Haustmarkmiðin sett á blað 10. ágúst 2015 14:00 Hvaða markmiðum viltu raunverulega ná, eru einhver markmið mikilvægari en önnur? Það eru margir sem halda því fram að eftir verslunarmannahelgina sé haustið komið. Ég er nú ekki alveg sammála því, vil halda í þetta stutta sumar sem við fáum eins lengi og ég mögulega get og þar sem ég lít út um gluggann á meðan ég skrifa þetta sé ég fátt annað en grænt gras og glampandi sól. Þó svo að ég vilji að sumarið verði eins langt og mögulegt er er ekki þar með sagt að ég geti ekki hlakkað til haustsins, að takast á við ný verkefni, koma mér í rútínu og setja mér ný markmið. Haustið er oft sá tími sem fólk fer að hugsa sér til hreyfings eftir endalausar grillveislur og ísferðir sumarsins. Ég hef oft ráðlagt fólki sem er að fara af stað í líkamsrækt að koma hreyfingunni í rútínu áður en haustið raunverulega skellur á og allir hafa nóg á sinni könnu. Settu þér markmið Ég mæli eindregið með því að fólk byrji á því að setja sér markmið. Það skiptir máli hvernig markmið maður setur sér til þess að eiga sem mesta möguleika á því að ná þeim. Því ákvað ég að skrifa niður nokkra góða punkta fyrir ykkur í sambandi við markmiðasetningu: lMarkmiðin þurfa að vera skýr. Mikilvægt er að ekki sé hægt að túlka markmiðin eða rökræða við sjálfan sig þegar litli púkinn fer af stað í höfðinu á manni. lMarkmiðin þurfa að vera mælanleg. Mikilvægt er að vita nákvæmlega hverju maður ætlar að ná og hvenær maður hefur náð því. lMarkmiðin þurfa að vera raunhæf. Eins hvetjandi og það er að setja sér markmið og ná þeim þá getur það alveg farið með mann þegar maður nær þeim ekki. Því er mikilvægt að skemma ekki fyrir sér áður en maður leggur af stað með markmiðum sem engin leið er að ná. lSettu þér bæði skammtíma- og langtímamarkmið. Skammtímamarkmiðin eiga að vinna að langtímamarkmiðinu. lSettu þér framvindumarkmið frekar en niðurstöðumarkmið. Það er afar auðvelt að setja sér markmiðið að geta hlaupið maraþon í lok mánaðarins en það er enn auðveldara að vera engu nær því að mánuði loknum því leiðin er afar óljós. Slíkt markmið kallast niðurstöðumarkmið. Mun betra er að setja sér framvindumarkmið eins og að hlaupa tvisvar sinnum í viku því þau markmið eru skýr, mælanleg og raunhæf. Ef maður nær framvindumarkmiðinu er maður svo líka kominn talsvert nær því að ná að hlaupa maraþon. lSkrifaðu markmiðin þín niður og hafðu þau sjáanleg. Þannig er auðveldara að minna sig á það á hverjum degi að vinna að þeim. lPassaðu þig svo líka á því að gefa þér góðan tíma í að hugsa hvaða markmiðum þú raunverulega vilt ná og hvort eitthvað sé mikilvægara en annað, því maður getur því miður ekki gert allt. Gangi þér vel og hafðu gaman af þessu! Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Það eru margir sem halda því fram að eftir verslunarmannahelgina sé haustið komið. Ég er nú ekki alveg sammála því, vil halda í þetta stutta sumar sem við fáum eins lengi og ég mögulega get og þar sem ég lít út um gluggann á meðan ég skrifa þetta sé ég fátt annað en grænt gras og glampandi sól. Þó svo að ég vilji að sumarið verði eins langt og mögulegt er er ekki þar með sagt að ég geti ekki hlakkað til haustsins, að takast á við ný verkefni, koma mér í rútínu og setja mér ný markmið. Haustið er oft sá tími sem fólk fer að hugsa sér til hreyfings eftir endalausar grillveislur og ísferðir sumarsins. Ég hef oft ráðlagt fólki sem er að fara af stað í líkamsrækt að koma hreyfingunni í rútínu áður en haustið raunverulega skellur á og allir hafa nóg á sinni könnu. Settu þér markmið Ég mæli eindregið með því að fólk byrji á því að setja sér markmið. Það skiptir máli hvernig markmið maður setur sér til þess að eiga sem mesta möguleika á því að ná þeim. Því ákvað ég að skrifa niður nokkra góða punkta fyrir ykkur í sambandi við markmiðasetningu: lMarkmiðin þurfa að vera skýr. Mikilvægt er að ekki sé hægt að túlka markmiðin eða rökræða við sjálfan sig þegar litli púkinn fer af stað í höfðinu á manni. lMarkmiðin þurfa að vera mælanleg. Mikilvægt er að vita nákvæmlega hverju maður ætlar að ná og hvenær maður hefur náð því. lMarkmiðin þurfa að vera raunhæf. Eins hvetjandi og það er að setja sér markmið og ná þeim þá getur það alveg farið með mann þegar maður nær þeim ekki. Því er mikilvægt að skemma ekki fyrir sér áður en maður leggur af stað með markmiðum sem engin leið er að ná. lSettu þér bæði skammtíma- og langtímamarkmið. Skammtímamarkmiðin eiga að vinna að langtímamarkmiðinu. lSettu þér framvindumarkmið frekar en niðurstöðumarkmið. Það er afar auðvelt að setja sér markmiðið að geta hlaupið maraþon í lok mánaðarins en það er enn auðveldara að vera engu nær því að mánuði loknum því leiðin er afar óljós. Slíkt markmið kallast niðurstöðumarkmið. Mun betra er að setja sér framvindumarkmið eins og að hlaupa tvisvar sinnum í viku því þau markmið eru skýr, mælanleg og raunhæf. Ef maður nær framvindumarkmiðinu er maður svo líka kominn talsvert nær því að ná að hlaupa maraþon. lSkrifaðu markmiðin þín niður og hafðu þau sjáanleg. Þannig er auðveldara að minna sig á það á hverjum degi að vinna að þeim. lPassaðu þig svo líka á því að gefa þér góðan tíma í að hugsa hvaða markmiðum þú raunverulega vilt ná og hvort eitthvað sé mikilvægara en annað, því maður getur því miður ekki gert allt. Gangi þér vel og hafðu gaman af þessu!
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira