Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Hér má sjá brot af þeim hatursáróðri sem má finna á síðunni Íslendingar skrifa ummæli undir nafninu Huldumaður á íslensku spjallborði, hýstu á bandarískri síðu, þar sem hatursáróðri er dreift. Skrifað er um hatur á útlendingum, múslimum, konum, hinsegin fólki, gyðingum, Pólverjum og blökkumönnum svo fátt eitt sé talið. Síðan er virk enn í dag og skiptust gestir meðal annars á skoðunum um HIV-smitaða hælisleitandann sem fjallað var um í Fréttablaðinu í júlí. Einn Huldumannanna á spjallborðinu velti til dæmis fyrir sér hugsunarhætti íslenskra kvenna. „Ég ætla að sofa hjá negra og ekkert slæmt mun gerast,“ skrifaði nafnleysinginn. Einnig virtist íslam spjallborðsgestum hugleikið. Mörg ummæli hvöttu til útrýmingar múslima og vildu margir hverjir láta banna trúna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Huldumennirnir svokölluðu deildu einnig fæðingarárum sínum í spjallþræði. Þar kom í ljós að meðalaldurinn er frekar ungur og eru þar margir undir átján ára aldri. Sá yngsti sem lét aldurs síns getið sagðist vera fæddur árið 1999. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu ekki hafa frétt af síðunni áður en Fréttablaðið benti á hana. „Við munum væntanlega kíkja á þetta og hvers eðlis þetta er,“ segir Friðrik.Friðrik Smári Björgvinsson„Ef það er hægt að rekja ummælin til einstaklinga og færa sönnur á að þetta sé frá þeim og þess eðlis að þau brjóti í bága við lög eru væntanlega einhver úrræði fyrir hendi,“ segir Friðrik. Hann segir enn fremur þurfa að skoða hvort hægt sé að loka síðunni en ekki er víst hvort það er lagalega framkvæmanlegt. „Það hafa komið upp dæmi um síður og dæmi um erlendar síður þar sem ekki er hægt að rekja ummæli til tiltekinna einstaklinga. Það er erfitt að eiga við þetta.“ Síðan er ekki fyrsta síðan þar sem Íslendingar dreifa hatursáróðri. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í apríl síðastliðnum að Bandaríkjamaðurinn Donald Pauly héldi úti kynþáttaníðssíðunni bardaga.org þar sem tveir ungir drengir, búsettir á Íslandi, eru níddir. Síðan er hýst í Bandaríkjunum. Auk þess greindi DV frá íslenskri hatursáróðurssíðu árið 2012. Hinsegin Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Íslendingar skrifa ummæli undir nafninu Huldumaður á íslensku spjallborði, hýstu á bandarískri síðu, þar sem hatursáróðri er dreift. Skrifað er um hatur á útlendingum, múslimum, konum, hinsegin fólki, gyðingum, Pólverjum og blökkumönnum svo fátt eitt sé talið. Síðan er virk enn í dag og skiptust gestir meðal annars á skoðunum um HIV-smitaða hælisleitandann sem fjallað var um í Fréttablaðinu í júlí. Einn Huldumannanna á spjallborðinu velti til dæmis fyrir sér hugsunarhætti íslenskra kvenna. „Ég ætla að sofa hjá negra og ekkert slæmt mun gerast,“ skrifaði nafnleysinginn. Einnig virtist íslam spjallborðsgestum hugleikið. Mörg ummæli hvöttu til útrýmingar múslima og vildu margir hverjir láta banna trúna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Huldumennirnir svokölluðu deildu einnig fæðingarárum sínum í spjallþræði. Þar kom í ljós að meðalaldurinn er frekar ungur og eru þar margir undir átján ára aldri. Sá yngsti sem lét aldurs síns getið sagðist vera fæddur árið 1999. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu ekki hafa frétt af síðunni áður en Fréttablaðið benti á hana. „Við munum væntanlega kíkja á þetta og hvers eðlis þetta er,“ segir Friðrik.Friðrik Smári Björgvinsson„Ef það er hægt að rekja ummælin til einstaklinga og færa sönnur á að þetta sé frá þeim og þess eðlis að þau brjóti í bága við lög eru væntanlega einhver úrræði fyrir hendi,“ segir Friðrik. Hann segir enn fremur þurfa að skoða hvort hægt sé að loka síðunni en ekki er víst hvort það er lagalega framkvæmanlegt. „Það hafa komið upp dæmi um síður og dæmi um erlendar síður þar sem ekki er hægt að rekja ummæli til tiltekinna einstaklinga. Það er erfitt að eiga við þetta.“ Síðan er ekki fyrsta síðan þar sem Íslendingar dreifa hatursáróðri. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í apríl síðastliðnum að Bandaríkjamaðurinn Donald Pauly héldi úti kynþáttaníðssíðunni bardaga.org þar sem tveir ungir drengir, búsettir á Íslandi, eru níddir. Síðan er hýst í Bandaríkjunum. Auk þess greindi DV frá íslenskri hatursáróðurssíðu árið 2012.
Hinsegin Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira