Baða sig í heitri lind í Holuhrauni Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. júlí 2015 10:00 Í Holuhrauni, skammt frá Svartá, hefur nýlega uppgötvast heitt vatn sem fólk er þegar byrjað að baða sig í. „Þetta er alveg stórkostlegt. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Frímann Guðmundsson, skálavörður í Dreka í Dyngjufjöllum, sem skoðaði aðstæður í fyrradag.Hann segir að það megi frekar lýsa þessu sem á en læk. Þetta sé 30 sentimetra djúpt og nokkrir metrar á breidd. „Mér fannst alveg straumurinn í þessu vera það mikill að þú syndir ekki á móti því. Þetta eru örugglega yfir 1.000 sekúndulítrar,“ segir Frímann í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er langt og þó nokkuð mikið svæði,“ bætir hann við.Frá Dreka að hrauninu eru um fimmtán kílómetrar. En Frímann segir að þegar komið sé að hrauninu sé aðgengið að þeim stað þar sem heita vatnið er nokkuð þægilegt. „Það er farið niður fyrir hraunið að Svartá. Þar hafa landverðir merkt slóð inn á hraunið. Maður getur bara farið niður fyrir hraunið og gengið inn með því og þá eru þetta kannski 150 metrar,“ segir Frímann.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að hraunið hafi runnið yfir lindarsvæði. Þarna sé verulegur hiti í hrauninu enda sé það 20 metra þykkt. „Lítill hluti þessa lindarvatns gufar upp en meiriparturinn af því hitnar dálítið og kemur fram sem þetta heita vatn. Þetta er búið að vera þarna í sumar en svo mun það hætta þegar hraunið kólnar,“ segir Magnús Tumi. Hann ítrekar að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að þarna verði varanleg heit lind. „Alls ekki. Þetta er tímabundið,“ segir Magnús Tumi. Frímann tók nokkrar ljósmyndir þegar hann skoðaði aðstæður í fyrradag og fylgja þær þessari frétt. Hann segir að gróðurmyndun í vatninu virðist töluverð sem útskýrir litinn á myndinni hér til hægri. Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Í Holuhrauni, skammt frá Svartá, hefur nýlega uppgötvast heitt vatn sem fólk er þegar byrjað að baða sig í. „Þetta er alveg stórkostlegt. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Frímann Guðmundsson, skálavörður í Dreka í Dyngjufjöllum, sem skoðaði aðstæður í fyrradag.Hann segir að það megi frekar lýsa þessu sem á en læk. Þetta sé 30 sentimetra djúpt og nokkrir metrar á breidd. „Mér fannst alveg straumurinn í þessu vera það mikill að þú syndir ekki á móti því. Þetta eru örugglega yfir 1.000 sekúndulítrar,“ segir Frímann í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er langt og þó nokkuð mikið svæði,“ bætir hann við.Frá Dreka að hrauninu eru um fimmtán kílómetrar. En Frímann segir að þegar komið sé að hrauninu sé aðgengið að þeim stað þar sem heita vatnið er nokkuð þægilegt. „Það er farið niður fyrir hraunið að Svartá. Þar hafa landverðir merkt slóð inn á hraunið. Maður getur bara farið niður fyrir hraunið og gengið inn með því og þá eru þetta kannski 150 metrar,“ segir Frímann.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að hraunið hafi runnið yfir lindarsvæði. Þarna sé verulegur hiti í hrauninu enda sé það 20 metra þykkt. „Lítill hluti þessa lindarvatns gufar upp en meiriparturinn af því hitnar dálítið og kemur fram sem þetta heita vatn. Þetta er búið að vera þarna í sumar en svo mun það hætta þegar hraunið kólnar,“ segir Magnús Tumi. Hann ítrekar að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að þarna verði varanleg heit lind. „Alls ekki. Þetta er tímabundið,“ segir Magnús Tumi. Frímann tók nokkrar ljósmyndir þegar hann skoðaði aðstæður í fyrradag og fylgja þær þessari frétt. Hann segir að gróðurmyndun í vatninu virðist töluverð sem útskýrir litinn á myndinni hér til hægri.
Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent