Kaleo tók upp myndband í nístingskulda í Þríhnúkagíg Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. ágúst 2015 08:30 Strákarnir í Kaleo voru heillaðir af umhverfinu ofan í Þríhnúkagíg. mynd/Stroud Rohde Hljómsveitin Kaleo fór nýverið ofan í Þríhnúkagíg og tók upp „live performance“ vídeó við lagið Way Down We Go. Lagið hefur hljómað undanfarið á íslenskum útvarpsstöðvum en var fyrst gefið út opinberlega í dag og er hægt að nálgast það á iTunes og Spotify. „Við komum heim fyrr í sumar og tókum upp myndbandið ásamt því að halda tónleika í Gamla bíó. Þetta var mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni. Við fórum með allar græjur niður, trommusett, magnara, hátalara, ljós o.fl. Það þurfti að fara með þetta 120 metra niður í eldfjallið sem er hægara sagt en gert,“ segir Jökull Júlíusson um myndbandið. Eins og margir vita er Þríhnúkagígur þekktur fyrir einstaka fegurð og voru Jökull og félagar alveg heillaðir. „Umhverfið þarna niðri er ótrúlegt og hljómburðurinn frábær. Við vorum alveg heillaðir. Það var reyndar erfitt að fóta sig í grjótinu og gífurlega kalt en við erum mjög ánægðir með útkomuna,“ bætir Jökull við. Framleiðslufyrirtækið Eyk sá um gerð myndbandsins en það hefur starfað með hljómsveitinni frá upphafi. „Við erum gífurlega þakklátir öllum þeim sem komu að verkefninu og hjálpuðu til. Það stóð til að þetta myndi taka um 12 tíma en ég held að þetta hafi verið nánast 26 klukkutímar í heildina. Við höfðum ekki mikinn mannskap en allir lögðu sitt af mörkum. Arnar Guðjónsson stjórnaði hljóðupptökum og við viljum sérstaklega þakka þyrluþjónustunni Helo og starfsfólki Inside the Volcano við Þríhnúkagíg,“ segir Jökull. Hljómsveitin Kaleo er á leið til Íslands þar sem hún hitar upp fyrir tónleika Kings of Leon í Nýju Laugardalshöllinni þann 13. ágúst næstkomandi. Meðlimir sveitarinnar ætla njóta dvalarinnar hér á landi en mikið er að gera hjá þeim í Bandaríkjunum. „Það verður næs að koma heim í smá rólegheit,“ bætir Jökull við. Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo fór nýverið ofan í Þríhnúkagíg og tók upp „live performance“ vídeó við lagið Way Down We Go. Lagið hefur hljómað undanfarið á íslenskum útvarpsstöðvum en var fyrst gefið út opinberlega í dag og er hægt að nálgast það á iTunes og Spotify. „Við komum heim fyrr í sumar og tókum upp myndbandið ásamt því að halda tónleika í Gamla bíó. Þetta var mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni. Við fórum með allar græjur niður, trommusett, magnara, hátalara, ljós o.fl. Það þurfti að fara með þetta 120 metra niður í eldfjallið sem er hægara sagt en gert,“ segir Jökull Júlíusson um myndbandið. Eins og margir vita er Þríhnúkagígur þekktur fyrir einstaka fegurð og voru Jökull og félagar alveg heillaðir. „Umhverfið þarna niðri er ótrúlegt og hljómburðurinn frábær. Við vorum alveg heillaðir. Það var reyndar erfitt að fóta sig í grjótinu og gífurlega kalt en við erum mjög ánægðir með útkomuna,“ bætir Jökull við. Framleiðslufyrirtækið Eyk sá um gerð myndbandsins en það hefur starfað með hljómsveitinni frá upphafi. „Við erum gífurlega þakklátir öllum þeim sem komu að verkefninu og hjálpuðu til. Það stóð til að þetta myndi taka um 12 tíma en ég held að þetta hafi verið nánast 26 klukkutímar í heildina. Við höfðum ekki mikinn mannskap en allir lögðu sitt af mörkum. Arnar Guðjónsson stjórnaði hljóðupptökum og við viljum sérstaklega þakka þyrluþjónustunni Helo og starfsfólki Inside the Volcano við Þríhnúkagíg,“ segir Jökull. Hljómsveitin Kaleo er á leið til Íslands þar sem hún hitar upp fyrir tónleika Kings of Leon í Nýju Laugardalshöllinni þann 13. ágúst næstkomandi. Meðlimir sveitarinnar ætla njóta dvalarinnar hér á landi en mikið er að gera hjá þeim í Bandaríkjunum. „Það verður næs að koma heim í smá rólegheit,“ bætir Jökull við.
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp