Rafstöðin bræddi úrsér Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2015 08:00 Rúnar er að vonum ánægður með tíðindin og segir gaman að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf allra þeirra sem að myndinni koma. Vísir/Vilhelm Í gær var tilkynnt að kvikmyndin Þrestir sem leikstýrt er af Rúnari Rúnarssyni væri á meðal þeirra kvikmynda sem valdar hefðu verið í aðalkeppni alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar sem fram fer í borginni Donostia-San Sebastián á Spáni. „Þetta er alveg frábært, gaman að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf allra sem tóku þátt í myndinni og það að byrja líf myndarinnar á svona góðum stað skiptir miklu máli upp á framhaldið,“ segir Rúnar glaður í bragði en hann mun halda ásamt fleiri aðstandendum myndarinnar á hátíðina í september. Rúnar, sem skrifaði einnig handritið að Þröstum, hefur áður fylgt kvikmynd eftir á stóra kvikmyndahátíð, síðasta kvikmynd hans Eldfjall var tilnefnd til Camera d'Or á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2011 og hafa fleiri myndir í hans leikstjórn verið tilnefndar til hinna ýmsu verðlauna. Myndin var tekin upp sumarið 2014 og fóru tökurnar að mestu leyti fram á Flateyri, Bolungarvík, Suðureyri, Hnífsdal og Ísafirði. „Myndin er tekin úti um allt þarna. Með dyggri hjálp heimamanna. Annars væri þetta ekki hægt. Við komum að opnum dyrum alls staðar þarna fyrir vestan,“ segir Rúnar og bætir við að gestrisni heimamanna hafi ekki komið honum á óvart.Myndin er tekin upp fyrir vestan og Rúnar segir gestrisni og hjálpsemi heimamanna ómetanlega.mynd/SophiaOlssonTökudagar voru 32 talsins og voru 30 af þeim fyrir vestan. Rúnar segir að tökur hafi gengið eins og í sögu, þótt alltaf komi eitthvað upp á. „Einu sinni var búið að loka Vestfjarðagöngunum fyrir tökur og lögreglan á Vestfjörðum var að hjálpa okkur. Þegar við vorum komin inn og vorum að byrja að taka upp þá bræddi rafstöðin úr sér,“ segir Rúnar en um hálfan tökudag var að ræða. „Ekki getur maður tekið upp án þess að vera með ljós, sérstaklega ekki inni í göngum. Það þurfti að finna lausnir á því og laga og koma aftur seinna.“ Myndin var tekin á Super 16 millimetra filmu og segir Rúnar það æ fátíðara að tekið sé upp á filmu í dag, miklu frekar á stafrænt form. Honum þótti þetta upptökuform fallegt og rétt fyrir söguna. „Filman er lifandi form, þetta er ljós sem sprengist á filmunni og nær þannig myndinni. Það er stundum sagt að stafrænt format hafi áhrif á lógíska heilahvelið okkar. Filma hefur áhrif á heilahvelið okkar sem kallar fram tilfinningar og annað. Þetta hefur bæði með hljóð og mynd að gera og hafa verið gerðar þó nokkrar tilraunir,“ segir hann og bætir við að sökum þess hversu vel gekk að fjármagna myndina hafi reynst mögulegt að fara þessa leið. Myndin hlaut meðal annars styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands, Danska kvikmyndasjóðnum og Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum og var kostnaður við gerð hennar um 250 milljónir króna og kom fjármagn að stórum hluta erlendis frá. Myndin segir söguna af sextán ára dreng, sem leikinn er af Atla Óskari Fjalarsyni, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Með hlutverk hans fer Ingvar E. Sigurðsson. Einnig fer Kristbjörg Kjeld með hlutverk ömmu drengsins, Rakel Björnsdóttir leikur æskuvinkonu drengsins og einnig kemur fram króatíski leikarinn Rade Šerbedžija sem leikið hefur aukahlutverk í myndum á borð við Mission Impossible: II, Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1, X-Men: First Class og hlutverk glæpamannsins Murads í Taken 2. Þrestir fara í almenna sýningu á Íslandi þann 2. október. Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Í gær var tilkynnt að kvikmyndin Þrestir sem leikstýrt er af Rúnari Rúnarssyni væri á meðal þeirra kvikmynda sem valdar hefðu verið í aðalkeppni alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar sem fram fer í borginni Donostia-San Sebastián á Spáni. „Þetta er alveg frábært, gaman að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf allra sem tóku þátt í myndinni og það að byrja líf myndarinnar á svona góðum stað skiptir miklu máli upp á framhaldið,“ segir Rúnar glaður í bragði en hann mun halda ásamt fleiri aðstandendum myndarinnar á hátíðina í september. Rúnar, sem skrifaði einnig handritið að Þröstum, hefur áður fylgt kvikmynd eftir á stóra kvikmyndahátíð, síðasta kvikmynd hans Eldfjall var tilnefnd til Camera d'Or á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2011 og hafa fleiri myndir í hans leikstjórn verið tilnefndar til hinna ýmsu verðlauna. Myndin var tekin upp sumarið 2014 og fóru tökurnar að mestu leyti fram á Flateyri, Bolungarvík, Suðureyri, Hnífsdal og Ísafirði. „Myndin er tekin úti um allt þarna. Með dyggri hjálp heimamanna. Annars væri þetta ekki hægt. Við komum að opnum dyrum alls staðar þarna fyrir vestan,“ segir Rúnar og bætir við að gestrisni heimamanna hafi ekki komið honum á óvart.Myndin er tekin upp fyrir vestan og Rúnar segir gestrisni og hjálpsemi heimamanna ómetanlega.mynd/SophiaOlssonTökudagar voru 32 talsins og voru 30 af þeim fyrir vestan. Rúnar segir að tökur hafi gengið eins og í sögu, þótt alltaf komi eitthvað upp á. „Einu sinni var búið að loka Vestfjarðagöngunum fyrir tökur og lögreglan á Vestfjörðum var að hjálpa okkur. Þegar við vorum komin inn og vorum að byrja að taka upp þá bræddi rafstöðin úr sér,“ segir Rúnar en um hálfan tökudag var að ræða. „Ekki getur maður tekið upp án þess að vera með ljós, sérstaklega ekki inni í göngum. Það þurfti að finna lausnir á því og laga og koma aftur seinna.“ Myndin var tekin á Super 16 millimetra filmu og segir Rúnar það æ fátíðara að tekið sé upp á filmu í dag, miklu frekar á stafrænt form. Honum þótti þetta upptökuform fallegt og rétt fyrir söguna. „Filman er lifandi form, þetta er ljós sem sprengist á filmunni og nær þannig myndinni. Það er stundum sagt að stafrænt format hafi áhrif á lógíska heilahvelið okkar. Filma hefur áhrif á heilahvelið okkar sem kallar fram tilfinningar og annað. Þetta hefur bæði með hljóð og mynd að gera og hafa verið gerðar þó nokkrar tilraunir,“ segir hann og bætir við að sökum þess hversu vel gekk að fjármagna myndina hafi reynst mögulegt að fara þessa leið. Myndin hlaut meðal annars styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands, Danska kvikmyndasjóðnum og Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum og var kostnaður við gerð hennar um 250 milljónir króna og kom fjármagn að stórum hluta erlendis frá. Myndin segir söguna af sextán ára dreng, sem leikinn er af Atla Óskari Fjalarsyni, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Með hlutverk hans fer Ingvar E. Sigurðsson. Einnig fer Kristbjörg Kjeld með hlutverk ömmu drengsins, Rakel Björnsdóttir leikur æskuvinkonu drengsins og einnig kemur fram króatíski leikarinn Rade Šerbedžija sem leikið hefur aukahlutverk í myndum á borð við Mission Impossible: II, Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1, X-Men: First Class og hlutverk glæpamannsins Murads í Taken 2. Þrestir fara í almenna sýningu á Íslandi þann 2. október.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira