Samningar næstum í höfn í Grikklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. ágúst 2015 07:00 Skiptar skoðanir eru meðal Grikkja á nýjum neyðaraðstoðarsamningi, en skilyrðum lánardrottna var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr í sumar. nordicphotos/getty „Við þokumst nær og nær. Einungis tvö eða þrjú smáatriði eru eftir,“ sagði Euclid Tsakalotos, fjármálaráðherra Grikklands, við fréttastofu Reuters í gær. Gríska ríkið vinnur nú hörðum höndum að gerð samnings við seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um nýja, 12.600 milljarða króna neyðaraðstoð fyrir ríkið. Neyðaraðstoðarsamningurinn verður til þriggja ára og er bráðnauðsynlegur fyrir Grikki ef þeir ætla að halda sér innan evrusvæðisins og forðast gjaldþrot. Neyðaraðstoðin yrði sú þriðja á fimm árum en áður hafa sömu aðilar auk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lánað Grikkjum.Euclid TsakalotosAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggst þó ekki vera með í nýja samningnum þar sem hinir lánardrottnar Grikkja vilja ekki fella niður hluta skulda Grikkja, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt svo ríkið geti náð efnahagslegum bata. Grikkir vonast til að klára samninginn fyrir tuttugasta ágúst en þá þarf ríkið að borga 440 milljarða króna af láni frá seðlabanka Evrópu. Grikkir hafa samþykkt að stofna einkavæðingarsjóð að hvöt evrusvæðisins auk þess að uppfylla fleiri skilyrði neyðaraðstoðarsamningsins. Nýi samningurinn á þó eftir að fara í gegn um gríska þingið eftir að hann er í höfn. Þar hefur Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, mætt andstöðu nýverið þegar samþykkja þurfti lagapakka til að greiða fyrir samningaviðræðum. Andstaðan kom úr röðum samflokksmanna hans á þinginu en Tsipras þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðunnar til að fá frumvarpið samþykkt. Tsipras hótaði þingmönnum sínum í kjölfarið nýjum kosningum, en hann er mjög vinsæll í Grikklandi og myndi samkvæmt skoðanakönnunum ná endurkjöri. Fleiri góðar fréttir bárust Grikkjum í gær, en evran styrktist um 0,2 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Gerðist það eftir að Kínverjar felldu gjaldmiðil sinn, júan, til að reyna að stemma stigu við miklu falli kínverska fjármálamarkaðarins. Útflutningur Kínverja dróst saman um 8,3 prósent í júlímánuði. Þá hafa hlutabréf í Grikklandi einnig lækkað í verði í kjölfar opnunar kauphallarinnar í Aþenu fyrr í ágúst. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
„Við þokumst nær og nær. Einungis tvö eða þrjú smáatriði eru eftir,“ sagði Euclid Tsakalotos, fjármálaráðherra Grikklands, við fréttastofu Reuters í gær. Gríska ríkið vinnur nú hörðum höndum að gerð samnings við seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um nýja, 12.600 milljarða króna neyðaraðstoð fyrir ríkið. Neyðaraðstoðarsamningurinn verður til þriggja ára og er bráðnauðsynlegur fyrir Grikki ef þeir ætla að halda sér innan evrusvæðisins og forðast gjaldþrot. Neyðaraðstoðin yrði sú þriðja á fimm árum en áður hafa sömu aðilar auk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lánað Grikkjum.Euclid TsakalotosAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggst þó ekki vera með í nýja samningnum þar sem hinir lánardrottnar Grikkja vilja ekki fella niður hluta skulda Grikkja, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt svo ríkið geti náð efnahagslegum bata. Grikkir vonast til að klára samninginn fyrir tuttugasta ágúst en þá þarf ríkið að borga 440 milljarða króna af láni frá seðlabanka Evrópu. Grikkir hafa samþykkt að stofna einkavæðingarsjóð að hvöt evrusvæðisins auk þess að uppfylla fleiri skilyrði neyðaraðstoðarsamningsins. Nýi samningurinn á þó eftir að fara í gegn um gríska þingið eftir að hann er í höfn. Þar hefur Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, mætt andstöðu nýverið þegar samþykkja þurfti lagapakka til að greiða fyrir samningaviðræðum. Andstaðan kom úr röðum samflokksmanna hans á þinginu en Tsipras þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðunnar til að fá frumvarpið samþykkt. Tsipras hótaði þingmönnum sínum í kjölfarið nýjum kosningum, en hann er mjög vinsæll í Grikklandi og myndi samkvæmt skoðanakönnunum ná endurkjöri. Fleiri góðar fréttir bárust Grikkjum í gær, en evran styrktist um 0,2 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Gerðist það eftir að Kínverjar felldu gjaldmiðil sinn, júan, til að reyna að stemma stigu við miklu falli kínverska fjármálamarkaðarins. Útflutningur Kínverja dróst saman um 8,3 prósent í júlímánuði. Þá hafa hlutabréf í Grikklandi einnig lækkað í verði í kjölfar opnunar kauphallarinnar í Aþenu fyrr í ágúst.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira