Hilmar Örn: Ég læt bara vaða um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2015 08:00 Hilmari Erni Jónssyni líður vel á heimavelli sínum í Kaplakrika en hann vonast til að kasta langt á Meistaramótinu um helgina. Hápunktur frjálsíþróttatímabilsins hér innanlands verður um helgina þegar Meistaramót Íslands fer fram í 89. sinn. Að þessu sinni verður mótið haldið á Kópavogsvelli en alls eru 365 keppendur frá nítján íþróttafélögum skráðir til leiks. Nánast allt sterkasta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt í mótinu. Hlaupararnir Kári Steinn Karlsson og Hlynur Andrésson eru ekki með, en flestir aðrir afreksmenn í íþróttinni eru skráðir til leiks. „Eitt af aðalmarkmiðum sumarsins hjá keppendunum er að ná hámarksárangri á þessu móti,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hjá Ármanni. „Það er frábært að svo margir öflugir séu með, ekki síst fyrir þann hóp íþróttamanna sem eru rétt á eftir þeim bestu.“Léttir að ná löngu kasti Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari stefnir á að bæta sig á mótinu en aðeins eru örfáir dagar síðan hann bætti sex ára gamalt Norðurlandamet nítján ára og yngri í greininni með kasti upp á 79,81 m á móti á heimavelli hans í Kaplakrika. Það var sárabót fyrir Hilmar Örn eftir vonbrigðin á EM U-19 í Eskilstuna í Svíþjóð, þar sem hann gerði þrívegis ógilt í forkeppninni. Ekkert kastanna hans komst úr búrinu. Í Kaplakrika kastaði hann sex sinnum og aldrei undir 75 m. „Það var léttir að ná þessu kasti,“ segir Hilmar við Fréttablaðið um metkastið sitt. „Þetta var búið að liggja lengi á mér og ég vissi að ég gæti þetta.“Erfitt að vera sigurstranglegur Hann segir að það hafi heilmargt farið úrskeiðis í Eskilstuna. „Ég hef tekið þátt í stórum mótum áður en aldrei þótt jafn sigurstranglegur og nú. Það er allt öðruvísi að keppa á stórmótum þegar maður á góðan séns á verðlaunum,“ segir hann. „Þetta var helvítis klúður. En það er bara eins og það er – maður kemur sterkari til baka.“ Hilmar er á sínu síðasta ári í unglingaflokki og þar með að kasta með 6,0 kg sleggju. Hann kastar alfarið með fullorðinssleggju frá og með næsta tímabili en hún er 7,26 kg. „Ég ætla bara að láta vaða um helgina,“ segir Hilmar, sem stefnir á að bæta sig með fullorðinssleggjunni um helgina. „Fyrir tímabilið setti ég mér það markmið að kasta 150 m samanlagt með báðum sleggjum. Ég þarf að kasta 70,19 m með stóru sleggjunni til að ná því,“ segir Hilmar sem á best 69,31 m með stærri sleggjunni.Vonast eftir stóru stökki Hafdísar Gunnar Páll reiknar fremur með því að sjá bætingu í kastgreinum en í hlaupagreinum, enda erfitt fyrir bestu hlaupara landsins að fá samkeppni innanlands. Einnig hefur hann trú á því að Hafdís Sigurðardóttir geti náð góðum árangri í langstökki. „Hún hefur verið afar stöðug í sumar og verið mikið á milli 6,30 og 6,45 m. Það gæti verið komið að því um helgina að hún hitti á eitt verulega stórt stökk,“ segir Gunnar Páll. Fylgst verður náið með mótinu á íþróttavef Vísis alla helgina. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Sjá meira
Hápunktur frjálsíþróttatímabilsins hér innanlands verður um helgina þegar Meistaramót Íslands fer fram í 89. sinn. Að þessu sinni verður mótið haldið á Kópavogsvelli en alls eru 365 keppendur frá nítján íþróttafélögum skráðir til leiks. Nánast allt sterkasta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt í mótinu. Hlaupararnir Kári Steinn Karlsson og Hlynur Andrésson eru ekki með, en flestir aðrir afreksmenn í íþróttinni eru skráðir til leiks. „Eitt af aðalmarkmiðum sumarsins hjá keppendunum er að ná hámarksárangri á þessu móti,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hjá Ármanni. „Það er frábært að svo margir öflugir séu með, ekki síst fyrir þann hóp íþróttamanna sem eru rétt á eftir þeim bestu.“Léttir að ná löngu kasti Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari stefnir á að bæta sig á mótinu en aðeins eru örfáir dagar síðan hann bætti sex ára gamalt Norðurlandamet nítján ára og yngri í greininni með kasti upp á 79,81 m á móti á heimavelli hans í Kaplakrika. Það var sárabót fyrir Hilmar Örn eftir vonbrigðin á EM U-19 í Eskilstuna í Svíþjóð, þar sem hann gerði þrívegis ógilt í forkeppninni. Ekkert kastanna hans komst úr búrinu. Í Kaplakrika kastaði hann sex sinnum og aldrei undir 75 m. „Það var léttir að ná þessu kasti,“ segir Hilmar við Fréttablaðið um metkastið sitt. „Þetta var búið að liggja lengi á mér og ég vissi að ég gæti þetta.“Erfitt að vera sigurstranglegur Hann segir að það hafi heilmargt farið úrskeiðis í Eskilstuna. „Ég hef tekið þátt í stórum mótum áður en aldrei þótt jafn sigurstranglegur og nú. Það er allt öðruvísi að keppa á stórmótum þegar maður á góðan séns á verðlaunum,“ segir hann. „Þetta var helvítis klúður. En það er bara eins og það er – maður kemur sterkari til baka.“ Hilmar er á sínu síðasta ári í unglingaflokki og þar með að kasta með 6,0 kg sleggju. Hann kastar alfarið með fullorðinssleggju frá og með næsta tímabili en hún er 7,26 kg. „Ég ætla bara að láta vaða um helgina,“ segir Hilmar, sem stefnir á að bæta sig með fullorðinssleggjunni um helgina. „Fyrir tímabilið setti ég mér það markmið að kasta 150 m samanlagt með báðum sleggjum. Ég þarf að kasta 70,19 m með stóru sleggjunni til að ná því,“ segir Hilmar sem á best 69,31 m með stærri sleggjunni.Vonast eftir stóru stökki Hafdísar Gunnar Páll reiknar fremur með því að sjá bætingu í kastgreinum en í hlaupagreinum, enda erfitt fyrir bestu hlaupara landsins að fá samkeppni innanlands. Einnig hefur hann trú á því að Hafdís Sigurðardóttir geti náð góðum árangri í langstökki. „Hún hefur verið afar stöðug í sumar og verið mikið á milli 6,30 og 6,45 m. Það gæti verið komið að því um helgina að hún hitti á eitt verulega stórt stökk,“ segir Gunnar Páll. Fylgst verður náið með mótinu á íþróttavef Vísis alla helgina.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Sjá meira