Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður og einn af eigendum veitingastaðarins Slippsins í Eyjum er með uppskriftina að hinum eina sanna verslunarmannahelgar-kokteil sem kallast Blóðbergskokteill.
Klakar
3 cl af sítrónusafa úr brenndum sítrónum
3 cl af Reyka Vodka
6 cl af blóðbergssírópi (100 g blóðberg, 1 l vatn, 400 g hunang)
Toppað með peru-cider
Þessi ómótstæðilegi kokteill er svo skreyttur með nýbrenndri sítrónu og blóðbergi.
