Ég er stolt af vöðvunum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2015 10:00 Það voru mikil vonbrigði fyrir Katrínu að komast ekki í keppnina fyrir ári. En hún segir að það hafi gefið henni enn meiri kraft til að standa sig vel í keppninni í ár – og sá kraftur færði henni sigur. mynd/crossfit games Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í CrossFit. Hún byrjaði í fimleikum sex ára og æfði stíft í tíu ár. Svo dalaði áhuginn á fimleikum og hún prófaði frjálsar íþróttir. Hún fann ekki ástríðuna sem hún leitaði að þar og var því enn leitandi þegar hún byrjaði að æfa crossfit fyrir tæpum fjórum árum. Og hefur svo sannarlega fundið ástríðuna. „Mig vantaði eitthvað krefjandi til að keppa í og stefna hátt. Ég fylgdist svo með Annie Mist sumarið 2011 þegar hún vann keppnina og ég fann að þetta var eitthvað sem ég vildi gera,“ segir Katrín glöð í bragði en hún hefur verið á kafi í íþróttum svo lengi sem hún man eftir sér. „Ég er með svo mikið keppnisskap og hef alltaf verið þannig. Allt sem ég gerði þegar ég var barn var keppni. Ég fór í kapphlaup við bróður minn að næsta ljósastaur og bjó til þrautabrautir á skólalóðum með vinunum. Ef enginn gat keppt við mig var ég með skeiðklukku og tók tímann á mér. Fór í keppni við sjálfa mig. Reyndi til dæmis að standa í handstöðu eins lengi og ég gat. Ég er samt ekki skapstór, ég er með ágætis jafnaðargeð. En ég er þrjósk – sem fer vel með keppnisskapinu.“Verður að vera 100% Katrín gerir miklar kröfur til sín og getur því orðið tapsár í keppnum. „En ef ég geri mitt besta og allt gengur eins vel og hægt er verð ég ekki ósátt. En það er auðvitað hundleiðinlegt að vinna ekki. En maður lærir af því – bæði af því að tapa og vinna.“ Síðasta árið hefur crossfit átt hug Katrínar allan. Hún er mikill námsmaður og nýtur þess að vera í skóla. Hún hefur alltaf verið í námi meðfram æfingum, í Versló og seinna í háskóla að læra verkfræði og lögfræði. „Ég var að koma seint heim á hverju kvöldi, læra fram á nótt og vakna svo snemma til að fara á æfingu. Mér fannst ég ekki vera 100 prósent á báðum stöðum þannig að ég ákvað í janúar að setja skólann í pásu. Þegar maður dreifir orkunni á svona marga staði þá nær maður aldrei framúrskarandi árangri. Ég ákvað að gefa mig alla í crossfittið. Það þýðir að allt þetta ár hef ég eingöngu æft, borðað og sofið en náð að hvíla vel á milli æfinga. Þá fær maður meira út úr æfingunum.“Katrín Tanja með þjálfurum sínum. Til vinstri er aðalþjálfari Katrínar, Ben Bergeron, og hægra megin er hlaupaþjálfari hennar, Chris Hinshaw.Æfir frá níu til fimm Katrín Tanja er enn stödd úti í Bandaríkjunum þar sem hún mun næstu dagana njóta þess að vera í fríi með fjölskyldunni eftir mikla törn. Síðasta árið hefur hún verið með annan fótinn úti í Boston þar sem þjálfari hennar býr. „Þá mætir maður í crossfit-stöðina klukkan níu og fer heim um fimm. Þetta er vinnudagurinn minn. Þjálfarinn minn fylgist með öllum æfingum mínum og í lok dags förum við yfir allar æfingarnar og andlegu hliðina. Það hefur hjálpað mér mikið, að vera með rétta hugarfarið. Þjálfarinn minn er frábær, ég er eins og elsta dóttirin í fjölskyldunni hans og bý hjá honum þegar ég er úti.“ Leiklistin heillar Katrín ætlaði að fara aftur í skóla í haust og klára verkfræðina en eftir sigurinn í keppninni finnst henni líklegt að hún muni bíða aðeins með námið. „Það eru svo mörg tækifæri sem koma með sigrinum. Þetta er stór stökkpallur fyrir mig og ég ætla að reyna að nýta það. Strax eftir sigurinn var hringt í mig frá höfuðstöðvum Reebook. Þau voru að láta mig vita að ég mætti eiga von á miklum ferðalögum, viðtölum, auglýsingatökum og vildu fá stundaskrána mína. Svo er ég strax komin með umboðsmann og fjármálaráðgjafa. Tækifærin eru á hverju strái og ég vil nýta þau vel á meðan þau bjóðast. Í framtíðinni get ég vel hugsað mér að verða leikkona, já, eða íþróttafréttamaður. Mér líður vel fyrir framan myndavélarnar,“ segir Katrín hlæjandi. Hún viðurkennir að síðustu dagar hafi verið örlítið yfirþyrmandi. Að hún hafi aldrei verið jafn mikið í símanum. Hún hafi varla við að svara SMS-skilaboðum og að það sé langt í að hún komist í gegnum skilaboðin á Facebook. „En þjálfarinn minn leggur mikið upp úr því að ég reyni að njóta. Svo er ég að æfa mig að láta umboðsmann sjá um þetta. Það er vissulega erfið tilhugsun að láta allt mitt í hendurnar á einhverjum með einni undirskrift. En ég er heppin og hef þekkt manninn sem sér um mína hluti lengi. Ég er í raun ótrúlega heppin með allt fólkið í kringum mig. Þetta fólk gerði heimsmeistaratitilinn mögulegan. Það eina sem ég þurfti að gera var að gera eins og þau sögðu mér.“ Daginn fyrir leikana var þessi mynd tekin á ströndinni. „Við fengum að vita að við áttum að keppa á paddle boarding sem eru eins og lítil brimbretti nema mun valtari. Við fengum að prófa þetta í fyrsta skipti daginn fyrir keppni.“Stundum venjuleg 22 ára stelpa Katrín er með allan sinn fókus á crossfittinu þessa dagana en hún reynir að sinna vinunum og félagslífinu eins og hún getur. „Auðvitað þarf maður að fórna ýmsu. Ég missi oft af afmælum og missti til dæmis af öllum útskriftum í vor. Ég hef eiginlega ekki hitt neinn frá því fyrir Evrópuleikana. Þannig að ég hlakka til að koma heim og njóta þess að vera með fólkinu mínu í haust áður en crossfit-tímabilið hefst aftur í janúar. Þá bæti ég upp tímann og fæ að vera venjuleg 22 ára stelpa. Kíki í bæinn og svona,“ segir Katrín Tanja hlæjandi. Katrín Tanja segir kynin vera jöfn í crossfit og að hún verði ekki vör við neina karlrembu.MYND/CROSSFIT, INC.Engin karlremba í crossfit Umræðan um minni athygli á konur í íþróttum kemur upp reglulega á Íslandi. Katrín Tanja kannast ekkert við karlrembu í crossfit-heiminum. „Sérstaklega ekki á Íslandi. Ég fæ jákvæð viðbrögð og ótrúlega jákvæðar athugasemdir á samfélagsmiðlunum. Ég finn að það er litið upp til mín og ég geti verið góð fyrirmynd. Ég er þakklát fyrir það. Ég veit að þetta viðgengst og hef séð hjá öðrum neikvæðar athugasemdir um líkamsvöxt og vöðva. En hér á Íslandi er flott að vera sterkur og í góðu formi. Vöðvarnir eru okkar tól og ég er stolt af vöðvunum mínum. Þeir gera mig að því sem ég er. Svo eru kynin mjög jöfn í crossfit. Það er jafn hátt verðlaunafé, fjallað jafn mikið um karl- og kvenkeppendur og kynin gera sömu æfingarnar. Þetta er mikilvægt og ég er stolt af því að vera í íþrótt þar sem kynin eru á sama plani.“ Næsta árið mun Katrín einbeita sér að crossfittinu og þar sem hún er týpan sem tekur hlutina alla leið mun líklega fátt annað komast að. „Það er svo mikilvægt að finna eitthvað sem maður hefur gaman af og njóta þess. Mér finnst frábært að vakna á morgnana með markmið í huga og eitthvað til að stefna að. Vera spennt fyrir að fara á æfingu og vinna að einhverju markmiði. Það er ólýsanleg tilfinning að sjá bætingu hjá sjálfum sér og vita hversu mikil erfiðisvinna er á bak við hana. Það gerir þetta svo magnað.“ Tengdar fréttir Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í CrossFit. Hún byrjaði í fimleikum sex ára og æfði stíft í tíu ár. Svo dalaði áhuginn á fimleikum og hún prófaði frjálsar íþróttir. Hún fann ekki ástríðuna sem hún leitaði að þar og var því enn leitandi þegar hún byrjaði að æfa crossfit fyrir tæpum fjórum árum. Og hefur svo sannarlega fundið ástríðuna. „Mig vantaði eitthvað krefjandi til að keppa í og stefna hátt. Ég fylgdist svo með Annie Mist sumarið 2011 þegar hún vann keppnina og ég fann að þetta var eitthvað sem ég vildi gera,“ segir Katrín glöð í bragði en hún hefur verið á kafi í íþróttum svo lengi sem hún man eftir sér. „Ég er með svo mikið keppnisskap og hef alltaf verið þannig. Allt sem ég gerði þegar ég var barn var keppni. Ég fór í kapphlaup við bróður minn að næsta ljósastaur og bjó til þrautabrautir á skólalóðum með vinunum. Ef enginn gat keppt við mig var ég með skeiðklukku og tók tímann á mér. Fór í keppni við sjálfa mig. Reyndi til dæmis að standa í handstöðu eins lengi og ég gat. Ég er samt ekki skapstór, ég er með ágætis jafnaðargeð. En ég er þrjósk – sem fer vel með keppnisskapinu.“Verður að vera 100% Katrín gerir miklar kröfur til sín og getur því orðið tapsár í keppnum. „En ef ég geri mitt besta og allt gengur eins vel og hægt er verð ég ekki ósátt. En það er auðvitað hundleiðinlegt að vinna ekki. En maður lærir af því – bæði af því að tapa og vinna.“ Síðasta árið hefur crossfit átt hug Katrínar allan. Hún er mikill námsmaður og nýtur þess að vera í skóla. Hún hefur alltaf verið í námi meðfram æfingum, í Versló og seinna í háskóla að læra verkfræði og lögfræði. „Ég var að koma seint heim á hverju kvöldi, læra fram á nótt og vakna svo snemma til að fara á æfingu. Mér fannst ég ekki vera 100 prósent á báðum stöðum þannig að ég ákvað í janúar að setja skólann í pásu. Þegar maður dreifir orkunni á svona marga staði þá nær maður aldrei framúrskarandi árangri. Ég ákvað að gefa mig alla í crossfittið. Það þýðir að allt þetta ár hef ég eingöngu æft, borðað og sofið en náð að hvíla vel á milli æfinga. Þá fær maður meira út úr æfingunum.“Katrín Tanja með þjálfurum sínum. Til vinstri er aðalþjálfari Katrínar, Ben Bergeron, og hægra megin er hlaupaþjálfari hennar, Chris Hinshaw.Æfir frá níu til fimm Katrín Tanja er enn stödd úti í Bandaríkjunum þar sem hún mun næstu dagana njóta þess að vera í fríi með fjölskyldunni eftir mikla törn. Síðasta árið hefur hún verið með annan fótinn úti í Boston þar sem þjálfari hennar býr. „Þá mætir maður í crossfit-stöðina klukkan níu og fer heim um fimm. Þetta er vinnudagurinn minn. Þjálfarinn minn fylgist með öllum æfingum mínum og í lok dags förum við yfir allar æfingarnar og andlegu hliðina. Það hefur hjálpað mér mikið, að vera með rétta hugarfarið. Þjálfarinn minn er frábær, ég er eins og elsta dóttirin í fjölskyldunni hans og bý hjá honum þegar ég er úti.“ Leiklistin heillar Katrín ætlaði að fara aftur í skóla í haust og klára verkfræðina en eftir sigurinn í keppninni finnst henni líklegt að hún muni bíða aðeins með námið. „Það eru svo mörg tækifæri sem koma með sigrinum. Þetta er stór stökkpallur fyrir mig og ég ætla að reyna að nýta það. Strax eftir sigurinn var hringt í mig frá höfuðstöðvum Reebook. Þau voru að láta mig vita að ég mætti eiga von á miklum ferðalögum, viðtölum, auglýsingatökum og vildu fá stundaskrána mína. Svo er ég strax komin með umboðsmann og fjármálaráðgjafa. Tækifærin eru á hverju strái og ég vil nýta þau vel á meðan þau bjóðast. Í framtíðinni get ég vel hugsað mér að verða leikkona, já, eða íþróttafréttamaður. Mér líður vel fyrir framan myndavélarnar,“ segir Katrín hlæjandi. Hún viðurkennir að síðustu dagar hafi verið örlítið yfirþyrmandi. Að hún hafi aldrei verið jafn mikið í símanum. Hún hafi varla við að svara SMS-skilaboðum og að það sé langt í að hún komist í gegnum skilaboðin á Facebook. „En þjálfarinn minn leggur mikið upp úr því að ég reyni að njóta. Svo er ég að æfa mig að láta umboðsmann sjá um þetta. Það er vissulega erfið tilhugsun að láta allt mitt í hendurnar á einhverjum með einni undirskrift. En ég er heppin og hef þekkt manninn sem sér um mína hluti lengi. Ég er í raun ótrúlega heppin með allt fólkið í kringum mig. Þetta fólk gerði heimsmeistaratitilinn mögulegan. Það eina sem ég þurfti að gera var að gera eins og þau sögðu mér.“ Daginn fyrir leikana var þessi mynd tekin á ströndinni. „Við fengum að vita að við áttum að keppa á paddle boarding sem eru eins og lítil brimbretti nema mun valtari. Við fengum að prófa þetta í fyrsta skipti daginn fyrir keppni.“Stundum venjuleg 22 ára stelpa Katrín er með allan sinn fókus á crossfittinu þessa dagana en hún reynir að sinna vinunum og félagslífinu eins og hún getur. „Auðvitað þarf maður að fórna ýmsu. Ég missi oft af afmælum og missti til dæmis af öllum útskriftum í vor. Ég hef eiginlega ekki hitt neinn frá því fyrir Evrópuleikana. Þannig að ég hlakka til að koma heim og njóta þess að vera með fólkinu mínu í haust áður en crossfit-tímabilið hefst aftur í janúar. Þá bæti ég upp tímann og fæ að vera venjuleg 22 ára stelpa. Kíki í bæinn og svona,“ segir Katrín Tanja hlæjandi. Katrín Tanja segir kynin vera jöfn í crossfit og að hún verði ekki vör við neina karlrembu.MYND/CROSSFIT, INC.Engin karlremba í crossfit Umræðan um minni athygli á konur í íþróttum kemur upp reglulega á Íslandi. Katrín Tanja kannast ekkert við karlrembu í crossfit-heiminum. „Sérstaklega ekki á Íslandi. Ég fæ jákvæð viðbrögð og ótrúlega jákvæðar athugasemdir á samfélagsmiðlunum. Ég finn að það er litið upp til mín og ég geti verið góð fyrirmynd. Ég er þakklát fyrir það. Ég veit að þetta viðgengst og hef séð hjá öðrum neikvæðar athugasemdir um líkamsvöxt og vöðva. En hér á Íslandi er flott að vera sterkur og í góðu formi. Vöðvarnir eru okkar tól og ég er stolt af vöðvunum mínum. Þeir gera mig að því sem ég er. Svo eru kynin mjög jöfn í crossfit. Það er jafn hátt verðlaunafé, fjallað jafn mikið um karl- og kvenkeppendur og kynin gera sömu æfingarnar. Þetta er mikilvægt og ég er stolt af því að vera í íþrótt þar sem kynin eru á sama plani.“ Næsta árið mun Katrín einbeita sér að crossfittinu og þar sem hún er týpan sem tekur hlutina alla leið mun líklega fátt annað komast að. „Það er svo mikilvægt að finna eitthvað sem maður hefur gaman af og njóta þess. Mér finnst frábært að vakna á morgnana með markmið í huga og eitthvað til að stefna að. Vera spennt fyrir að fara á æfingu og vinna að einhverju markmiði. Það er ólýsanleg tilfinning að sjá bætingu hjá sjálfum sér og vita hversu mikil erfiðisvinna er á bak við hana. Það gerir þetta svo magnað.“
Tengdar fréttir Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46
Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05