Lífið

Samdi lagið í lokasenu Webcam

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
Stefán gaf áður út partýlög en núna einbeitir hann sér að tónlist með tilfinningu.
Stefán gaf áður út partýlög en núna einbeitir hann sér að tónlist með tilfinningu. Vísir/Andri Marínó
Stefán Ívarsson sem hefur verið að semja tónlist undir listamannsnafninu MSTRO samdi lagið fyrir lokasenuna í kvikmyndinni Webcam sem kom út í sumar.

Hann átti einnig annað lag í myndinni. „Þeir voru að leggja lokahönd á myndina og voru í miklu stressi að leita að lokalagi og þeir spurðu mig. Ég átti þetta lag en ég var að fara að gefa það út á þessum tíma. Það hentaði mjög vel inn í senuna og þetta var bara ákveðið,“ segir Stefán en hann er að vinna í sinni fyrstu smáskífu sem kemur út á næstunni.

Hér áður fyrr spilaði Stefán undir nafninu Maestro og gaf út partílög. „Í fyrsta lagi var nafnið of líkt kortafyrirtækinu og svo var ég aðallega bara að endurhljóðblanda lög og gera þau að partílögum. Nú er ég kominn með nýtt verkefni og er búin að breyta um áherslur. Ég reyndi að ná sterkustu tilfinningunum með nýju lögunum, reyni að byggja upp stemningu og svo skipta tónlistarmyndböndin miklu máli en þau mynda heildaranda tónlistarinnar.“

Stefán hefur ekki verið mikið að koma fram en mun líklega gera meira af því þegar smáskífan kemur út. „Ég hef eitthvað verið að spila niðri í bæ og þó svo að það sé ekkert bókað eins og er þá er það planið á næstunni.“


Tengdar fréttir

Búinn að brosa síðan á forsýningunni

Leikstjóri og handritshöfundur Webcam, Sigurður Anton Friðþjófsson, er sjálflærður í kvikmyndagerð og hefur skrifað frá unga aldri.

Myndaveisla: Forsýning Webcam

Kvikmyndin Webcam var forsýnd í Smárabíói á þriðjudag en hún fjallar um unglingsstúlku sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×