Við viljum trausta, opinbera heilbrigðisþjónustu Oddný G. Harðardóttir skrifar 29. júlí 2015 07:00 Svo virðist sem hægristjórnin sé ófær um að leysa alvarlegan vanda heilbrigðiskerfisins með hag almennings að leiðarljósi. Hugmyndum um gróða, markað, kostnað og gjöld er þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma stöðu heilbrigðisstofnana. Þeir sem vilja selja ríkinu þjónustuna eru að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talar um markaðinn þar sem heilbrigðisstéttir eigi að nota tækifærið til að nýta og segir: „Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt.“ Markaðurinn er væntanlega samansafn veikra Íslendinga og hann vilja hægrimenn að heilbrigðisstéttir nýti sér til hagsbóta. En væri það til hagsbóta fyrir sjúklingana og heilbrigðiskerfi sem á að vera aðgengilegt öllum óháð efnahag? Heilbrigðisráðherra hefur sagt að einkarekstur geti ekki tekið við því hlutverki sem Landspítalinn sinnir, en vinnur að einkarekstri heilsugæslustöðva. Ekkert kallar á aukinn einkarekstur grunnstoða velferðarsamfélagsins nema frjálshyggjustefna Sjálfstæðismanna. Því miður virðast þeir fá góðan frið fyrir Framsóknarmönnum í ríkisstjórn til að vinna að framgangi þeirrar stefnu. Lausn vandans í heilbrigðiskerfinu felst fyrst og fremst í því að ríkið styrki raunverulega rekstur sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, geri þeim kleift að halda góðum mannauði og að mæta þörfum sjúklinga um land allt. Það á að vera forgangsverkefni. Heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir tilheyra grunnstoðum velferðarkerfisins og að þeim þurfum við að gæta nú þegar hugmyndir um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu vaða uppi. Gleymum því ekki grunnþjónustunni í umræðunni um alvarlegan vanda Landspítalans. Hana má ekki einkavæða í skiptum fyrir að rekstur Landspítalans verði opinber eins og heilbrigðisráðherra virðist vilja. Nú þegar hafa verið gerðir þjónustusamningar um einstök verk innan heilbrigðiskerfisins en einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem rekin er af myndarbrag. Aldrei má vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisstofnana vegi þyngra. Þess vegna vill þjóðin reka sína heilbrigðisþjónustu sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Svo virðist sem hægristjórnin sé ófær um að leysa alvarlegan vanda heilbrigðiskerfisins með hag almennings að leiðarljósi. Hugmyndum um gróða, markað, kostnað og gjöld er þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma stöðu heilbrigðisstofnana. Þeir sem vilja selja ríkinu þjónustuna eru að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talar um markaðinn þar sem heilbrigðisstéttir eigi að nota tækifærið til að nýta og segir: „Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt.“ Markaðurinn er væntanlega samansafn veikra Íslendinga og hann vilja hægrimenn að heilbrigðisstéttir nýti sér til hagsbóta. En væri það til hagsbóta fyrir sjúklingana og heilbrigðiskerfi sem á að vera aðgengilegt öllum óháð efnahag? Heilbrigðisráðherra hefur sagt að einkarekstur geti ekki tekið við því hlutverki sem Landspítalinn sinnir, en vinnur að einkarekstri heilsugæslustöðva. Ekkert kallar á aukinn einkarekstur grunnstoða velferðarsamfélagsins nema frjálshyggjustefna Sjálfstæðismanna. Því miður virðast þeir fá góðan frið fyrir Framsóknarmönnum í ríkisstjórn til að vinna að framgangi þeirrar stefnu. Lausn vandans í heilbrigðiskerfinu felst fyrst og fremst í því að ríkið styrki raunverulega rekstur sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, geri þeim kleift að halda góðum mannauði og að mæta þörfum sjúklinga um land allt. Það á að vera forgangsverkefni. Heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir tilheyra grunnstoðum velferðarkerfisins og að þeim þurfum við að gæta nú þegar hugmyndir um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu vaða uppi. Gleymum því ekki grunnþjónustunni í umræðunni um alvarlegan vanda Landspítalans. Hana má ekki einkavæða í skiptum fyrir að rekstur Landspítalans verði opinber eins og heilbrigðisráðherra virðist vilja. Nú þegar hafa verið gerðir þjónustusamningar um einstök verk innan heilbrigðiskerfisins en einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem rekin er af myndarbrag. Aldrei má vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisstofnana vegi þyngra. Þess vegna vill þjóðin reka sína heilbrigðisþjónustu sjálf.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar