflokkinn og fundið raunverulegar lausnir á þessu illkynja meini sem hefur fengið að liggja undir feldi í alltof langan tíma. Þess vegna köllum við eftir því að þolendur, aðstandendur, vinir, kunningjar eða hreinlega allir þeir sem eru á móti kynferðisofbeldi rísi upp og kalli eftir breytingum. Í sameiningu getum við breytt samfélaginu til hins betra. Hverju myndir þú vilja breyta? Við skipuleggjendur Druslugöngunnar hvetjum alla til að láta sig málið varða og birta sitt ákall undir myllumerkinu #drusluákall. Druslugangan er vettvangur þolenda kynferðisofbeldis og hefur verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi síðustu ár. Okkar markmið er að stuðla að betra samfélagi þar sem ábyrgð kynferðisglæpa liggur hjá gerendum en ekki þolendum. Í ár verður gangan farin í fimmta sinn og vonumst við til þess að a.m.k. 20 þúsund manns gangi með okkur. Gengið verður frá Hallgrímskirkju á laugardaginn nk. klukkan 14 og eftir það taka við ræðuhöld og tónlistaratriði á Austurvelli. Taktu þátt og kallaðu eftir breytingu.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar