Þrjár kynslóðir spila saman á sólóplötunni Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. júlí 2015 10:00 Tónlistarmaðurinn Karl Tómasson, betur þekktur sem Kalli Tomm tekur upp sína fyrstu sólóplötu. Hann er líklega best þekktur fyrir að hafa verið trommuleikari hljómsveitarinnar Gildrunnar í um þrjátíu ár. „Það er mjög gaman að fá þetta frábæra fólk til að syngja og spila saman inn á plötuna. Þetta er líka allt vinafólk mitt,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Tómasson, betur þekktur sem Kalli Tomm, sem er um þessar mundir á fullu við að taka upp sína fyrstu sólóplötu. Í einu lagi á plötunni spila og syngja saman þrjár kynslóðir úr sömu Hólm-fjölskyldunni, Ólafur Hólm Einarsson, sem er best þekktur fyrir að vera trommuleikari í hljómsveitum á borð við Nýdönsk og Todmobile, Einar Hólm Ólafsson, sem er faðir Ólafs, Hólm og Íris Hólm, systurdóttir Ólafs Hólm. „Ég talaði fyrst við Einar og hann tók vel í erindið að syngja með mér. Þá athugaði ég Óla Hólm og hann var til og þá talaði ég við Írisi Hólm. Þetta var voðalega gaman og gekk alveg frábærlega,“ bætir Kalli Tomm við. Ólafur Hólm er einn helsti trommuleikari þjóðarinnar og hefur eins og fyrr segir komið víða við, faðir hans Einar Hólm var meðal annars trommuleikari í Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og þá hefur Íris Hólm einnig komið víða við og var til að mynda söngkona hljómsveitarinnar Bermúda.Hér er Kalli Tomm í hljóðverinu ásamt Einari Hólm Ólafssyni og Írisi Hólm.Kalli Tomm er líklega best þekktur fyrir að hafa verið trommuleikari hljómsveitarinnar Gildrunnar í um þrjátíu ár. „Um leið og Gildran hætti óvænt var svolítið erfitt um stundarsakir að sætta sig við þau endalok. Maður var mikið að spá og spekúlera og fór svo loks að búa til lög, semja og syngja, nú er þessi draumur að verða að veruleika,“ segir Kalli Tomm. Hann var þó oft meðlagahöfundur í Gildrunni en þetta er í fyrsta sinn sem hann semur lög alveg einn. „Þetta er búið að vera ægilega gaman. Stundum ganga hlutirnir betur en maður trúir.“ Hann nýtur liðsinnis frábærra listamanna á plötunni, auk áðurgreindra Hólmara. „Ég fékk æskuvin minn úr Gildrunni, hann Þórhall Árnason, og Þórð Högnason til að sjá um bassaleikinn. Gummi Jóns úr Sálinni og Tryggvi Hübner skipta með sér gítarleiknum. Ég sjálfur, Óli Hólm og Ásmundur Jóhannsson, sem er líka upptökustjóri, spilum á trommur, hljómborðsleikur er í höndum Ásgríms Angantýssonar, Jóns Ólafssonar og Júlíusar Óttars Björgvinssonar. Svo syngur Jóhann Helgason með mér á plötunni og á einnig tvö lög á henni,“ útskýrir Kalli Tomm. Rithöfundarnir Bjarki Bjarnason og Vigdís Grímsdóttir skipta með sér textunum á plötunni. Hann segir plötuna heldur lágstemmda en að hún sé eiginlega tvískipt. „Hún skiptist í tvo helminga, annar hlutinn er akústískur, eða órafmagnaður, og í hinum hlutanum er meira af rafmagnstengdum hljóðfærum.“ Hér er Kalli Tomm ásamt Jóhanni Helgasyni og Guðmundi Jónssyni. Tónlist Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það er mjög gaman að fá þetta frábæra fólk til að syngja og spila saman inn á plötuna. Þetta er líka allt vinafólk mitt,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Tómasson, betur þekktur sem Kalli Tomm, sem er um þessar mundir á fullu við að taka upp sína fyrstu sólóplötu. Í einu lagi á plötunni spila og syngja saman þrjár kynslóðir úr sömu Hólm-fjölskyldunni, Ólafur Hólm Einarsson, sem er best þekktur fyrir að vera trommuleikari í hljómsveitum á borð við Nýdönsk og Todmobile, Einar Hólm Ólafsson, sem er faðir Ólafs, Hólm og Íris Hólm, systurdóttir Ólafs Hólm. „Ég talaði fyrst við Einar og hann tók vel í erindið að syngja með mér. Þá athugaði ég Óla Hólm og hann var til og þá talaði ég við Írisi Hólm. Þetta var voðalega gaman og gekk alveg frábærlega,“ bætir Kalli Tomm við. Ólafur Hólm er einn helsti trommuleikari þjóðarinnar og hefur eins og fyrr segir komið víða við, faðir hans Einar Hólm var meðal annars trommuleikari í Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og þá hefur Íris Hólm einnig komið víða við og var til að mynda söngkona hljómsveitarinnar Bermúda.Hér er Kalli Tomm í hljóðverinu ásamt Einari Hólm Ólafssyni og Írisi Hólm.Kalli Tomm er líklega best þekktur fyrir að hafa verið trommuleikari hljómsveitarinnar Gildrunnar í um þrjátíu ár. „Um leið og Gildran hætti óvænt var svolítið erfitt um stundarsakir að sætta sig við þau endalok. Maður var mikið að spá og spekúlera og fór svo loks að búa til lög, semja og syngja, nú er þessi draumur að verða að veruleika,“ segir Kalli Tomm. Hann var þó oft meðlagahöfundur í Gildrunni en þetta er í fyrsta sinn sem hann semur lög alveg einn. „Þetta er búið að vera ægilega gaman. Stundum ganga hlutirnir betur en maður trúir.“ Hann nýtur liðsinnis frábærra listamanna á plötunni, auk áðurgreindra Hólmara. „Ég fékk æskuvin minn úr Gildrunni, hann Þórhall Árnason, og Þórð Högnason til að sjá um bassaleikinn. Gummi Jóns úr Sálinni og Tryggvi Hübner skipta með sér gítarleiknum. Ég sjálfur, Óli Hólm og Ásmundur Jóhannsson, sem er líka upptökustjóri, spilum á trommur, hljómborðsleikur er í höndum Ásgríms Angantýssonar, Jóns Ólafssonar og Júlíusar Óttars Björgvinssonar. Svo syngur Jóhann Helgason með mér á plötunni og á einnig tvö lög á henni,“ útskýrir Kalli Tomm. Rithöfundarnir Bjarki Bjarnason og Vigdís Grímsdóttir skipta með sér textunum á plötunni. Hann segir plötuna heldur lágstemmda en að hún sé eiginlega tvískipt. „Hún skiptist í tvo helminga, annar hlutinn er akústískur, eða órafmagnaður, og í hinum hlutanum er meira af rafmagnstengdum hljóðfærum.“ Hér er Kalli Tomm ásamt Jóhanni Helgasyni og Guðmundi Jónssyni.
Tónlist Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira