Á flótta undan staðreyndum Ragnar Þorvarðarson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 „Vilt þú að Ísland taki á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum?“ Rúmlega 85% þátttakenda í skoðanakönnun Útvarps Sögu í júlí svöruðu spurningunni neitandi. Könnunin var framkvæmd í kjölfarið á tilkynningu íslenskra stjórnvalda um móttöku 50 flóttamanna næsta árið sem er liður í samvinnuverkefni nokkurra Evrópuþjóða um móttöku flóttafólks. Flóttamannanefnd sér um undirbúninginn hér á landi í samráði við sveitarfélög og Rauða krossinn. Í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í sumar kom fram að fjöldi kvótaflóttamanna sem Ísland mun taka við á næstu tveimur árum verði þannig hlutfallslega svipaður og skuldbindingar Þýskalands og Frakklands á sama tímabili. Á vef velferðarráðuneytisins kemur fram að frá árinu 1956 til dagsins í dag hafi komið hingað til lands 511 flóttamenn. Bara á þessu ári hafa yfir tvö þúsund einstaklingar látist á flótta yfir Miðjarðarhafið samkvæmt tölum frá Alþjóða fólksflutningastofnuninni (IOM). Frá Bretlandi bárust í vikunni fréttir um ítrekaðar tilraunir örvæntingarfullra flóttamanna til að komast til landsins í gegnum Ermarsundsgöngin. Umræðan og umfjöllun um málefni hælisleitenda og flóttamanna innan Evrópu byggir því miður ekki alltaf á staðreyndum. Dálkahöfundur Guardian fjallaði á föstudag um málið og vitnar í tölur frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem staðfesta að 86% af öllum flóttamönnum eru í dag staðsettir í minna þróuðum löndum heimsins, en Tyrkland hýsir þar flesta eða um 1,6 milljón manns. Með samskiptum og upplýstri umræðu má draga úr þeim ótta sem stafar af hinu óþekkta. Martin Patzelt, þingmaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, ákvað fyrir rúmum mánuði að bjóða tveimur flóttamönnum frá Erítreu að búa heima hjá sér. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann þannig vilja tryggja flóttafólki bæði andlit og nafn, sem dragi úr klofningi, fjandskap og ótta meðal almennings. Hann hvatti fólk til að ræða málefni flóttafólks af opnum hug. Hér á landi þurfum við að varast að umræðan færist í öfgafullan farveg sem byggir á ósönnum staðhæfingum og upphrópunum. Tökum heldur vel á móti þeim flóttamönnum sem hingað koma til landsins og styðjum við bakið á fólki sem hefur þurft að flýja heimkynni sín vegna stríðs eða ofsókna af ýmsu tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
„Vilt þú að Ísland taki á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum?“ Rúmlega 85% þátttakenda í skoðanakönnun Útvarps Sögu í júlí svöruðu spurningunni neitandi. Könnunin var framkvæmd í kjölfarið á tilkynningu íslenskra stjórnvalda um móttöku 50 flóttamanna næsta árið sem er liður í samvinnuverkefni nokkurra Evrópuþjóða um móttöku flóttafólks. Flóttamannanefnd sér um undirbúninginn hér á landi í samráði við sveitarfélög og Rauða krossinn. Í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í sumar kom fram að fjöldi kvótaflóttamanna sem Ísland mun taka við á næstu tveimur árum verði þannig hlutfallslega svipaður og skuldbindingar Þýskalands og Frakklands á sama tímabili. Á vef velferðarráðuneytisins kemur fram að frá árinu 1956 til dagsins í dag hafi komið hingað til lands 511 flóttamenn. Bara á þessu ári hafa yfir tvö þúsund einstaklingar látist á flótta yfir Miðjarðarhafið samkvæmt tölum frá Alþjóða fólksflutningastofnuninni (IOM). Frá Bretlandi bárust í vikunni fréttir um ítrekaðar tilraunir örvæntingarfullra flóttamanna til að komast til landsins í gegnum Ermarsundsgöngin. Umræðan og umfjöllun um málefni hælisleitenda og flóttamanna innan Evrópu byggir því miður ekki alltaf á staðreyndum. Dálkahöfundur Guardian fjallaði á föstudag um málið og vitnar í tölur frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem staðfesta að 86% af öllum flóttamönnum eru í dag staðsettir í minna þróuðum löndum heimsins, en Tyrkland hýsir þar flesta eða um 1,6 milljón manns. Með samskiptum og upplýstri umræðu má draga úr þeim ótta sem stafar af hinu óþekkta. Martin Patzelt, þingmaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, ákvað fyrir rúmum mánuði að bjóða tveimur flóttamönnum frá Erítreu að búa heima hjá sér. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann þannig vilja tryggja flóttafólki bæði andlit og nafn, sem dragi úr klofningi, fjandskap og ótta meðal almennings. Hann hvatti fólk til að ræða málefni flóttafólks af opnum hug. Hér á landi þurfum við að varast að umræðan færist í öfgafullan farveg sem byggir á ósönnum staðhæfingum og upphrópunum. Tökum heldur vel á móti þeim flóttamönnum sem hingað koma til landsins og styðjum við bakið á fólki sem hefur þurft að flýja heimkynni sín vegna stríðs eða ofsókna af ýmsu tagi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun