Haustmarkmiðin sett á blað 10. ágúst 2015 14:00 Hvaða markmiðum viltu raunverulega ná, eru einhver markmið mikilvægari en önnur? Það eru margir sem halda því fram að eftir verslunarmannahelgina sé haustið komið. Ég er nú ekki alveg sammála því, vil halda í þetta stutta sumar sem við fáum eins lengi og ég mögulega get og þar sem ég lít út um gluggann á meðan ég skrifa þetta sé ég fátt annað en grænt gras og glampandi sól. Þó svo að ég vilji að sumarið verði eins langt og mögulegt er er ekki þar með sagt að ég geti ekki hlakkað til haustsins, að takast á við ný verkefni, koma mér í rútínu og setja mér ný markmið. Haustið er oft sá tími sem fólk fer að hugsa sér til hreyfings eftir endalausar grillveislur og ísferðir sumarsins. Ég hef oft ráðlagt fólki sem er að fara af stað í líkamsrækt að koma hreyfingunni í rútínu áður en haustið raunverulega skellur á og allir hafa nóg á sinni könnu. Settu þér markmið Ég mæli eindregið með því að fólk byrji á því að setja sér markmið. Það skiptir máli hvernig markmið maður setur sér til þess að eiga sem mesta möguleika á því að ná þeim. Því ákvað ég að skrifa niður nokkra góða punkta fyrir ykkur í sambandi við markmiðasetningu: lMarkmiðin þurfa að vera skýr. Mikilvægt er að ekki sé hægt að túlka markmiðin eða rökræða við sjálfan sig þegar litli púkinn fer af stað í höfðinu á manni. lMarkmiðin þurfa að vera mælanleg. Mikilvægt er að vita nákvæmlega hverju maður ætlar að ná og hvenær maður hefur náð því. lMarkmiðin þurfa að vera raunhæf. Eins hvetjandi og það er að setja sér markmið og ná þeim þá getur það alveg farið með mann þegar maður nær þeim ekki. Því er mikilvægt að skemma ekki fyrir sér áður en maður leggur af stað með markmiðum sem engin leið er að ná. lSettu þér bæði skammtíma- og langtímamarkmið. Skammtímamarkmiðin eiga að vinna að langtímamarkmiðinu. lSettu þér framvindumarkmið frekar en niðurstöðumarkmið. Það er afar auðvelt að setja sér markmiðið að geta hlaupið maraþon í lok mánaðarins en það er enn auðveldara að vera engu nær því að mánuði loknum því leiðin er afar óljós. Slíkt markmið kallast niðurstöðumarkmið. Mun betra er að setja sér framvindumarkmið eins og að hlaupa tvisvar sinnum í viku því þau markmið eru skýr, mælanleg og raunhæf. Ef maður nær framvindumarkmiðinu er maður svo líka kominn talsvert nær því að ná að hlaupa maraþon. lSkrifaðu markmiðin þín niður og hafðu þau sjáanleg. Þannig er auðveldara að minna sig á það á hverjum degi að vinna að þeim. lPassaðu þig svo líka á því að gefa þér góðan tíma í að hugsa hvaða markmiðum þú raunverulega vilt ná og hvort eitthvað sé mikilvægara en annað, því maður getur því miður ekki gert allt. Gangi þér vel og hafðu gaman af þessu! Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Það eru margir sem halda því fram að eftir verslunarmannahelgina sé haustið komið. Ég er nú ekki alveg sammála því, vil halda í þetta stutta sumar sem við fáum eins lengi og ég mögulega get og þar sem ég lít út um gluggann á meðan ég skrifa þetta sé ég fátt annað en grænt gras og glampandi sól. Þó svo að ég vilji að sumarið verði eins langt og mögulegt er er ekki þar með sagt að ég geti ekki hlakkað til haustsins, að takast á við ný verkefni, koma mér í rútínu og setja mér ný markmið. Haustið er oft sá tími sem fólk fer að hugsa sér til hreyfings eftir endalausar grillveislur og ísferðir sumarsins. Ég hef oft ráðlagt fólki sem er að fara af stað í líkamsrækt að koma hreyfingunni í rútínu áður en haustið raunverulega skellur á og allir hafa nóg á sinni könnu. Settu þér markmið Ég mæli eindregið með því að fólk byrji á því að setja sér markmið. Það skiptir máli hvernig markmið maður setur sér til þess að eiga sem mesta möguleika á því að ná þeim. Því ákvað ég að skrifa niður nokkra góða punkta fyrir ykkur í sambandi við markmiðasetningu: lMarkmiðin þurfa að vera skýr. Mikilvægt er að ekki sé hægt að túlka markmiðin eða rökræða við sjálfan sig þegar litli púkinn fer af stað í höfðinu á manni. lMarkmiðin þurfa að vera mælanleg. Mikilvægt er að vita nákvæmlega hverju maður ætlar að ná og hvenær maður hefur náð því. lMarkmiðin þurfa að vera raunhæf. Eins hvetjandi og það er að setja sér markmið og ná þeim þá getur það alveg farið með mann þegar maður nær þeim ekki. Því er mikilvægt að skemma ekki fyrir sér áður en maður leggur af stað með markmiðum sem engin leið er að ná. lSettu þér bæði skammtíma- og langtímamarkmið. Skammtímamarkmiðin eiga að vinna að langtímamarkmiðinu. lSettu þér framvindumarkmið frekar en niðurstöðumarkmið. Það er afar auðvelt að setja sér markmiðið að geta hlaupið maraþon í lok mánaðarins en það er enn auðveldara að vera engu nær því að mánuði loknum því leiðin er afar óljós. Slíkt markmið kallast niðurstöðumarkmið. Mun betra er að setja sér framvindumarkmið eins og að hlaupa tvisvar sinnum í viku því þau markmið eru skýr, mælanleg og raunhæf. Ef maður nær framvindumarkmiðinu er maður svo líka kominn talsvert nær því að ná að hlaupa maraþon. lSkrifaðu markmiðin þín niður og hafðu þau sjáanleg. Þannig er auðveldara að minna sig á það á hverjum degi að vinna að þeim. lPassaðu þig svo líka á því að gefa þér góðan tíma í að hugsa hvaða markmiðum þú raunverulega vilt ná og hvort eitthvað sé mikilvægara en annað, því maður getur því miður ekki gert allt. Gangi þér vel og hafðu gaman af þessu!
Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira