Eins og björtustu vonir stóðu til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2015 08:30 Hvað gerist í dag? Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í 200 metra bringusundi í dag. Það verður ekki annað sagt en að íslensku keppendurnir á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi hafi staðið sig með miklum sóma, það sem af er, en mótinu lýkur á sunnudaginn. „Við getum sagt að þetta sé eins og björtustu vonir stóðu til,“ sagði Magnús Tryggvason, formaður landsliðsnefndar, í samtali við Fréttablaðið í gær en hann er að vonum stoltur af sínu fólki. „Þetta er næstbesti árangur sem við höfum náð á HM frá upphafi. Eina skiptið sem við höfum gert betur var á HM í Japan 2001 þegar Örn Arnarson vann silfur í 100 metra baksundi og brons í 200 metra baksundi.“ Afrek Hrafnhildar Lúthersdóttur ber hæst en hún komst í úrslit í 100 metra bringusundi og lenti þar í sjötta sæti sem er besti árangur sem íslensk sundkona hefur náð á HM í 50 metra laug. „Ég hafði tröllatrú á Hrafnhildi eftir að hafa fylgst með henni á Smáþjóðaleikunum,“ sagði Magnús en Hrafnhildur sópaði til sín verðlaunum á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Hún er auðvitað hokin af reynslu eftir að hafa verið að synda í háskólasundinu í Bandaríkjunum í fjögur ár. Hún er að æfa með heimsklassa sundfólki,“ bætti Magnús við en Hrafnhildur er í University of Florida. Sundkonan öfluga á þó enn eftir að keppa í sinni aðalgrein sem er 200 metra bringusund. Keppni í þeirri grein hefst snemma í dag en Magnús segir árangurinn í 100 metra bringusundinu gefa góð fyrirheit fyrir 200 metrana. Anton Sveinn McKee stingur sér einnig til sunds í dag, í 200 metra bringusundi sem er hans besta grein. „Þetta er hans grein en það er við ramman reip að draga. Hann þarf held ég að setja Íslandsmet til að komast í átta manna úrslit. Það er rosaleg samkeppni í 200 metra bringusundinu í dag,“ sagði Magnús um Anton sem komst ekki upp úr undanrásunum í 100 metra bringusundinu þrátt fyrir að hafa sett nýtt Íslandsmet og náð A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur einnig staðið sig með prýði en hún setti nýtt Íslandsmet í 100 metra baksundi á mánudaginn og náði um leið A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Hennar sterkasta grein er þó 200 metra baksund en hún keppir í þeirri grein á föstudaginn. Magnús segir að hún setji væntanlega stefnuna á úrslit. „Já, það hlýtur að vera stefnan. Það getur ekki annað verið,“ sagði Magnús en besti tími Eyglóar í greininni er 2:09,36 mínútur. Eygló og Hrafnhildur verða einnig á ferðinni á sunnudaginn ásamt því að hjálpa íslensku boðssundssveitinni „Þetta lofar mjög góðu fyrir boðsundið á sunnudaginn. Við erum mjög spennt fyrir því,“ sagði Magnús. Íslenska sveitin keppir þá í 4 x 100 metra fjórsundi og tólf efstu sveitirnar tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikuinum í Ríó. Auk Hrafnhildar og Eyglóar eru í íslensku sveitinni Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Bryndís Rún Hansen. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30 Næ vonandi að gera jafnvel enn betur á fimmtudaginn Hrafnhildur Lúthersdóttir var sátt með frammistöðu sína í 100 metra bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug en hún keppir á morgun í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. 5. ágúst 2015 06:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 2. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en að íslensku keppendurnir á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi hafi staðið sig með miklum sóma, það sem af er, en mótinu lýkur á sunnudaginn. „Við getum sagt að þetta sé eins og björtustu vonir stóðu til,“ sagði Magnús Tryggvason, formaður landsliðsnefndar, í samtali við Fréttablaðið í gær en hann er að vonum stoltur af sínu fólki. „Þetta er næstbesti árangur sem við höfum náð á HM frá upphafi. Eina skiptið sem við höfum gert betur var á HM í Japan 2001 þegar Örn Arnarson vann silfur í 100 metra baksundi og brons í 200 metra baksundi.“ Afrek Hrafnhildar Lúthersdóttur ber hæst en hún komst í úrslit í 100 metra bringusundi og lenti þar í sjötta sæti sem er besti árangur sem íslensk sundkona hefur náð á HM í 50 metra laug. „Ég hafði tröllatrú á Hrafnhildi eftir að hafa fylgst með henni á Smáþjóðaleikunum,“ sagði Magnús en Hrafnhildur sópaði til sín verðlaunum á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Hún er auðvitað hokin af reynslu eftir að hafa verið að synda í háskólasundinu í Bandaríkjunum í fjögur ár. Hún er að æfa með heimsklassa sundfólki,“ bætti Magnús við en Hrafnhildur er í University of Florida. Sundkonan öfluga á þó enn eftir að keppa í sinni aðalgrein sem er 200 metra bringusund. Keppni í þeirri grein hefst snemma í dag en Magnús segir árangurinn í 100 metra bringusundinu gefa góð fyrirheit fyrir 200 metrana. Anton Sveinn McKee stingur sér einnig til sunds í dag, í 200 metra bringusundi sem er hans besta grein. „Þetta er hans grein en það er við ramman reip að draga. Hann þarf held ég að setja Íslandsmet til að komast í átta manna úrslit. Það er rosaleg samkeppni í 200 metra bringusundinu í dag,“ sagði Magnús um Anton sem komst ekki upp úr undanrásunum í 100 metra bringusundinu þrátt fyrir að hafa sett nýtt Íslandsmet og náð A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur einnig staðið sig með prýði en hún setti nýtt Íslandsmet í 100 metra baksundi á mánudaginn og náði um leið A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Hennar sterkasta grein er þó 200 metra baksund en hún keppir í þeirri grein á föstudaginn. Magnús segir að hún setji væntanlega stefnuna á úrslit. „Já, það hlýtur að vera stefnan. Það getur ekki annað verið,“ sagði Magnús en besti tími Eyglóar í greininni er 2:09,36 mínútur. Eygló og Hrafnhildur verða einnig á ferðinni á sunnudaginn ásamt því að hjálpa íslensku boðssundssveitinni „Þetta lofar mjög góðu fyrir boðsundið á sunnudaginn. Við erum mjög spennt fyrir því,“ sagði Magnús. Íslenska sveitin keppir þá í 4 x 100 metra fjórsundi og tólf efstu sveitirnar tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikuinum í Ríó. Auk Hrafnhildar og Eyglóar eru í íslensku sveitinni Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Bryndís Rún Hansen.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30 Næ vonandi að gera jafnvel enn betur á fimmtudaginn Hrafnhildur Lúthersdóttir var sátt með frammistöðu sína í 100 metra bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug en hún keppir á morgun í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. 5. ágúst 2015 06:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 2. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Sjá meira
Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30
Næ vonandi að gera jafnvel enn betur á fimmtudaginn Hrafnhildur Lúthersdóttir var sátt með frammistöðu sína í 100 metra bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug en hún keppir á morgun í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. 5. ágúst 2015 06:00
Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08
Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53
Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 2. ágúst 2015 11:18
Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23