Millidómsstig taki til starfa árið 2017 Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Ólöf Nordal stefnir á að leggja frumvarp um millidómsstig fram á haustþingi. Ólöf Nordal stefnir á að leggja frumvarp um millidómsstig fram á haustþingi. Hún telur raunhæft að það líði ár þar til nýja dómsstigið taki til starfa. Ólöf segist telja að nýja dómsstigið verði gríðarlega mikil réttarbót og almennt séð hafi verið mikill áhugi á því, á meðal þeirra sem starfa í réttarkerfinu, að það yrði að veruleika. „Þannig að ég vonast til þess að þingið taki vel á móti þessu máli og það fái góða umfjöllun í vetur.“ Ólöf vonast til að ná frumvarpinu inn á fyrstu dögum haustþings, en setur þann fyrirvara að hún sé með töluverðan fjölda mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. „En ég legg mjög mikla áherslu á þetta mál.“ Aðspurð segir Ólöf raunhæft að gera ráð fyrir ári í undirbúning, þar til nýja dómsstigið tekur til starfa. „Ég held að það sé þannig að við séum þá að tala um einhvern tímann árið 2017. Það fer eftir því hvernig því er tekið í þinginu. Þetta mál mun þurfa mikla umræðu og vinnu í nefnd. Þannig að ég held að maður þurfi að vera opinn fyrir því að sú tímasetning geti breyst.“ Með nýsamþykktum lögum um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum var stofnað nýtt embætti héraðssaksóknara. Ráðgert er að það taki til starfa 1. janúar næstkomandi og verður embætti sérstaks saksóknara lagt niður frá sama tíma. Hið nýja embætti héraðssaksóknara mun fara með ákæruvald á lægra ákæruvaldsstigi, það er ákærumeðferð sakamála og saksókn fyrir héraðsdómi. Þá mun embætti héraðssaksóknara annast lögreglurannsóknir í skatta- og efnahagsbrotamálum, ásamt rannsóknum á brotum starfsmanna lögreglu og brotum gegn valdstjórninni. Staða héraðssaksóknara hefur verið auglýst. Fjárveitingar til embættisins verða svo ákveðnar í fjárlögum sem verða lögð fram í september. „Ég hef lagt áherslu á það að embættið fái það fjármagn sem það þarf til að geta komist á lappirnar.“ Ólöf segir að það sé gríðarlegur fjárskortur í réttarkerfinu. „Og ég hef talað fyrir því frá því að ég tók við stól innanríkisráðherra að horfa svolítið vel á það hvað við getum gert til að sækja meira fé. Um leið og ég segi það þá er það alveg vitað mál að ég hef ekki tök á því að fá allt það fé sem ég myndi vilja fá, en ég er að reyna að bæta í eins og ég get,“ segir Ólöf. Viðbrögð þingsins við embætti héraðssaksóknara verði prófsteinn á það hvernig til tekst að auka fjárveitingar til réttarkerfisins. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Ólöf Nordal stefnir á að leggja frumvarp um millidómsstig fram á haustþingi. Hún telur raunhæft að það líði ár þar til nýja dómsstigið taki til starfa. Ólöf segist telja að nýja dómsstigið verði gríðarlega mikil réttarbót og almennt séð hafi verið mikill áhugi á því, á meðal þeirra sem starfa í réttarkerfinu, að það yrði að veruleika. „Þannig að ég vonast til þess að þingið taki vel á móti þessu máli og það fái góða umfjöllun í vetur.“ Ólöf vonast til að ná frumvarpinu inn á fyrstu dögum haustþings, en setur þann fyrirvara að hún sé með töluverðan fjölda mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. „En ég legg mjög mikla áherslu á þetta mál.“ Aðspurð segir Ólöf raunhæft að gera ráð fyrir ári í undirbúning, þar til nýja dómsstigið tekur til starfa. „Ég held að það sé þannig að við séum þá að tala um einhvern tímann árið 2017. Það fer eftir því hvernig því er tekið í þinginu. Þetta mál mun þurfa mikla umræðu og vinnu í nefnd. Þannig að ég held að maður þurfi að vera opinn fyrir því að sú tímasetning geti breyst.“ Með nýsamþykktum lögum um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum var stofnað nýtt embætti héraðssaksóknara. Ráðgert er að það taki til starfa 1. janúar næstkomandi og verður embætti sérstaks saksóknara lagt niður frá sama tíma. Hið nýja embætti héraðssaksóknara mun fara með ákæruvald á lægra ákæruvaldsstigi, það er ákærumeðferð sakamála og saksókn fyrir héraðsdómi. Þá mun embætti héraðssaksóknara annast lögreglurannsóknir í skatta- og efnahagsbrotamálum, ásamt rannsóknum á brotum starfsmanna lögreglu og brotum gegn valdstjórninni. Staða héraðssaksóknara hefur verið auglýst. Fjárveitingar til embættisins verða svo ákveðnar í fjárlögum sem verða lögð fram í september. „Ég hef lagt áherslu á það að embættið fái það fjármagn sem það þarf til að geta komist á lappirnar.“ Ólöf segir að það sé gríðarlegur fjárskortur í réttarkerfinu. „Og ég hef talað fyrir því frá því að ég tók við stól innanríkisráðherra að horfa svolítið vel á það hvað við getum gert til að sækja meira fé. Um leið og ég segi það þá er það alveg vitað mál að ég hef ekki tök á því að fá allt það fé sem ég myndi vilja fá, en ég er að reyna að bæta í eins og ég get,“ segir Ólöf. Viðbrögð þingsins við embætti héraðssaksóknara verði prófsteinn á það hvernig til tekst að auka fjárveitingar til réttarkerfisins.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira