Erlent

Páfi býður fráskilda velkomna

þórgnýr einar albertsson skrifar
Frans vill bjóða fráskilda velkomna í kirkjuna.
Frans vill bjóða fráskilda velkomna í kirkjuna. nordicphotos/afp
 „Það ætti ekki að koma fram við fólk sem leitar nýs upphafs eftir að hjónaband þess beið ósigur eins og það sé bannfært,“ segir Frans páfi. Frans vill að kaþólska kirkjan bjóði fráskilið fólk velkomið.

Kaþólikkar sem skilið hafa við maka sinn mega ekki ganga til altaris í kirkjum og eru samkvæmt reglum kirkjunnar álitnir lifa í synd.

„Óþarfi er að bæta þessum áhyggjum ofan á þær áhyggjur sem börn fráskilinna hafa nú þegar. Hvernig eiga börnin að iðka trú sína ef foreldrar þeirra eru ekki velkomnir?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×