Diguryrðin yfirgnæfðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Donald Trump, lengst til hægri, ásamt Ben Carson og Scott Walker í kappræðunum á fimmtudagskvöld. nordicphotos/AFP Níu repúblikanar stóðu að mestu ráðþrota á sviðinu gagnvart Donald Trump, sem að venju sagði það sem honum sýndist í fyrstu sjónvarpskappræðunum fyrir forkosningar Repúblikanaflokksins. Digurbarkaleg ummæli hans vöktu langmesta athygli áhorfenda jafnt sem fjölmiðla víða um heim. Mörgum fannst nóg um: „Þessi apaköttur ætlar að verða forseti Bandaríkjanna,“ sagði í fyrirsögn á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Mótframbjóðendurnir níu, sem allir sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins, reyndu flestir að svara spurningum stjórnenda umræðnanna af alvöru, en uppskáru fyrir vikið ekki sömu athyglina. Trump hefur undanfarnar vikur borið höfuð og herðar yfir meðframbjóðendur sína í skoðanakönnunum. Hann kemst þó ekki með tærnar þar sem Hillary Clinton, líklegasti frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur hælana. Í The New York Times fullyrðir hins vegar dálkahöfundurinn Nate Cohn að hvorki Donald Trump né Jeb Bush, sem hefur næstmesta fylgið í skoðanakönnunum, hafi verið á meðal sigurvegara kvöldsins. „Að sigra í forkosningaumræðum snýst ekki um að slá fram bestu setningunum eða uppskera mesta klappið. Fyrir frambjóðendur í fremstu röð er þetta áheyrnarprufa fyrir flokkseigendurna, fjársterka stuðningsmenn,“ segir Cohn. „Takmarkið er ekki að heilla fjöldann eða ná langt í skoðanakönnunum, heldur að vekja traust, að sýna fram á getu þeirra til þess að sigra og ráða við forsetaembættið.“ Enn sem komið er geta skoðanakannanir engan veginn gefið neinar marktækar vísbendingar um það hver úrslitin gætu orðið úr forkosningum flokkanna tveggja. Forkosningarnar hefjast ekki fyrr en snemma á næsta ári og úrslit verða ekki ljós fyrr en næsta sumar, en forsetakosningarnar sjálfar eru svo í byrjun nóvember. Trump virðist hins vegar staðráðinn í að bjóða sig fram til forseta, hvort sem hann verður fyrir valinu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins eða ekki. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Níu repúblikanar stóðu að mestu ráðþrota á sviðinu gagnvart Donald Trump, sem að venju sagði það sem honum sýndist í fyrstu sjónvarpskappræðunum fyrir forkosningar Repúblikanaflokksins. Digurbarkaleg ummæli hans vöktu langmesta athygli áhorfenda jafnt sem fjölmiðla víða um heim. Mörgum fannst nóg um: „Þessi apaköttur ætlar að verða forseti Bandaríkjanna,“ sagði í fyrirsögn á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Mótframbjóðendurnir níu, sem allir sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins, reyndu flestir að svara spurningum stjórnenda umræðnanna af alvöru, en uppskáru fyrir vikið ekki sömu athyglina. Trump hefur undanfarnar vikur borið höfuð og herðar yfir meðframbjóðendur sína í skoðanakönnunum. Hann kemst þó ekki með tærnar þar sem Hillary Clinton, líklegasti frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur hælana. Í The New York Times fullyrðir hins vegar dálkahöfundurinn Nate Cohn að hvorki Donald Trump né Jeb Bush, sem hefur næstmesta fylgið í skoðanakönnunum, hafi verið á meðal sigurvegara kvöldsins. „Að sigra í forkosningaumræðum snýst ekki um að slá fram bestu setningunum eða uppskera mesta klappið. Fyrir frambjóðendur í fremstu röð er þetta áheyrnarprufa fyrir flokkseigendurna, fjársterka stuðningsmenn,“ segir Cohn. „Takmarkið er ekki að heilla fjöldann eða ná langt í skoðanakönnunum, heldur að vekja traust, að sýna fram á getu þeirra til þess að sigra og ráða við forsetaembættið.“ Enn sem komið er geta skoðanakannanir engan veginn gefið neinar marktækar vísbendingar um það hver úrslitin gætu orðið úr forkosningum flokkanna tveggja. Forkosningarnar hefjast ekki fyrr en snemma á næsta ári og úrslit verða ekki ljós fyrr en næsta sumar, en forsetakosningarnar sjálfar eru svo í byrjun nóvember. Trump virðist hins vegar staðráðinn í að bjóða sig fram til forseta, hvort sem hann verður fyrir valinu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins eða ekki.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira