Framtíð hjúkrunar á Íslandi er áhyggjuefni Berglind Guðrún Chu skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Nú er allt dottið í dúnalogn í fjölmiðlum varðandi komandi gerðardóm sem verður settur á hjúkrunarfræðinga starfandi hjá ríkinu. Það er sama sem engin umfjöllun lengur um verðandi uppsagnir reyndra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að um stóran hóp sé að ræða. Þrátt fyrir að öll fyrri umræða, sem var þónokkur að mínu mati, leiddi til þess að manni varð þungt um hjarta þá er skortur á sams konar umræðu að valda því sama. Stór hópur hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp, til dæmis á sviði hjartahjúkrunar, gjörgæsluhjúkrunar og skurðhjúkrunar. Á minni deild er sömu sögu að segja. Langflestir hjúkrunarfræðingar með reynslu, þekkingu og fagmennsku að baki hafa sagt upp á smitsjúkdómadeildinni og ef af þessu verður þá verður sú deild ekki starfhæf. Ég veit um þónokkra hjúkrunarfræðinga sem eru að leita í önnur störf. Ég veit einnig um hjúkrunarfræðinga sem eru orðnir svo þreyttir á álaginu að þeir eru að yfirgefa starfsgreinina. Ekki má heilbrigðiskerfið við því miðað við fyrri umræðu um fjölda hjúkrunarfræðinga sem eru að komast á eftirlaun næstu þrjú árin og endurnýjun stéttarinnar sem hefur ekki undan. Hjúkrunarfræðingarnir sem eru búnir að segja upp eru í mikilli óvissu og ég heyri að þeir hafa áhyggjur af framtíðinni. Okkur sem eftir sitjum líður ekkert betur því framtíð Landspítalans hefur bein áhrif á okkur líka. Mun ég allt í einu þurfa að sinna kannski tíu manns á hefðbundinni morgunvakt í stað þeirra sex sem ég gerði áður? Hvað verður um öryggi sjúklinga þá? Hvað ætlar ríkið að gera? Hvað ætlar Landspítali að gera? Það er okkur starfsmönnunum og þegnum þessa lands ekki ljóst. Komið hefur til tals að fá utanaðkomandi vinnuafl, verktaka og hjúkrunarfræðinga erlendis frá. Það finnst mér ótrúlegt þar sem kjör okkar eru almennt lakari en gengur og gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Einnig hafa hjúkrunarfræðingar frá Danmörku og Noregi lýst yfir stuðningi vegna kjarabaráttu okkar. Finnst mér alveg ótrúlegt að þessi kjarabarátta í þessu litla landi hafi frést út í heim en er mjög þakklát þeim stuðningi sem við höfum fengið. Þar sem ég hef 16 ára starfsreynslu á Landspítala þá man ég eftir því þegar síðast þurfti að grípa til erlends vinnuafls og verktaka. Ég hugsa til þess tíma með hryllingi. Þessir hjúkrunarfræðingar voru með mun hærri laun og skiluðu ekki af sér betri þjónustu en við hin á gólfinu. Þvert á móti var eingöngu verið að sinna því nauðsynlegasta og skortur var á fagmennsku, gæðum og metnaði þar sem þeir höfðu engum sérstökum skyldum að gegna gagnvart vinnustaðnum. Ég er einnig aðjúnkt við Hjúkrunardeild HÍ og hef áhyggjur af nemunum okkar. Ég hef komið að skipulagningu og kennslu þriðja árs hjúkrunarnema sem hafa verið frá um 60-90 manns hvert ár. Þessir nemar þurfa að fá verklega kennslu sem er mikilvægur hluti námsins. Þar fyrst fá þeir að spreyta sig og sjá og fylgja reyndum hjúkrunarfræðingum í starfi. Hvað verður um þá? Verður hægt að koma þeim út á deildir þegar engir hjúkrunarfræðingar verða til að taka á móti þeim? Eigum við að láta erlenda hjúkrunarfræðinga kenna nemunum okkar? Hvað verður um gæði kennslunnar, velti ég fyrir mér. Eins og þið sjáið eru áhyggjuefnin mörg og þessu máli er langt í frá lokið. Ég biðla til stjórnvalda og yfirmanna Landspítalans um að finna lausnir sem eru mannsæmandi fyrir okkar flottu og vel menntuðu hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Nú er allt dottið í dúnalogn í fjölmiðlum varðandi komandi gerðardóm sem verður settur á hjúkrunarfræðinga starfandi hjá ríkinu. Það er sama sem engin umfjöllun lengur um verðandi uppsagnir reyndra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að um stóran hóp sé að ræða. Þrátt fyrir að öll fyrri umræða, sem var þónokkur að mínu mati, leiddi til þess að manni varð þungt um hjarta þá er skortur á sams konar umræðu að valda því sama. Stór hópur hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp, til dæmis á sviði hjartahjúkrunar, gjörgæsluhjúkrunar og skurðhjúkrunar. Á minni deild er sömu sögu að segja. Langflestir hjúkrunarfræðingar með reynslu, þekkingu og fagmennsku að baki hafa sagt upp á smitsjúkdómadeildinni og ef af þessu verður þá verður sú deild ekki starfhæf. Ég veit um þónokkra hjúkrunarfræðinga sem eru að leita í önnur störf. Ég veit einnig um hjúkrunarfræðinga sem eru orðnir svo þreyttir á álaginu að þeir eru að yfirgefa starfsgreinina. Ekki má heilbrigðiskerfið við því miðað við fyrri umræðu um fjölda hjúkrunarfræðinga sem eru að komast á eftirlaun næstu þrjú árin og endurnýjun stéttarinnar sem hefur ekki undan. Hjúkrunarfræðingarnir sem eru búnir að segja upp eru í mikilli óvissu og ég heyri að þeir hafa áhyggjur af framtíðinni. Okkur sem eftir sitjum líður ekkert betur því framtíð Landspítalans hefur bein áhrif á okkur líka. Mun ég allt í einu þurfa að sinna kannski tíu manns á hefðbundinni morgunvakt í stað þeirra sex sem ég gerði áður? Hvað verður um öryggi sjúklinga þá? Hvað ætlar ríkið að gera? Hvað ætlar Landspítali að gera? Það er okkur starfsmönnunum og þegnum þessa lands ekki ljóst. Komið hefur til tals að fá utanaðkomandi vinnuafl, verktaka og hjúkrunarfræðinga erlendis frá. Það finnst mér ótrúlegt þar sem kjör okkar eru almennt lakari en gengur og gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Einnig hafa hjúkrunarfræðingar frá Danmörku og Noregi lýst yfir stuðningi vegna kjarabaráttu okkar. Finnst mér alveg ótrúlegt að þessi kjarabarátta í þessu litla landi hafi frést út í heim en er mjög þakklát þeim stuðningi sem við höfum fengið. Þar sem ég hef 16 ára starfsreynslu á Landspítala þá man ég eftir því þegar síðast þurfti að grípa til erlends vinnuafls og verktaka. Ég hugsa til þess tíma með hryllingi. Þessir hjúkrunarfræðingar voru með mun hærri laun og skiluðu ekki af sér betri þjónustu en við hin á gólfinu. Þvert á móti var eingöngu verið að sinna því nauðsynlegasta og skortur var á fagmennsku, gæðum og metnaði þar sem þeir höfðu engum sérstökum skyldum að gegna gagnvart vinnustaðnum. Ég er einnig aðjúnkt við Hjúkrunardeild HÍ og hef áhyggjur af nemunum okkar. Ég hef komið að skipulagningu og kennslu þriðja árs hjúkrunarnema sem hafa verið frá um 60-90 manns hvert ár. Þessir nemar þurfa að fá verklega kennslu sem er mikilvægur hluti námsins. Þar fyrst fá þeir að spreyta sig og sjá og fylgja reyndum hjúkrunarfræðingum í starfi. Hvað verður um þá? Verður hægt að koma þeim út á deildir þegar engir hjúkrunarfræðingar verða til að taka á móti þeim? Eigum við að láta erlenda hjúkrunarfræðinga kenna nemunum okkar? Hvað verður um gæði kennslunnar, velti ég fyrir mér. Eins og þið sjáið eru áhyggjuefnin mörg og þessu máli er langt í frá lokið. Ég biðla til stjórnvalda og yfirmanna Landspítalans um að finna lausnir sem eru mannsæmandi fyrir okkar flottu og vel menntuðu hjúkrunarfræðinga.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun