Bækur eru betri fjárfesting en byssukúlur Gréta Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 07:00 „Bækur eru betri fjárfesting en byssukúlur,“ sagði Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai, nýlega á fundi í Ósló. Fundurinn fjallaði um mikilvægi menntunar í þeirri vegferð sem ríki heims hefja í september nk. þegar samþykkt verða ný þróunarmarkmið á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðin eiga að taka gildi 1. janúar 2016 og þau á að framkvæma fyrir lok 2030. Markmiðin eru miklu víðtækari og metnaðarfyllri en fyrirrennarar þeirra, þúsaldarmarkmiðin frá árinu 2000. Í fyrirliggjandi drögum er viðurkennt að útrýming fátæktar er stærsta áskorunin sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir og því fjallar fyrsta markmiðið um að útrýma fátækt. Í drögunum er litið til þess að ójöfnuður fer vaxandi innan ríkja og milli ríkja og því ítrekað áréttað að markmiðin skuli ná til allra. Ljóst er að fátækt verður ekki útrýmt ef ekki kemur til stórátaks í menntamálum um allan heim þar sem milljónir barna og ungs fólks hafa ekki aðgang að menntun í dag og hafi þau aðgang er menntunin sem þau fá oft mjög léleg. Því er í drögunum að fjórða þróunarmarkmiðinu, sem fjallar um menntun, ekki eingöngu lögð áhersla á að tryggja skuli jafnan aðgang að menntun heldur skuli einnig tryggja gæði og gildi menntunar. Þetta krefst m.a. aukinnar fjárfestingar í kennaramenntun. Við Íslendingar höfum litið á það sem sameiginlega hagsmuni okkar að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun. Er óskandi að við berum gæfu til að vera áfram sammála um mikilvægi þessarar sameiginlegu fjárfestingar í þessu litla þjóðfélagi. Það er líka óskandi að sú þrautaganga sem Malala gekk í gegnum vegna þess að hún leyfði sér að opna munninn og tala fyrir menntun stúlkna verði til þess að þeir sem hingað til hafa litið á menntamál sem „mjúk“ mál geri sér grein fyrir því að fjárfesting í menntun þarf að vera forgangsmál eigi að tryggja langvarandi öryggi og stöðugleika í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Sjá meira
„Bækur eru betri fjárfesting en byssukúlur,“ sagði Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai, nýlega á fundi í Ósló. Fundurinn fjallaði um mikilvægi menntunar í þeirri vegferð sem ríki heims hefja í september nk. þegar samþykkt verða ný þróunarmarkmið á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðin eiga að taka gildi 1. janúar 2016 og þau á að framkvæma fyrir lok 2030. Markmiðin eru miklu víðtækari og metnaðarfyllri en fyrirrennarar þeirra, þúsaldarmarkmiðin frá árinu 2000. Í fyrirliggjandi drögum er viðurkennt að útrýming fátæktar er stærsta áskorunin sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir og því fjallar fyrsta markmiðið um að útrýma fátækt. Í drögunum er litið til þess að ójöfnuður fer vaxandi innan ríkja og milli ríkja og því ítrekað áréttað að markmiðin skuli ná til allra. Ljóst er að fátækt verður ekki útrýmt ef ekki kemur til stórátaks í menntamálum um allan heim þar sem milljónir barna og ungs fólks hafa ekki aðgang að menntun í dag og hafi þau aðgang er menntunin sem þau fá oft mjög léleg. Því er í drögunum að fjórða þróunarmarkmiðinu, sem fjallar um menntun, ekki eingöngu lögð áhersla á að tryggja skuli jafnan aðgang að menntun heldur skuli einnig tryggja gæði og gildi menntunar. Þetta krefst m.a. aukinnar fjárfestingar í kennaramenntun. Við Íslendingar höfum litið á það sem sameiginlega hagsmuni okkar að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun. Er óskandi að við berum gæfu til að vera áfram sammála um mikilvægi þessarar sameiginlegu fjárfestingar í þessu litla þjóðfélagi. Það er líka óskandi að sú þrautaganga sem Malala gekk í gegnum vegna þess að hún leyfði sér að opna munninn og tala fyrir menntun stúlkna verði til þess að þeir sem hingað til hafa litið á menntamál sem „mjúk“ mál geri sér grein fyrir því að fjárfesting í menntun þarf að vera forgangsmál eigi að tryggja langvarandi öryggi og stöðugleika í heiminum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun