Landsbankinn verði listasafn Bragi Björnsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Þegar Landsbankinn var seldur einkaaðilum á sínum tíma voru þau mistök gerð að listasafn bankans fylgdi með í kaupunum. Listasafn sem réttilega hefði átt að verða eign þjóðarinnar. Nú þegar stjórn bankans hefur ákveðið að reisa nýjar höfuðstöðvar og auglýst hefur verið eftir hugmyndum um nýja notkun á glæsibyggingu bankans í Austurstræti gefst kærkomið tækifæri til að leiðrétta mistökin sem gerð voru á sínum tíma. Mikill sómi væri að því að Landsbankinn af þessu tilefni færði Listasafni Íslands að gjöf listasafn bankans og þær viðbætur er kunna að verða á því um ókomna tíð. Gjöfinni fylgdi sú kvöð að bankanum væri heimilt að sýna hluta safnsins í útibúum og öðru húsnæði bankans, en meginþorri verkanna yrði almenningi til sýnis í gömlu höfuðstöðvunum, sem breytt yrði í listasafn sem bankinn ræki á sinn kostnað. Auk sýninga á listaverkum í eigu bankans yrði listamönnum gefinn kostur á að sýna verk sín endurgjaldslaust í húsinu, því næg eru salarkynnin. Í núverandi afgreiðslusal bankans væri tilvalið að reka veitingahús. Tekjur af þessum rekstri myndu ganga upp í rekstrarkostnað listasafnsins en það sem á vantaði myndi bankinn greiða sem styrk til samfélagsins. Á þennan hátt væri hinu glæsilega húsi bankans fundið verðugt hlutverk og þau mistök sem gerð voru leiðrétt. Þykir einsýnt að safn á þessum stað myndi auðga menningarlíf í miðbænum og draga að íslenska og erlenda listaunnendur. Svo væri það auk þess til bóta ef síðari tíma viðbygging yrði rifin svo hinn upprunalegi glæsileiki hússins fengi að njóta sín á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Landsbankinn var seldur einkaaðilum á sínum tíma voru þau mistök gerð að listasafn bankans fylgdi með í kaupunum. Listasafn sem réttilega hefði átt að verða eign þjóðarinnar. Nú þegar stjórn bankans hefur ákveðið að reisa nýjar höfuðstöðvar og auglýst hefur verið eftir hugmyndum um nýja notkun á glæsibyggingu bankans í Austurstræti gefst kærkomið tækifæri til að leiðrétta mistökin sem gerð voru á sínum tíma. Mikill sómi væri að því að Landsbankinn af þessu tilefni færði Listasafni Íslands að gjöf listasafn bankans og þær viðbætur er kunna að verða á því um ókomna tíð. Gjöfinni fylgdi sú kvöð að bankanum væri heimilt að sýna hluta safnsins í útibúum og öðru húsnæði bankans, en meginþorri verkanna yrði almenningi til sýnis í gömlu höfuðstöðvunum, sem breytt yrði í listasafn sem bankinn ræki á sinn kostnað. Auk sýninga á listaverkum í eigu bankans yrði listamönnum gefinn kostur á að sýna verk sín endurgjaldslaust í húsinu, því næg eru salarkynnin. Í núverandi afgreiðslusal bankans væri tilvalið að reka veitingahús. Tekjur af þessum rekstri myndu ganga upp í rekstrarkostnað listasafnsins en það sem á vantaði myndi bankinn greiða sem styrk til samfélagsins. Á þennan hátt væri hinu glæsilega húsi bankans fundið verðugt hlutverk og þau mistök sem gerð voru leiðrétt. Þykir einsýnt að safn á þessum stað myndi auðga menningarlíf í miðbænum og draga að íslenska og erlenda listaunnendur. Svo væri það auk þess til bóta ef síðari tíma viðbygging yrði rifin svo hinn upprunalegi glæsileiki hússins fengi að njóta sín á ný.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun